Vikan


Vikan - 15.09.1960, Page 34

Vikan - 15.09.1960, Page 34
Draumar Framhald af bls. 24. þessar niður, en það verður ekki þér að skuðlausu. Kæri Draumráðandi. Mig dreymdi að vinstúlka min væri búin að eignast ljósbláa, nýlega Mercedezbifreið og væri að aka mér til Háskólans, þar sem ég er nemendi. Ég sat í aftursætinu, mér i'annst hún furðu stíf og mikil með sig og við töluð- um lítið saman. Á Tjarnargötunni, nálægt Hringbrautinni, hleypti hún ,mér út og beygði til vinstri inn á veg, sem þar er þó í raun- inni ekki. Ég horfði á eftir henni og sá hana komna í vegJeysu, skoppast léttilega yfir læki og steina en í baksýn var skógur. Ég brosti góðJátleg'a (og e. t. v. dálítið liáðslega). Hún brosti á móti og stöðvaði bilinn. Draumurinn cndaði þar, sem ég gekk í áttina til hennar til þess að lijálpa lienni. Sig. Stefánsson. Svar til Si(/. Stefánssonar. Draumurinn táknar að vinkona þín sé að leggja út í verkefni, sem hún hefur alls ekki vald á. Ráðleggingar þinar gælu komið að góðu haldi, ef þeim væri sinnt. Kæri Drauinráðningamaður. Mig dreymdi að ég lægi uppi i rúmi og mér fannst yngri dóttir mín (li ára) koma til min ferðbúin, með stúdentshúfu og snúa að mér liún dálítið stif með sig, sem mér fannst mér hún dálítið stíf með sig, sem mérfannst nokkuð uhdarlegt, þvi hún sýnir mér alltaf blíðu er við kveðjumst. Nói Njálsson. Svar til Nóa Njálssonar. Merking draumsins er sú að þú munir finna til einmanakenndar á næstunni. Kæri draumaráðandi. Mig dreymdi í fyrrinótt mjög undariegan draum. Mér fannst að ég væri sofandi. Skyndi- lega vaknaði ég um miðnætti við hávaða úti fyrir glugganum lijá mér. Ég leit út og sá þá slökkviliðsbíl og lögreglubíl standa við iiinn endann á húsinu (ég bý i blokk) og var stiginn á slökkviliðsbílnum réistur upp að einum glugganum. Fólk hafði safnazt saman jiarna. Brutu slökkviliðsmennirnir gluggann og fóru inn. í þessari íbúð býr kona sem er óopin- berlega skilin og var liún ein lieima. Slökkvi- liðsmennirnir fóru inn um gluggann og komu aftur eftir skamma stuud og sögðu að konan væri dáin. Hún hafði ekki sézt i nokkra daga og var það þess vegna sem að brotist var inn til hennar. Síðan héldu allir burtu, cn skildu líkið eftir. Var sagt að hún hefði verið myrt. Fannst mér mikill hópur óeinkennis- klæddra manna fara af stað að leita morðingj- ans, með Jjós i hendi, því það var dimmt. Þegar allir voru farnir og ég var einn eftir, kom þar gömul kona, og ljót, gangandi. Ilafði ég aldrei séð hana áður. Var ég þess fullviss að hún mundi vera morðinginn. Hún fór nið- ur í kjallara í húsi hinnar látnu. Þaðan er liægt að komást upp í íbúðina. Þegar konan var að hverfa inn um dyrnar, aró ég upp einhverja byssu og ætlaði að skjóta morðingj- ann. En einhverra hlúta vegna var svo lítill kraftur á kúlunni að hún fór i hurðina og datt niður eins og steinn. Þá skellti kerlingin hurðinni aftur og í lás. í þessu vaknaði ég, svo að ég veit ekki meira. Nú bið ég þig, kæri draumamaður, að segja mér hvort þessi draumur sé fyrir nokkru. Vonast ég eftir svari bráðlega i Vikunni. Fyrirfram kærar þakkir. Busi. Svar til Rusa. Draumurinn er viðvörun til þín um að umgangast ekki vafasamt fólk, sem dregur þig niður og hefur slæm áhrif á þig. Til draumaráðandans. Mig dreymdi draum l'yrir nokkru, sem ég get alls ekki gleymt. Mér fannst ég vera að biða eftir vini minum og þegar hann kcmur stökk ég út, ofsa kát, en þá finnst mér ég allt i einu ekki vilja fara. (Það var kvöld). Þarna voru glaðlegar raddir og sem sagt, fleiri krakkar. Ég bað vin minn að tala aðeins við mig og ætla að útskýra það fyrir honum að ég vilji ekki fara, en kom ekki orðum að því. Þá fannst mér hann segja óþolinmóður: „Ég er jiá ekki neitt áð dekra þig, Ivata m>n,“ og hann sncri sér við til krakkanna, en tg heim að húsinu, dálítið leið, en kalla til hans: „Mundu að þú átt alltaf að vera þar, sem þér finnst skemmtilegast,“ og labhaði siðan inn í húsið. Ég tek jiað frain að ég kannaðist ekkert við þetta hús og það var dimmt kvöld, en götuljós. Beztu fyrirfram þakkir. Katrín, Svar til Katrínar. Draumurinn merkir að þú munt ekki þurfa að hafa áhgggjur af vini þínum þvi hann mun skila sér aftur á réttan stað eins og þú óskaðir að væri. Hr. Draumráðningamaður. Mig langar til jiess að fá ráðningu á draumi. Mig dreymdi að ég hefði verið i leikfimi og væri kominn heim og ætlaði í sturtu og hélt á fötunum í hendinni og inn á milli þeirra var spegill (innrammaður), sem ég ætlaði að skoða liárið í, hvort það hefði farið úr skorð- um. Svo missi ég spegilinn og hann brotnar. Það komu 4—5 sprungur í hann um það bil í miðjunni, en ég tek liann upp og liorfi á mig í honum og hugsa, serii svo að ég geti vel notað hann og þurfi ekkert að segja mömmu. Með kærri þökk. Ein þráandi. Svar til Einnar þráandi. Merking draumsins er sú að sá, sem þú crt hrifin af, mnn valda þér vonbrigðum með því að rjúfa trgggðarbönd gkkar. Til draumráðanda Vikunnar. Mig dreymdi að ég stóð við sundlaug og stórt hús var í baksýn og öll systkyni mín voru í lauginni, en ég var ekki í henni. Svo þótti mér líða einhver tími þangað til jiau fóru upp úr lauginni og þá fannst mér mamma og pabbi (sein bæði eru látin) vera hjá mér, ásamt manni. Ég stóð öðru megin, en pabbi og mamma hinu megin. Við systkinin nálægt hvort öðru, en tvö svolítið frá, eins og i móðu. Mér þótti pabbi og mamma ætla að kaupa stór- býli af manninum fyrir okkur öll systkinin og hann sagðist vera ánægður með 100.000 fyrir býlið, en jiá sagði pabbi að hann skyldi kaupa það á 200.000. En rétt á eftir sagði mamma að við skyldum kaupa það á 300.000. Þá leit maðurinn til mín og sagðist vera ánægð- ur með það. Vaknaði ég effir að mig var búið að dreyma þetta, sofnaði aftur og þá dreymdi mig að systir mín var að búa sig undir að flytja í húsið. Kristján. Svar til Kristjáns. Draumurinn táknar stutt en ákaflega ástriðuþrungið ástarævintgri sgstur þinnar. sem þér fannst vera að undirbúa sig til að flgtja inn. Draumráðandi Vikunnar. Mig dreymdi að ég ætlaði að fara i bað og í fylgd með mér var vinkona mín. Ég var í ljósri kápu. Þegar ég kem að húsinu tek ég el'tir jivi að blóðdroþar eru báðuin megin á barmi kápunnar og cinnig við fætur inér. Ég lineppi kápunni frá inér til að hylja barm- ana, siðan geng ég inn. Verður þá fyrir mér fólk sem ég lief unnið með. Þá opnast mér dyr, finnst mér ég sjá niður i vélarúm á skipi. Ég geng niður stiga og ætla að komast niður í kjallara, en við tekur annar stigi, svo ég verð að snúa til baka. Kemur þá einn af vinnufélögum mínum og ætlar að vísa mér leið niður í kjallarann þangað, sem ég ætlaði í baðið. Leiðin var ekki greiðfær. Það var svo þröngt að ég gat varla snúið mér við, þegar ég kem að kjallaraopinu en enginn stigi niður, aðeins bitar á stöku stað utan x veggn- um. Mér gengur illa að komast niður. Ég var ekki komin niður þegar ég vaknaði og varð þess vegna af baðinu. Geturðu ekki svarað mér fljótt? Draumadis Svar til Draumudísur. Draumur þessi er viðvörun til þin um að vissir aðilar vilja hindra velgengni þina. Varaðu þig því á öllum óviðfeldnum kunn- ingjum. Þú munt komast i gegn um alla þessa erfiðleika. Erfiðir dagar framundan Framhald af bls. 10 — Það hefur gengið vel að fá menn Iausa úr vinnu til fararinnar. — Já, það má segja, að svo hafi verið. Nokkuð margir eru sjálfs sín húsbændur, en atvinnurekendur sýndu yfirleitt mikinn skilning á þessu máli. Surns staðar veldur þetta þó erfiðleikum, þar sem söngförin stendur yfir hátt í tvo mánuði. — Þið syngið eitthvað á ensku fyrir Ameríkanann, er ekki svo? — Jú, þeir báðu um það og við höfum æft nokkur lög með enskum texta. Annars cr meiri partur söngskrárinnar á íslenzku, en auk þess syngjum við á latínu, þýzku og norsku. 34 VIKAM

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.