Vikan - 15.09.1960, Blaðsíða 4
Þú tekur þér far út í himingeiminn og
TjtHNrl STENOLW
Tvíburabræðurnir voru fertugir, þegar annar þeirra fór út í geiminn með fotoneldflaug. Þegar
hann kom aftur var bróðir hans orðinn fjörutíu árum eldri, sjálfur hafði hann aðeins elzt
um ellefu ár.
Þið munið eftir vorinu 1944. Þjóðverjar hörfuðu á öllum vígstöðv-
um, bandaríski herinn sigraði Róm og rússneskur herafli mjakaði
austurvíglínunni stöðugt vestar. Þann 6. júní hófst innrásin i Normandi.
Fólk sagði hvort við annað, að nú væru endalok stríðsins ekki langt
undan, þar væri í mesta lagi um nokkrar vikur að ræða.
Én þá gerðist stórviðburður. Þann 14. júni byrjaði V-1 sprengjum
að rigna yfir England, og tæpum þremur mánuðum síðar
hinum langtum stærri V-2 flugskeytum.
Upplýsingaþjónusta bandamanna hafði að vísu haft
veður af þessu, en fyrir alla aðra kom þetta sem reiðar-
slag. Um það bil einn þriðja hluta af hinum seindrægu
V-1 sprengjum var hægt að gera skaðlausan, áður en
þær komust yfir stórborgirnar. En gegn V-2 var ekki
hægt að koma við neinni vörn — stór hluti af London
fór í rúst af beirra völdum.
Frá næstum hundrað kílómetra hæð þeyttust þau að
marki með 4000 km. hraða á klukkutíma. Það er miklu
hraðara en hljóðið, sprengingin koin þessvegna öllum
að óvörum og olli hræðilegu tjóni.
Þýzku flugskeytavopnin voru árangur af tíu ára leyni-
legum tilraunum, og vöktu í þá daga stórkostlega eftir-
tekt. Nú eru þau löngu komin á hernaðarsöfn.
V-2 flugskeytið entist aðeins 300 km. Ameríka og Sovjetríkin eiga
núna fjarstýrð flugskeytí, sem fara í kringum hálfa jörðina. Frá amer-
íska tilraunasvæðinu við Capre Canaveral þeytast tunglskeytin upp í
loftið með 40000 km. hraða á klukkustund.
Stórkostlegir framtíðarmöguleikar skapast við þetta. Þar sem svo
ótrúiegar framfarir eru mögulegar á aðeins 15 árum, hvað getur þá
ekki skeð á næstu 15 árum?
Það líður varla sá dagur, að ekki fréttist um nýjar uppfinningar.
Geimferðasögurnar, nútíma ævintýrin um ferðalög til annarra hnatta,
geta varla lengur komið með neitt nýtt, því veruleikinn og hugmynda-
heimurinn nálgast meira og meira.
Sputnik og Explorer voru hin fyrstu geimför gerð af mannahöndum.
Fleiri og stærri munu sigla í kjölfar þeirra, og að lokum munu menn-
irnir ferðast á þeim slóðum, sem guðirnir höfðu áður einkarétt á.
Geimskipin eru þegar til — á stærstu tilraunastofum stórveldanna.
Og með þeim stórkostlega hraða, sem tækninni fleygir fram, er hugsan-
legt að djörfustu framtíðaráætlanir geti ^orðið að veruleika þegar á
okkar dögum.
Þegar talað er um okkar daga, er rétt að gera sér ljóst, að við verð-
um að láta okkur nægja að heimsækja hnettina í sólkerfinu okkar, eða
skyldi maðurinn á sinni stuttu ævi, samanborið við aldur
alheimsins, geta farið hvaða vegalengd sem er út í
geiminn — út að yztu mörkum?
'Þessa spurningu, sem er frekar liffræðilegs eðlis en
tæknilegs, glíma lærðustu menn þegar við. Sumir svara
henni játandi, en aðrir ekki. En á meðan sérfræðing-
arnir deila, ætlum við að reyna að gefa ykkur hugmynd
um hin fjarstæðukenndu vandamál, sem eru á dagskrá,
a. m. k. i leikmanns augum.
1 fyrsta lagi verðum við að gera okkur ljóst, að ferð
út fyrir sólkerfið, er ferð algjörlega út í óvissuna. Þeir
hnettir, sem hægt myndi vera að lenda á; eru aðeins
þeir köldu. En þar sem þeir lýsa ekki út frá sér, getum
við heldur ekki séð þá, þó horft sé í sterkustu sjón-
auka. Það er því aðeins okkar sólkerfi, sem við þekkj-
um. Ef haft er í huga, hvernig sama lögmál endurtekur
sig í öllu í alheiminum, má telja líklegt, að það séu til milljónir og
jafnvel milljarðar af öðrum hnöttum í vetrarbrautinni. Samt sem áður
myndi það vera auðveldara að finna saumnál á botni Miðjarðarhafsins
en að finna þessar smáagnir í óendanleikanum, og það gildir það sama
um jörðina, þegar farið væri heim áMeið. Við gætum búist við að hún
væri ósýnileg i víðáttu himingeimsins.
Allar viðurteknar hugmyndir um tíma, hraða og fjarlægð, er erfitt
að samræma við stjörnufræðilega víðáttu. Ef að við hugsum okkur
líkan af því sem við þekkjum af himingeimnum, þar sem braut jarðar-
innar væri á stærð við tituprjónshaus, ætti næsta sól að vera í 205 m
fjarlægð. Til þess að fá, þó ekki væri nema nokkrar næstu sólir inn
á líkanið, þyrfti að stækka það um hálfan annan kílómeter í allar
áttir. Likan af allri vetrarbrautinni í þessu stærðarhlutfalli, yrði stærra
en öll Evrópa.
Þær kenningar hafa verið settar fram, að tíminn sé háður hraða og
á ferðalagi í geimfari, sem fer með margföldum hraða hljóðsins, eða allt