Vikan


Vikan - 15.09.1960, Page 9

Vikan - 15.09.1960, Page 9
Msssisg: — Já, og gull. Líka gull ... útlendingar eru steinhissa ... — Kannski eru þeir líka að bíða eftir að ég drepist! En þá geng ég bara aftur, geng bara aftur, lagsmaður! varla áttað sig á þeim, og fyrir svona fimmtíu árum hefði ekki nokkur lifandi maður trúað, að annað eins ætti eftir að ske; það hefði blátt áfram verið talin lygi. Kannski hafa framfarirnar lika orðið of örar, við höfum ekki kunnað okkur hóf — ekki kunnað okkur hóf. Hleypt okkur í of miklar skuldir, en hvað sem þvi líður, þá er þó gert það sem gert er og ætti að standa. Og það er mikið, sem hefur verið gert — flugvélarnar okkar fara út um allan heim, og skip okkar sigla um öll heimsins höf undir okkar fána, og mér finnst ótrúlegt að ekki sé hægt að stjórna iandinu svo, að við getum lifað hér góðu lífi. Það hlýtur að vera hægt að finna einhver ráð til þess, ég trúi ekki öðru. — En þú hefur ekki beint trú á að hagfræð- ingarnir okkar finni þau ráð? — Nei, ég hef ekki neina trú á því. Þessir hag- fræðingar, þeir sökkva öllu i kaf, fara með allt norður og niður, það er klárt mál. Og ég held að ríkisstjórnin okkar verði að finna einhver önn- ur úrræði en þau, sem hún er með á prjónunum núna; mætti segja mér að allt lenti í verkföllum og enginn réði neitt við neitt. Ég er hræddur um það. Það sem Þyrfti fyrst og fremst að gera hér á landi er að skipta sólarhringnum, skilurðu. Skipta sólarhringnum bara í tvennt •—• dag og nótt. Láta eftirvinnuandskotann hverfa. Og öll fríðindi, sko ... orlof, kaffihlé og allt það. Gera þetta allt sem einfaldast. Það á bara að borga dagvinnuna svo vel, að allir geti vel við unað. Það er það, sem við þurfum að gera. Og greiða næturvinnuna með fimmtiu prósentu álagi, en ekki hundrað, eins og nú er, því að nú fær maður fólk eiginlega ekki i vinnu nema helzt á nóttunni. Það er þetta, sem þarf að athuga. Og verkföllin, eins og þau tiðkast nú, þau eiga engan rétt á sér. Þetta eru ekki verkföll, það er bara hnefa- rétturinn sem þar ræður. Það er ekki nokkurt vit, að kannski sárafáar manneskjur fái að stöðva allt saman. Það var alveg rétt af stjórninni að banna flugmannaverkfallið, og Það hefði Hermann greyið átt að gera, þegar nokkrir kokkar stöðvuðu allan verzlunarflotann og það kostaði okkur tug- milljónir króna, en hann hafði bara ekki mann- skap í sér til þess. — Telurðu Þá að verkföll hafi aldrei átt rétt á sér? — Mikil ósköp, jú. Þau áttu fullan rétt á sér á meðan allt var eins og það var. Og Það má ekki kjaraskerða nokkurn mann. Og hver maður og stétt á að hafa rétt á að verja sín kjör, en það má bara ekki misnota þann rétt. Hnefarétt- urinn er ekki neinn réttur, og á meðan samtök beita honum ekki eru þau góð. En nú skýtur hann allsstaðar upp kollinum — í verkalýðsfé- lögunum og i Sambandinu, bókstaflega alls staðar. — Þér finnst kannski meir en nóg um pólitík- ina? — iPólitíkin — hún á bara að hverfa, bara að hverfa alveg. I hæsta lagi tveir flokkar, það gæti verið gott, því að þá reyndi hvor þeirra um sig að láta sem bezt af sér leiða til að halda völd- unum. En þetta, nei, það gengur ekki. Bezt væri að við værum öll samtaka sem einn maður, því að það getur engum liðið vel á kostnað annarra. E'n fyrst það er ekki hægt, þá verðum við að hafa einhverja reglu á þessu, og ef nokkrir menn geta sett ríkisstjórninni stólinn fyrir dyrnar, þá er eins gott að hafa enga ríkisstjórn. Og ein- staklingsframtakið má ekki hefta, það er það, sem hefur bjargað okkur og það má ekki hefta fyrir nokkurn mun. Eg man þá tið, þegar maður lifði við sult og seyru, og sízt af öllu vildi ég að slíkir tímar kæmu aftur yfir okkar þjóð. — Var erfitt á uppvaxtarárum þínum þar eystra? — Það var erfitt, sultur og seyra og þrældómur, og það skilur enginn nú. — Ekki sér það Þó á þér. — Nei, kannski ekki. Ég hef verið hraustur um dagana. Og ég hef unnið, verið bæði til sjós og lands. Og ég held, að ég hafi haft öllu betra upp úr sjónum en búskapnum. Já, ég held að ég hafi alltaf heldur grætt á að stunda sjóinn, nema kanski tvo vetur. Það hefur stundum verið erfitt að tviskipta sér þannig eða jafnvel þrískipta, og nú er maður farinn að þreytast. — Var útræði frá Hvalnesi? — Já, blessaður vertu. Þetta er mikil jörð. Og merkilegur staður, skal ég segja þér. Jarðfræði- lega er það merkilegasti staðurinn á landinu. Elzti hluti landsins, forngrýti og gabró. Heilt fjall af gabró og auk þess hefur fundist þarna ríkt koparhreiður. Já, og gull. Lika gull. Það hafa verið send sýnishorn til útlanda, og útlendingar eru steinhissa á að við skulum hafa efni á að eiga svona stað ónotaðan. En svona er það — og fyrst og fremst Þyrfti að gera þarna höfn, svo að hægt væri að nýta öll Þessi auðævi, og ég er búinn að missa alla von um að það verði um mína daga. En eitt þykir mér einkennilegt — Það kvað vera hérna á ferðinni stór hópur erlendra jarðfræð- inga, sem eru látnir ferðast um landið í rann- ■ sóknarerindum, en þá bregður svo kynlega við, að jarðfræðingarnir hérna láta Þá ekki koma þangað austur, leyfa þeim ekki að sjá Þann stað, sem er jarðfræðilega merkilegastur á landinu. Þessu skil ég bara ekkert í. — Kannski eru jarðfræðingarnir ekki stórum' betri en hagfræðingarnir ... Og nú færist fjör í Einar frá Halnesi. — Kannski ekki, segir hann og rær sér í sæt- inu. — Kannski eru Þeir líka að bíða eftir því að ég drepist; það verður varla langt þangað til úr þessu, og hver veit nema Þeir rannsaki allt sam- an þá ... Og Einar hallar sér aftur á bak í sessi. Nú er stóri hláturinn í aðsigi. — En þá geng ég bara aftur, lagsmaður ... Þá geng ég bara aftur og finn þá í fjörunni, hag- fræðingana og jarðfræðingana .... Einar á Hvalnesi hlær eins og hann einn getur hlegið. Hallar sér aftur á bak og hláturrokurnar minna mest á brimsvarra og sviptibylji, en þó er hláturinn um leið þrunginn dillandi lífsgleði og kæti ,svo að manni hitnar um hjartaræturnar. Og að síðustu lyftir hann upp þessum efldu hrömmum og blessar yfir allt og alla — að hag- fræðingum og jarðfræðingum og Hermanni greyinu ekki undanskildum ... ★ VIKAN 9

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.