Vikan - 23.06.1960, Side 31
Verð endurnýjunarmiða er aðeins 30 kr.
Ársmiði 360 kr.
12.000 vinningar að fjárhæð
Vöru-
happdrætti
S.Í.B.S.
samtals 14.040.000.00
VINNINGASKRÁ 1660
3 vinningar á 500.000.00
9
12 —
16 —
151 —
219 —
680 —
10910 —
- 200.000.00
- 100.000.00
■ 50.000.00
- 10.000.00
- 5.000.00
- 1.000.00
500.00
12000 vinningar
kr. 1500.000.00
— 1800.000.00
— 1200.000.00
— 800.000.00
— 1510.000.00
— 1095.000.00
— 680.000.00
— 5455.000.00
kr. 14040.000.00
Hæsti vinningur í næsta flokki er
kr. 500.000.00
Allt iiema Veroiiika
Framhald af bls. 7.
„Ég sagði þetta aðeins frá sjónarmiði lista-
mannsins," sagði Mikael afsakandi.
Þau gengu hægt heim á leið og leiddust.
Mikael masaði allan tímann, en Brit var undar-
lega þögul.
Mánuður leið og annar til. Allt gekk sinn
vanagang, en stundum var Brit mjög djúpt
hugsandi. Kvöld nokkurt, er Mikael kom heim,
hljóp luin í fang hans geislandi af gleði.
„Mikael, ég hef fengið dásamlega hugmynd. Ef
það verður stúlka, látum við hana heita Önnu
Katrínu í höfuðið á mömmum okkar beggja,
finnst þér ]iað ekki?“
Mikael strauk maga hennar ástúðlega, en
hann var orðinn yndislega ávalur, og sagði:
„Mér finnst þetta afbragðshugmynd.“
Kvöldið leið í fullkomnu samlyndi.
Allt þetta gerðist snemma um vorið, er
kastaníutrén voru að springa út og gróðurangan
fyllti loftið, og þegar fyrsti snjórinn féll, fæddist
barn Mikaels og Britar. Það var stúlka. Um-
ræður um nafnið voru óþarfar. Hún var skirð
Anna Katrín í höfuðið á ömmum sínum.
Og einn góðan veðurdag var lnin dúðuð niður
í barnavagninn, og Mikael fékk leyfi til þess
að fara í gönguferð með hana. Hann vgr reglu-
lega hreykinn, þar sem hann gekk eftir götunni
með vagninn á undan sér.
Það var engin tilviljun, að hún fór í skemmti-
garðinn, og það var engin tilviljun heldur, að
hann nam staðar fyrir framan styttuna af hálf-
nöktu stúlkunni. Hann beygði sig yfir vagninn
og þrýsti sængurhorninu örlítið niður, svo að
dóttir hans gæti séð út, og hvislaði: „Þegar þú
stækkar, skaltu fara liingað í garðinn og þakka
þessari yndislegu konu fyrir það, að þú slappst
við að heita Veroníka. En þú skalt ekki skila
kveðju minni til hennar, af því að ég þekki
hana ekki nokkurn skapaðan hlut og hef ekki
minnstu hugmynd um, hvað fyrirmyndin að
þessari styltu heitir.“
Hann gekk blístrandi heim á leið. Honum
fannst hann allt í einu þurfa að snúa sér við
og l]ta á styttuna. Og þá gerðist dálitið. Hann
hefði getað svarið fyrir, að styttan ,d3likkaði“
liann eins og til þess að hrósa honum fyrir
þetta sniðuga uppátæki. Hann gekk hratt út úr
garðinum.
Draiimraöiiiiig:sir
Framhald af bls. 22.
Draumráðningarþáttur Vikunnar.
Mig langar til að fá ráðningu á þessum draum,
sem mig dreymdi 18. maí 1960. Mér fannst vera
á rétt við liöfnina hér i bæ og í henni eitur-
slanga, sem biti alla þá sem færu i hana. Eitt
lík hafði fundist rekið upp að árbakkanum með
slöngubit. Svo fannst mér tilvonandi mágur
minn (held ég) fara o gsynda þar. Þá fannst
mér ég fá hugboð um að slangan biti og hann
hafi hugsað: Ég skal komast upp á bakkann en
ekki reka að eins og liinn maðurinn. Og synti
hann með miklu erfiði upp að bakkanum. Nú
er okkur farið að lengja eftir honum. Mér, unn-
usta mínum og tengdaforeldrum mínum. Svo
ég segi. „Slangan beit hann og hann liggur á
árbakkanum. Við skulum fara og hjájpa hon-
um. En þau trúðu mér ekki og sögðu við skulum
híða svolítið lengur. En þá sagði ég, ef þið kom-
ið ekki strax þá fer ég ein. Þeir komu með mér
bara af því ég var ákveðin. Tengdamamma var
eftir heima og sagði ég henni að hringja í
sjúkrabíl. Þegar við erum að verða komin sjáum
við hann kallandi á hjálp á bakkanum og leið
hann auðsýnilega kvalir. Þegar að kemur sé ég
að hann hefur verið bitinn í hægri fót og var
hann orðinn mikið rauður. Tek ég þá slæðuna
og bind hana fast fyrir ofan hné en þá segir
unnusti minn. „Taktu þetta af það er betra að
þeir geri þetta og bendi á sjúkrabílinn, sem kom
í þessu.
Hér með lýkur þessum draum og vonast ég
eftir svari sem fyrst.
Með fyrirfram þökk.
G. E.
Svar til G. E.
Draumurinn þýðir meiriháttar vandræði
tilvonandi mágs þíns. í sambandi við deilur
við margt fólk. Afskipti þín af málinu munu
þó hafa góð áhrif á málalokin þó unnusta
þínum sé ekkert sérleg^ um það gefið. Hætt
er við að þessi vandræði tilvonandi mágs
þíns stafi af óhlýðni við löggjafann.
Þaö getur ekki veriö rétt, aö kvikmynda-
félögin séu jarin aö draga saman seglin,
vegna þess aö kvikmyndir eigi ekki framtíö
fyrir sér, — aö minnsta kosti ekki Warner
Bros-félagiö, því aö þaö hefur nýlega
hafiö byggingu stórhýsis, sem kosta mun
hálfa milljón dála, en þar á aöeins aö klippa
kvikmyndir til.
VIK A N
31