Vikan


Vikan - 15.09.1960, Qupperneq 7

Vikan - 15.09.1960, Qupperneq 7
Faðir hans var í Neapal, þegar hið hræðilega sl/s vildi ti| — en það var alltaf erfitt fyrir soninn að segja frá því, hvernig dauða föður hans hafði borið að. Það var á fimmtudagsmorgni, í friminútum milii annarar og þriðju kennslustundar, að .Terome var boðaður á fund yfirkennarans. Það olli honum engum áhyggjum, þvi hann var knapi, og það var nafnbót, sem skólastjóri og eigandi þessa dýra undirbúningsskóla veitti duglegum og samvizkusömum nemendum í iægri bekkjunum. Eftir það gat nemandinn smám saman hækkað í tigninni og endað með því að verða riddari, um það bil og liklegt þótti að hann næði því að kom- ast upp í æðri skóla, svo sem Marlborough eða Rugby. Yfirkennarinn, herra Wordsworth, sat við skrif- borðið og sýndist vera óstyrkur og vandræðaleg- ur. Þegar Jerome kom inn, fékk hann þá ein- kennilegu tilfinningu, að það væri sér að kenna. — Seztu, Jerome, sagði herra Wordsworth. — Gengur þér vel með flatarmálsfræðina? — Já takk, yfirkennari. — Ég var rétt áðan að fala við föðursystur þina í síma, Jerome. Eg er hræddur um að það séu slæmar fréttir, sem ég verð að segja þér. — Já, yfirkennari. — Faðir þinn hefur orðið fyrir slysi. —■ Já, einmitt. Herra Wordsworth leit dálítið undrandi á hann. — Það var alvarlegt slys. — Já, yfirkennari. Jerome tilbað föður sinn, i hókstaflegri merk- ingu. Eins og sumir búa sér til mynd af guði, hafði Jeome skapað sér mynd af föður sinum. Það var ekki sönn mynd af hinum eirðarlausa ekk.iumanni og ritliöfundi, heldur af leyndar- dómsfullum ævintýramanni, sem ferðaðist um fjarlæg lönd — Nizza, Beirut, Mallorca og jafnvel Kanarieyjar. Þegar Jerome var átta ára, var hann sannfærður um, aO faðir hans væri vopna- smyglari, eða í leyniþjónustunni. Nú var hann viss um aí faðir sinn hefði særzt í vélbyssuskothríð. Herra Wordsworth fitlaði við reglustriku, sem lá á borðinu. Það var eins og hcnn væri ekki viss um, hvernig hann ætti að halda áfram. Hann sagði: v — Þú veizt vist, að faðir þinn var í Neapel? — Já, yfirkennari. — Fööursystir þín fékk fréttir frá sjúkrahús- inu í dag. — Jahá. — ÞaÖ var eiginlega umferðaslys, sagði herra Wordsworth örvæntingarfullur. — Já, yfirkennari. Jerome skildi þaö mætavel, að þetta yrði kall- að umferðaslys. Lögreglan hafði auðvitað átt fyrsta skotið. Faðir hans hefði aldrei skotið nema í ýtrustu nauðvörn. — Ég er hræddur um, að faðir þinn hafi særst hættulega. — Jæja. - Jerome, faðir þinn dó í gær. En hann þjáðist ekkert. t — Skutu þeir hann í hjartað? — Fyrirgefðu, Jerome, hvað segirðu? — Skutu þeir hann i hjartað? — Hann var alls ekki skotinn, Jerome, Það var svín, sem datt niður á hann. Andlitsvöðvar herra Wordsworths kipptust und- arlega til. Andartak var eins og hann ætlaði að fara að hlæja. En hann áttaði sig, lokaði augun- um, og sagði fljótmæltur, eins og hann vildi losna sem fyrst við það sem hann þurfti að segja. — Faðir þinn var á gangi á götu í Neapel og þá datt svin niður á hann. Þetta var hræðilegt slys. I Neapel hefur íólk svínin upp á þökum og svölum. Þetta svín féll niður frá þriðju hæð. Það var orðið of feitt og þungt og svalirnar mölbrotnuðu. Svínið datt beint niður á föður þinn. Herra Wordsworth stóð í skyndi upp frá skrif- borðinu. Hann gekk út að glugganum og snéri baki að Jerome. Bak hans hristist — kannski var hann í svona mikilli geðshræringu. Jerome sagði: — Hvernig fór fyrir svíninu? Þeð var ekki af kaldlyndi, að Jerome spurði að þessu, þó herra Wordsworth léti það heita svo, þegar hann sagði starfsfélögum sinum frá þessu. (Reyndar bar hann það lika undir þá, hvort Jerome væri heppilegur sem knapi). Jerome reyndi bara að gera sér rtburðinn ljósan, og vildi fá skýra hugmynd um allt sem skeði. Jerome var heldur ekki einn af beim sem barma sér, og allan timann, sem hann gekk í undirbúnings- skólann, hvarflaði það aldrei aö honum, að það gæti verið eitthvað spaurilegt við þau atvik, sem ollu dauða föður hans. I hans augum var þetta aðeins ein af ráðgátum li'sins. Það var fyrst löngu seinna, þegar hann var kominn í svonefndan æðri skóla, að hann i einu '■umarfríinu, sagði bezta vini sínum frá þessu og komst þá að raun um, hvernig aðrir litu á atburðinn. Og alveg að ósekju va~ hann alltaf síðan kall- aður svíniö. Því miður var föðursystir hans gjörsnpydd kýmnigáfu. Stækkuð mynd af fööur hans stóð á píanóinu. Hún sýndi hávaxinn mann, f illa saumuðum fötum, og var tekin á Capri, með Faragieionesklettana í brksýn. Hann hélt á regn- hlíf, sem átti vist að hlífa honum fyrir sólsting. Þegar Jerome var orðirn 16 ára, varð honum ljóst, að myndin líktist frekar höfundinum að ,,Sól og skuggar" og „Laufþök á Baleareyjum" en njósnara leyniþjónustunnar. Samt sem áður virti hann minningu föður sírs. Hann átti ennþá full albúm af litrikum póstkortum, sem han hafði þó tekið frímerkin af, í frímerkjasafnið sitt — og það pindi hann þegar föðursystir hans minntist á dauða föðú- hans. Það var hrrnðilegt slys byrjaði hún alltaf á að segia, þega’* ókunnugir komu, og gestirnir settu alltaf á sig áhuga- og meðaumkunarsvip. Það ý’ar auðvltað bara hræsni, en Jerome fannst það nndstyggilegt. þegar áhugi þeirra vaknaði skyndilega, mitt í ruglingslegri frásögn föður- systurinnar. — Það er alveg ótrúlegt, að slikt skuli geta komið fyrir í siðmenntuðu landi, sagði föðursyst irin. — Manni hefur alltaf verið sagt, að Italía stæði á svo háu menningarstigi. Auðvitað getur maður búist við hinu og þessu á ferðalagi i út- löndum, en bróðir minn var vanur ferðamaður. Hann hafði alltaf síu með sér til að sigta vatnið. Þið skiljið, það er miklu ódýrara en að kaupa sódavatn. Bróðir minn s-'gði ailtaf, að vatnssían sín borgaði vínið, sem hann drykki með matn- um. Á þessu getið þið séð, hve varkár hann var. En hverjum gat dottið í hug, að svin myndi detta ofan á höfuðið á honum begar hann var á göngu á Via Dottore Manuele Panucci, á leið til vatna- fræðisafnsins. Það var á þessum stað í sögunni, að áhugi gest- anna vaknaði. Faðir Jerome hafði ekki verið neitt sérlega þekktur rithöfundur. E’n sá tími kemur venju- lega, einhvern tíma eftir að rithöfundur er dáinn, að einhver hefur samband við menningardálk blaðanna og skýrir frá því, að hann sé að skrifa ævisögu rithöfundarins, og biður um aðstoð við að auglýsa eftir bréfum og skjölum. Sömuleiðis biður hann vini hins látna, að segja frá atvikum úr lífi hans. Flestar ævisögurnar koma aldrei í út. Stundum verður manni á að láta sér detta i hug, hvort hér sé um einhverja undarlega þving- Tin að ræða, eða hvort ævisöguritararnir hafi hér fundið út auðvelda leið til að ljúka námi sínu við Kansas eða Nottingham háskólann. En þar sem Jerome var löggiltur endurskoðandi, þekkti hann ekkert til bókmenntaheimsins. Hann vissi ekki, hve litið var að marka þetta, og að verk föður hans voru löngu úrelt. Þegar árin liðu. fór hann að undirbúa frásögn af da.uða föður síns, með það fvrir augum, að draga sem mest úr þvi hlálega í sambandi við hann. Það hefði ekki þýtt að neita um upplýs- ingar, því þá hefðu ævisöguritararnir leitað beint til föðursysturinnar, en hún varð háöldruð, án þess að missa neitt af framtakssemi sinni. Jerome uppgötvaði, að hægt var að nota tvær aðferðir. Sú fyrri var einfaldlega ?ú, að gera frásögnina það langdregna, að þegar að slysinu kæmi, væri búið að þjarma svo að lesandanum, að dauðinn væri velkominn. Hið óvrænta við atvikið hafði auðvitað þá hættu í för með sér, að hlegið yrði að frásögninni. Þegar Jerome notaði þessa aðferð, byrjaði hann alltaf eins ýtarlega og mögu- legt var. '■ Þið þekkið efalaust Neapel með ölium þessum háu leiguhjöllum. Mér hefur verið sagt, að Neapelbúar íinnist þeir vera eins og heima í New York, aiveg eins og fólki frá Torino finnist, það vera heima hjá sér í London, vegna þess að árnar, sem renna í gegnum báðar þessar borgir, iíkjast hvor annarri. Hvert var ég nú kominn? ' .Tú, ég var að taia um Neapel. Þið getið ekki í ímyndað ykkur hvað fólk hefur upp á svölunum > hjá sér í þessum skýjakljúfum þarna. Það væri nú sök sér, ef að það væri aðeins þvottur og rúmfatnaður — en húsdýr, það er nú full langt gengið! Hænsni og meira að segja svín. Þessi svin fá sama sem enga hreyfingu óg verða þess vegna væði stór og feit. Hann vissi, að í þessum kafla sögunnar, byrjaði augnaráð áheyrandans að verða starandi. Hann hélt áfram: — Eg veit ekki, en kannski að þið vitið það, hvað svona skepnur geta orðið þungar, en öllum þessum gömlu húsum er illa viðhaldið. Einar svalir brotnuðu undan sliku svíni. Það var uppi á þriðju hæð. Það lenti á svölunum fyrir neðan og kastaðist út á götuna. Faðir minn var á leið til vatnafræðisafnsins, þegar svínið datt ofan á hann og hálsbraut hann. Það var alveg óhjá- kvæmilegt, með slikum hraða og úr þessari fall- hæð. Þetta var áhrifamikil leið til þess að gera spenn- andi sögu leiðinlegá. Einkennið á hinni frásagnaraðferðinni var sam- þjöppunin. — Faðir minn var drepinn af svini. Framhald á bls. 25. VIKAN 7

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.