Vikan - 15.09.1960, Blaðsíða 35
óiiaJi, ú mi£á
(Jnat
Kæra Aldís.
Fyrir nokkru síöan kynntist ég manni. Hann
virtist hrifinn af mér, en þegar ég var orðin
virkilega ástfangin af honum, dró hann sig i
hlé, sagðist ekki hafa áhuga á hjónabandi o. s.
frv. Seinna hringdi hann svo til mín og bauð
mér út. Ég hef oft farið út með honum, þvi að
mér þykir alltaf vænt um hann. Ætti ég að
hafa orð á þvi við hann að mér finnist það
eiginlega tilgangslaust að vera að fara út með
honum þar sem hann meinar þetta ekki alvar-
lega, eða á ég bara að þegja og vona að í þetta
sinn verði alvara úr þessu? Ég veit að hann
er ekki með neinni annarri stúlku. Greta.
Svar: Þú skalt ekki hafna vináttu hans,
njóttu hennar, en á þann hátt sem hann ætl-
ast til, annars áttu á hættu að kunningsskap-
ur ykkar fari alveg út um þúfur. Það er aug-
ljóst að hann hefur áhuga á þér, en er samt
ekki áfjáður í að binda sig strax. Margir
menn eru þannig gerðir, en oftast kemur að
því að þeir breyta um skoðun. Ef hann vill
1 hafa sambandið óstöðugt, þá það, og þú skalt
líka fara út með öðrum karlmönnum. Senni-
legast þykir mér þó að hann sé kominn til
þín endanlega, bara án þess að gera sér grein
fyrir því. Ef svo er verður hann að fá tíma
til að gera það upp við sig án allrar íhlut-
unar af þinni hálfu.
Keðjur. Aldís.
Kæra Aldís.
Fyrir nokkrum mánuðum síðan uppgötvaði
ég að maðurinn minn hafði samband við aðra
konu. Hann hafði um alllangt skeið haft náið
samband við hana, sem hann segir að nú sé
lokið. Við töluðum út um málið og sættumst síð-
an. Ég get ekki að því gert Aldís, en ég er ennþá
mjög tortryggin. Heldur þú að það sé nokkur
möguleiki á því að fylgjast með eða kontrolera
bréf til hans og frá, t. d. gegnum pósthúsið, eða
getur síminn fylgzt með því fyrir mig hvorl
hún liringir hann upp?
Með fyrirfram þökk. J. J.
Svar: Það er algjörlega útilokað að unnt
sé að fá svona aðstoð. Hvernig getur þú
ímyndað þér að þið getið aftur orðið ham-
ingjusöm saman ef þú þannig svífst einskis
og reynir á þennan' auðvirðilega hátt að
njósna urn manninn þinn. Það cr auðheyrt
á þér að þú trúir honum ekki þegar hann
segist ekki lengur hafa samband við hina
konuna, en ef þú getur ekki treyst honum,
er vonlaust fyrir þig eða ykkur að reyna að
byggja upp hjónabandið aftur.
Beztu kveðjur. Aldís.
Aldís mín.
í fjögur ár lief ég verið með manni sem ég
er mjög ástfangin af. Ég er um þrítugt. Við liitt-
umst alltaf einu sinni i viku og hann er sá
einasti eini fyrir mig, en hann hefur aldrei
minnst á giftingu við mig. Hann er fjörutíu ára.
Finnst jiér ég vera að eyða lima mínum og beztu
árum til einskis?
Vinsamlegast. Óánægð.
Svar: Ég er anzi hrædd um að svó sé. Það
lítur helzt út fyrir að hann taki þig sem
einhvern sjálfsagðan hlut, nema því aðeins
að hann líti á þig sem vin og félaga og hafi
ekki látið sér detta hjónaband í hug í sam-
bandi við ykkur. Það eina sem ég get ráðlagt
þér er að vera ekki alltaf jafn tilkippileg
þegar hann hóar í þig, kannske að hann upp-
götvi að þú sért honum einhvers virði, ef
hann sér þig ekki uiti tíma. Vonandi að svo
fari, þó að því sé alls ekki að treysta.
SAMKOMUHÚS
Gnangrið Cetur
GEG/V HITA
OG KULDA
+20°
~20'
Þér fáið einangrunarkostnaðinn endurgreiddan á fáum ár-
um í spöruðu eldsneyti. Það borgar sig bæði fyrir yður
sjálfa og þjóðfélagið í heild að spara eldsnejd.i svo sem unnt
er, og þar að auki er hlýtt hús (vel einangrað) mun nota-
iegri vistarvera en hálfkalt (illa einangrað).
STEMULL H.F.
Lækjargötu . HafnarfirÖi . Sími 50975.
V IK A N
35