Vikan - 15.09.1960, Page 11
Skemmtilegar nýjungar í
Skíðaskálarum
Skíðaskálinn í Hveradölum.
Hluti af einu herbergi Skíðaskálans, búið hinum nýju húsgögnum
frá Trésmiðjunni Meiði h.f.
„ . . . Ég vona að skiöamenu líti á
skála þennan sem sitt annað heimili
og Itomi hingað sem oftast, svo þeir
geti notið í sem fyllsta mæli endur-
næringar þeirrar, andlegrar og líkam-
legrar, sem fjallaloftið veitir. Opna ég
hér með Sldðaskálann. Heil! og ham-
ingja fylgi honum".
Svo mælti L. H. Miiller kaupmaður
í hófi, sem haldið var i Skíðaskálanum
í Hveradölum þ. 14. september 1935
í tilefni af vígslu hins nýreista skála,
sem um þessar mundir á því aldar-
fjórðungsafmæli. Miiller var einn
stofnandi Skíða.félags Heykjavíkur og
i nokkra áratugi formaður félagsins og
helzt.a driffjöður í starfsemi þess, m.
a. einn aðal hvatamaður að byggingu
Skíðaskálans.
Fyrir 25 árum voru gisti- og veit-
ingastaðir á heiðum uppi nær óþekkt
fyrirbrigði og þótti þvi tilkoma Skiða-
nýi skálinn snotur að gerð og laglegur
skálans gleðileg nýbreytni, enda þótti
útlits, en hann var keyptur tilsniðinn
úti í Noregi og settur saman hér á
mjög skömmum tíma. Skíðaskálinn
var upphaflega eingöngu ætlaður sem
félagsheimili og gististaður skiðafólks
yfir vetrartímann, en fljót.lega var
farið að reka þar veitingastað fyrir
ferðafólk að sumrinu t.il, og hefur sú
starfsemi farið mjög vaxandi hin síð-
ari ár með aukinni umferð um Hellis-
heiðina — allt árið um kring. Auk
þess hefur lengi þótt vinsæl tilbreytni
hjá bæjarbúum, sem umráð hafa yfir
bílum, að hrista af sér bæjarrykið og
skreppa upp í Skiðaskála á sunnudög-
um þegar gott er veður og fá sér
kaffisopa.
Við slógumst i hópinn einn góð-
viðrisdaginn í sumar og litum við í
Skiðaskálanum. Hittum við þar að
máli tvo unga menn, Öla J. Ólason
og Sverri Þorsteinsson, en þeir hafa
haft umsjón með rekstri skálans síð-
an 1. október í fyrrahausl.
— Hafið þið starfað lengi við hótel-
rekstur?
— Nei, þetta er nú fyrsta tilraunin.
— Hvað kom til að Þið fóruð út í
Þetta?
— Við höfum ferðast dálítið um
landið og komið á marga veitinga-
sluði, bæði ágæta ug miðui góða og
datt okkur þá allt i einu i hug að
gaman væri að spreyta sig á að reka
einn slikan. Ræddum við um marga
staði, en okkur datt ekki Skíðaskál-
inn í hug fyrr en í fyrrahaust, er
starfið hér* var auglýst laust til um-
sóknar. Sóttum við strax um og hlut-
um náð fyrir augum stjórnar Skíða-
félagsins og fengum skálann leigðan.
— Og allt gengið eins og í sögu?
— Ja, við vonum að gestirnir hafi
ekki haft ástæðu til að kvarta, við
höfum reynt að gera okkar bezta til
að veita ferðafólki og öðrum góðe
þjónustu. Hér er ýmislegt hægt að
gera til þes að auka aðsókn að staðn-
um, en við höfum litlu getað áorkað
enn sem komið er vegna féleysis, en
samt höfum við gert nokkrar úrbæt-
ur til þæginda fyrir gestina. l'des-
ember s.l. settum við upp gufubað-
stofu og sturtur í kjallara hússins,
en það hefur þótt anzi skemmtileg
nýbreytni á staðnum. Og nú fyrir
stuttu síðan réðumst við i það að
kaupa ný húsgögn í öll gistiherbergi
hússins. Húsgögnin eru öll af nýj-
ustu gerð, smíðuð í Trésmiðjunni
Meiði h.f., og gera herbergin mjög
vistleg og skemmt.ileg. Einnig höfum
við gengizt fyrir útreiðartúrum héð-
an frá skálanum og upi nágrennið,
einu sinni i viku, á fimmtudögum.
Framhald á bls. 25.
Hver fær sinn nestisböggul, svo er
stigið á bak og haidið upp á Hengil.
\V. GLÆSILEG VEIUÍLAVWKEPPM
hefst í næsta blaði Viknnnar
Verðlaun:
Húsgögn frá Húsgagnaverzluninni Skeifunni
að verðmæti kr. 15.000
Húsgögnin eru af nýrri gerð, sem er I þann veginn að
koma á markaðinn. — Keppnin verður í fimm næstu
blöðum. — Fylgist með frá byrjun.