Vikan - 15.09.1960, Blaðsíða 20
um stað, rétt upp við sýningarsviðið. Maturinn
hafði verið hinn ijúffengasti, vínið reyndist fyrsta
flokks, miðnætursýningin var að hefjast og ég
kunni svo prýðilega við mig að mér kom ekki
einu sinni til hugar að kvíða reikningsskilunum.
Ég var að skemmta mér; skemmta mér í Las
Vegas — loksins.
Hljómsveitin hóf leik sinn, tjöldin mjökuðust
hægt frá sviðinu, meyjarnar í raðdansinum digg-
uðu sér til og teygðu vinstri fótinn í áttina til
mín, en þegar hann reyndist helzt til skammur,
sneru Þær sér sem snarast hálfan hring, teygðu
hægri fótinn í áttina til mín, en hann reyndist
ekki ögninni lengri. Sú, sem einna helzt virtist
hafa þarna foryztuna, var með hörgult hár og
sá skankalengsti kvenmaður, sem ég hef nokkru
sinni augum litið. Girnilegasta stúlka, en ég reyndi
að telja sjálfum mér trú um, að ég væri hér í
embættisferð og hefði engan tíma til frávika;
hörgult hár breytti ekki neinu um það.
Þjónninn skenkti mér enn í glasið, ég hallaði
mér aftur á bak i stólnum, staðráðinn í að láta
fara vel um mig; ég gat með góðri samvizku notið
þess að virða dansmeyjarnar fyrir mér, bæði aft-
an og framap, bað heyrði til embættiserindum.
Og nú fór ég loks að skilja hvernig á því stóð,
að menn kunnu yfirleitt svo vel við sig í embætt-
isferðum, og hvers vegna það var svo venjulegt
að ýmisiegt óvenjulegt kæmi fyrir embættismenn
í ferðalögum.
Mér leið ljómandi vel, og þegar dansmeyjaröðin
diggaðist út af sviðinu, þótti mér, sem hún hefði
þar allt of skamma stund verið; þetta horfði allt
öðruvísi við, þegar maður var á embættisreisu. Og
svo ltom þulurinn að hljóðnemanum. „Herrar
minir og frúr,“ sagði hann. „Það er mér sérstök
ánægja að kynna ykkur sigurvegara spilafýsnar-
innar hérna í Höggormsauganu ... hæst launuðu
manneskjunni í Las Vegas, sem ætlar að líta í
náði sinni til ykkar i kvöld . . . Gabrielia .. .“
Sem snöggvast varð almyrkt á sviðinu. Síðan
var geisla beint að miðbiki þess og þar birtist
— Gabriella.
Hún var há vexti og grönn, hácið dökkjarpt
og náklippt, svipurinn dulur og óræður. Hún starði
út yfir saiinn, það var annarlegur þorsti i myrk-
um augunum, en um leið var eins og henni stæði
algerlega á sama um allt og alla.
Hörund hennar var hvítt sem mjöll. Brjóstin
fagurhvelfd og þrýstin, mittið tágrannt, mjaðm-
irnar mjúkar og ávalar, læri hennar og fótleggir
slík sjón, að sú með hörgula hárið varð að klunna-
legri háfætlu í minningunni.
Þarna stóð hún á að gizka eina mínútu í ljós-
geislanum, hreyfingarlaus og allsnakin og allt var
hljótt eins og í dauðs manns gröf. Svo slokknaði
geislinn jafn fyrirvaralaust og hann hafði tendr-
ast.
Karlmennirnir í áhorfendahópnum mótmæltu
þessu hátt og kröftulega, kvenfólkið reyndi eftir
megni að Þagga niður í þeim .hljómsveitin tók
aftur að leika, en enginn hlustaði á.
Ég sat þarna einn mins liðs í myrkrinu og von-
aði að einhver rafmagnsmaður væri þarna nær-
staddur, og að honum tækist að gera við ljós-
kastarann sem fyrst. Þá kviknaði aftur ljós á
sviðinu; Gabriella stóð þar enn — en alklædd.
Hún beið þangað til mótmælaþysinn hljóðnaði,
gekk síðan að hljóðnemanum og mælti djúpri,
hreimþýðri rödd: „Herrar mínir og frúr. Ég bið
yður að afsaka hve sýning mín stóð skamma
stund; hinsvegar geri ég ráð fyrir að þið séuð
20
mér yfirleitt sammála um það, að þið hafið séð
allt, sem þið vilduð helzt sjá ...“
Hún beið þess að klappið hætti, og’ enn var
eins og henni stæði svo gersamlega á sama um
allt og alla. „Jæja," mælti hún og það brá fyrir
glettnishreim í röddinni. „Nokkuð annað, sem
ég get gert fyrir ykkur?"
Lítill og sköllóttur náungi sem sat framarlega
í salnum, virtist hafa svarið á reiðum höndum,
en þagnaði skyndilega við Það, að eiginkona hans
rak heldur harkalega i hann olnbogann, beint í
hjartastað.
Gabriella lyfti brúnum lítið eitt. „Að sjálfsögðu
ætti ég ekki að brjóta gegn venjunni," sagði hún,
,,en í rauninni er ég listamaður inn við beinið,
og hef því gaman af að telja mér trú um að ég
hafi einhvern boðskap að flytja."
Kjóll hennar var ermalaus og hlíralaus og nú
brá hún hendinni að armkrikanum, dró niður
rennilásinn og kjóllinn féll hægt niður um hana;
hún þurfti ekki annars við en hreyfa mjaðmirnar
lítið eitt, þá skýldi hann henni ekki lengur. Undir
kjólnum bar hún þunnan, hvítan serk. „Kannski
þið viljið að ég syngi fyrir ykkur?" spurði hún.
Serkurinn fór sömu leið og kjóllinn; nú voru
brjóstahöldin og lendaskýlan það eina, sem hún
bar. „Þið virðist ekki kæra ykkur um að ég syngi,"
sagði hún og lézt vera móðguð. „Kannski þið viljið
sjá mig dansa ..."
Það var svo hljótt inni, að vel hefði mátt heyra
skrjáfið í fingrum hennar við brjóstahöldin, þegar
hún sneri baki við áheyrendum og krækti þeim
frá sér. „Ég kann ekki við þessa framkomu," sagði
hún. „Ég tala ekki meira við ykkur.“
Fimum fingrum losaði hún sig við brjóstahöldin,
varpaði þeim frá sér, smeygði lendaskýlunni niður
lærin. þeytti henni síðan fram af öðrum fæti og
út í sal, þar sem hún hafnaði á lfolli hins sköllótta.
Og að því búnu sneri hún sér enn að áhorfend-
um, hægt og rólega. „Ég geri ekki ráð fyrir að ég
hafi, þegar allt kemur til alls, neinn boðskap að
flytja," mælti hún dapurlega.
Um leið slokknuðu ljósin, en dynjandi lófaklapp
kvað við úti í salnum. Þegar ijósin kviknuðu á ný,
stóð kynnirinn við hljóðnemann og skýrði gestum
frá því, að næst kæmi frægur sjónvarpssprellu-
gosi fram á sviðið, og var svo að heyra sem hann
og þáttur hans væri talið aðalatriði skemmtun-
arinnar.
Vitanlega var náungi þessi stórfrægur, og vit-
anlega hafa sögurnar, sem hann sagði, verið
sprenghlægilegar — en ég heyrði þær ekki. Slíkar
sögur getur maður hvort eð er lesið í skrípa-
blöðum. En Gabriella ... Þar að auki átti ég við
hana embættiserindi.
En ég varð samt að láta mér lynda að sitja
þarna og bíða á meðan hann rausaði og skældi
sig, því að þjónunum var bannað að koma að
borðum gestanna á meðan á því stóð. Það var
ekki fyrr en eftir klukkustund, að mér tókst að
kalla einn þeirra til mín. „Ég þarf að tala við
Gabriellu," mælti ég formálalaust.
Þjónninn brosti eins og honum finndist óskin
eðlileg. „Því miður," svaraði hann, „er það óger-
legt. Hún talar aldrei við neinn gestanna."
„Hvað mundi það kosta að koma orðsendingu
til hennar?" spurði ég. „Ég vil greiða það sóma-
samlega ..."
Hann varð strax mun vingjarnlegri. „Fimm
dollarar væru rífleg ómakslaun, herra rninn," svar-
aði hann. „En ég veit ekki til að það hafi nokkurn-r
tíma komið fyrir að hún svaraði orðsendingu."
„Ég ætla samt að hætta á það," sagði ég, hrip-
aði nokkrar linur innan á flugumslag, braut það
saman, afhenti þjóninum það ásamt burðargjald-
inu ríflega útilátnu.
„Þakka yður fyrir, herra minn," sagði hann og
hneigði sig. „Ég skal sjá um að henni berist orð-
sendingin."
Þegar ég svipaðist um i salnum, sá ég að ég
sat þar eftir einn gesta, og að þjónarnir biðu þess
með óþreyju að ég hipjaði mig einnig á brott.
Ég reis því á fætur, gekk fram í spilasalinn, þar
sem fjöldi gesta var samankominn. Barþjónarnir
höfðu ærinn starfa; þó var annrikara hjá þeim,
sem sáu ,um spilahjólin. Hvarvetna kváðu við
hlátrar og hávær samtöl. Ég kveikti mér í vindl-
ingi. Tveir stórir og stæltir náungar, klæddir blá-
um einkennisbúningi og með skammbyssur í belti,
virtu mig fyrir sér, áhugalaust að því er ég gat
bezt séð. E'inhver klappaði mjúklega á öxl mér.
Ég leit við. Þarna stóð þjónninn, glápti á mig
og ætlaði ekki að koma upp neinu orði fyrir undr-
un. „Gabriella," hvíslaði hann. „Hún biður yður
að koma og tala við sig."
„Gott," svaraði ég, en lézt þó ekki neitt hissa.
„Þér vísið leiðina."
„Auðvitað, herra minn," sagði hann og hristi
höfuðið. „Ég hef aldrei vitað þetta gerast áður."
„Það er skriftin mín,“ varð mér að orði þegar
við gengum út úr spilasalnum og inn i þröngan
gang, þar sem gólfið var þakið þykkri ábreiðu.
„Það er öldungis ótrúlegt hvílík áhrif hún hefur
á strípalinga."
„Eitthvað hlýtur það að vera, herra minn,"
svaraði þjónninn að baki mér.
„Raunar aðeins á kvenstríplinga," bætti ég við.
Þjónninn nam staðar úti fyrir dyrum, drap
hnúum létt á hurðina.
„Kom inn," var svarað djúpri kvenmannsrödd
fyrir innan. Þjónninn hörfaði hæversklega um
skref til baka. Ég opnaði dyrnar, steig inn fyrir
þröskuldinn, lokaði hurðinni hljóðlega og varð
óneitanlega fyrir nokkrum vonbrigðum þegar ég
sá hana sitja alklædda fyrir framan spegilinn. Hún
sneri baki við mér, en veitti myndi minni í spegÞ
inum nána athygli á meðan hún lagfærði augna-
brúnir sínar eftir öllum listarinnar reglum.
„Eruð þér vinur Howards?" spurði hún loks. i/
„Við getum látið svo heita," svaraði ég.
„Ég hef frétt um morðið á Lindu," sagði hún.
Henni varð litið á orðsendinguna frá mér, sem
lá á snyrtiborðinu. „Þér segið að Howard eigi í
vandræðum. Hverskonar vandræðum?"
„Það hittist svo á, að Linda var náfrænka lög-
reglustjórans í borginni," svaraði ég. „Howard
hafði hitt hann að máli, og hreyft uppástungu,
sem lögregíústjórinn vildi ekki ljá eyru. Howard
kvaðst þá mundu gefa honum eitt aðvörunarmerki
— en heldur ekki nema eitt — og lögreglustjórinn
álítur það hafa verið aðvörunarmerkið, er Linda
frænka hans fannst myrt á dyraþrepinu við hús
hans."
Hún dró vindling upp úr pakka á borðinu. „Þar
fórst Howard heimskulega," sagði hún. „Það er
ólíkt honum." Hún kveikti sér í vindlingnum. „En
hverju mundi ég geta komið til leiðar?"
„Það er einmitt það, sem mig langar til að ræða
nánar við yður," svaraði ég. „Hvernig væri að
við skryppum eitthvað og fengjum okkur hress-
ingu?"
,,Því miður get ég ekki komið því við strax;
ég hef öðrum hnöppum að hneppa rétt í bili. En
seinna í nótt — um hálfþrjúleytið?"
„Allt í lagi," svaraði ég. „Hér sefur enginn að
JTIKAN