Fréttablaðið - 30.11.2009, Blaðsíða 4

Fréttablaðið - 30.11.2009, Blaðsíða 4
4 30. nóvember 2009 MÁNUDAGUR VIÐSKIPTI Hertar reglur taka gildi um upplýsingagjöf útgefenda skuldabréfa í Kauphöllinni um mánaðamótin. Þær kveða á um að fyrirtæki sem gefa út skuldabréf þurfa að birta á markaðnum end- urskoðaðan ársreikning sem og hálfsársuppgjör. Hið opinbera og sveitarfélög þurfa aðeins að birta ársuppgjör. Brjóti fyrirtæki reglurnar getur Kauphöllin beitt ýmsum úrræðum, svo sem opinberri áminningu og févíti. Skuldabréfaútgefendur hafa í töluverðum mæli frestað birt- ingu uppgjöra sinna á þessu ári og hafa talsverðar sektir fallið á þau. Opinber áminning Kaup- hallarinnar getur haft talsverð áhrif enda hætt við að fjárfest- ar og aðrir sem kaupa skuldabréf þeirra fyrirtækja sem fá slíkan skell snúi við þeim baki. - jab Kauphöllin herðir reglurnar: Hluti af gagn- sæi á markaði ÚR KAUPHÖLLINNI Fyrirtæki verða eftirleiðis að hlíta hertum reglum um skuldabréfaviðskipti. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI IÐNAÐUR Umhverfis- og skipulags- nefnd Snæfellsbæjar hefur sam- þykkt teikningar að sjö þúsund fer- metra vatnsátöppunarverksmiðju Iceland Glacier Products á Rifi á Snæfellsnesi. Fyrirtækið, sem er í eigu hollenska athafnamanns- ins Otto Spork, framleiðir átapp- að vatn á flöskum undir merkjum Iceland Glacier Water. Fyrirhugað var að byggingin yrði tíu þúsund fermetrar að flat- armáli og barst byggingarefni í hana til Rifs fyrir um tveimur árum. Hún stóðst ekki innlendar reglugerðir og lá byggingarefnið á hafnarbakkanum í ár. Forsvars- menn fyrirtækisins breyttu því byggingunni. Stefnt er á að fram- kvæmdir við byggingu vatnsverk- smiðjunnar hefjist í næsta mánuði og hefur tilboðum í hana verið skil- að. Reiknað er með að framleiðsla verði komin á skrið árið 2011. Áætlað er að á bilinu þrjátíu til fjörutíu manns muni vinna við framleiðsluna. Þeir bæjarbúar sem Fréttablaðið hefur rætt við eru vongóðir um að verkið hefj- ist sem fyrst. Ekki hefur náðst í Spork í tengslum við vinnslu fréttarinnar. Rúmt ár er síðan Snæfells- bær tengdi vatnslögn fyrir Ice- land Glacier Products á lindar- svæði Snæfellsbæjar í Fossárdal og hefur þar einn starfsmaður á vegum fyrirtækisins tappað því á blöðrugáma í bráðabirgðahús- næði. Gámarnir eru fluttir suður til Reykjavíkur. Vífilfell sá um átöppun á nokkrar flöskur fyrir fyrirtækið, sem notaðar voru í kynningarskyni í fyrravor. Ekki liggur fyrir hvort vatnið er flutt út í flöskum eða blöðrugámum eða hvoru tveggja. jonab@frettabladid.is KOMIÐ MEÐ BYGGINGAREFNI Efni í byggingu vatnsverksmiðju Iceland Glacier Prod- ucts á Rifi á Snæfellsnesi hefur legið við hafnarbakkann í tæpt ár. MYND/SNÆFELLSBÆR Framkvæmdir hefjast við vatnsverksmiðjuna á Rifi Stefnt er að því að hefja byggingu á sjö þúsund fermetra vatnsverksmiðju á Snæfellsnesi í næsta mánuði. Forsvarsmaður fyrirtækisins liggur undir grun um fjársvik í Kanada. Margt er á huldu um fyrirtækið. ■ Litlar upplýsingar er að fá um rekstur og fram- leiðslu vatnsfyrirtækisins. Á netsíðu þess kemur fram að fyrirtækið framleiði átappað vatn á flösk- um en meira magn í svokölluðum blöðru gám- um. Þá kemur fram að fyrirtækið geti flutt vatn með skipum til þeirra heimssvæða þar sem vatn skorti. Ekki hafa fengist nánari upplýsingar um framleiðsluna þrátt fyrir ítarlegar tilraunir. ■ Otto Spork, forsvarsmaður Iceland Glacier Products, er skráður til heimilis í Mosfellsbæ en fyrirtæki hans er með skrifstofu í Kópavogi. Ekki hefur náðst í hann þrátt fyrir margítrekaðar til- raunir í vikunni. Þó var svarað í síma hans á mið- vikudag. Spork var sagður upptekinn og fengust ekki upplýsingar um hvenær mætti hringja aftur. Það hefur þó verið reynt síðustu daga. Símtalinu er ætíð slitið og slökkt á símanum í nokkra stund eftir það. ■ Frönskumælandi maður sem ekki gat tjáð sig á öðru tungumáli svaraði á skrifstofu fyrirtækisins í Kópavogi á miðvikudag. Hann vildi ekki tjá sig um reksturinn en sagði fjölmiðlatengil koma til starfa eftir klukkan sex. Enginn svaraði í síma þegar hringt var um það leyti. Einn starfar á vegum fyrirtækisins á Rifi. Hann hefur umsjón með byggingu verksmiðjunnar og gat ekki sagt til um hvert vatnið væri flutt sem tappað væri á blöðrugáma þar. ■ Otto Spork rak um nokkurra ára skeið eignastýr- ingarfyrirtækið Sextant Capital Management í Kanada. Það starfrækti nokkra vogunarsjóði sem teygja anga sína víða, svo sem til Cayman-eyja, Bresku jómfrúreyja og Lúxemborgar. Eitt fyrir- tækjanna fjárfesti í íslenskum fyrirtækjum sem hafa vatnsréttindi hér. Annað þeirra er Iceland Glacier Products en hitt hefur skoðað byggingu vatnsverksmiðju í Vestmannaeyjum. ■ Spork hefur síðastliðna mánuði legið undir grun um hugsanleg fjársvik, brot á lögum um fjárfest- ingarsjóði, rangar upplýsingar um stöðu og eignir og brot á bókhaldslögum í Kanada. ■ Kanadíska verðbréfaeftirlitið í Ontario úrskurðaði í fyrra að fyrirtæki Sporks skyldu sett í greiðslu- stöðvun og eru þau nú í gjaldþrotameðferð. Í úrskurði dómstóls í Ontario fyrir rúmri viku kemur fram að endurskoðunarfyrirtækið Pric- ewaterhouseCoopers sé tilsjónarmaður með eignum fyrirtækisins í Kanada en fyrirtækið Krys & Associates með eignum sem skráðar eru á Cayman-eyjum. Íslenska fyrirtækið mun vera sjálfstæð eining. Kenneth Krys, einn eigenda fyrirtækisins, sagði í tölvuskeyti til Fréttablaðsins í gær málið í rannsókn og væru gögn um fram- gang þess í vörslu fjármálayfirvalda þar. MARGT ER Á HULDU UM FYRIRTÆKIÐ VEÐURSPÁ Alicante Basel Berlín Billund Eindhoven Frankfurt Friedrichshafen Gautaborg Kaupmannahöfn Las Palmas London Mallorca New York Orlando Ósló París San Francisco Stokkhólmur HEIMURINN Vindhraði er í m/s. Hitastig eru í °C. Gildistími korta er um hádegi. 15° 11° 7° 9° 9° 6° 5° 8° 8° 22° 7° 15° 13° 25° 2° 9° 17° 8° Á MORGUN 8-15 m/s. Hvassast vestan til. MIÐVIKUDAGUR 6-18 m/s . Hvassast vestan til. 0 -3 -3 -4 -5 -1 -2 2 1 4 -6 8 14 15 11 8 9 8 12 9 9 9 -2 -4 -6 -2 -1 1 -2 0 1 4 HVASST Horfur eru á nokkuð stífum vindi næstu daga, einkum norðvestan til. Áfram má búast við snjókomu víða um land, einkum norðan til en úrkoman verður slyddukenndari allra syðst. Á þriðjudaginn hlýnar lítillega í veðri en áfram verður frost norðanlands. Soffía Sveinsdóttir veður- fréttamaður BANDARÍKIN, AP Kylfingurinn Tiger Woods segir bíl- slysið sem hann lenti í á föstudag hafa verið honum sjálfum að kenna. Hann frestaði því í þriðja sinn í gær að ræða um atvikið við lögreglu. Woods sagði í tilkynningu á heimasíðu sinni að slysið sé orðið vandræðalegt fyrir hann og fjölskyldu hans. Miklar vangaveltur hafa verið uppi í fjölmiðlum um hvað olli því að Woods klessti bíl sínum á bruna- hana og tré í nágrenni við heimili sitt. Meðal ann- ars hefur því verið haldið fram að Woods hafi verið á flótta undan konu sinni eftir heiftarlegt rifrildi. Fjöl- miðlar höfðu greint frá því að Woods hefði átt í ást- arsambandi við aðra konu, en bæði kylfingurinn og konan umrædda neita því. Jafnframt segir Woods í yfirlýsingunni að kona hans hafi brugðist við á hetjulegan hátt og bjargað honum út úr bílnum eftir slysið. Hún greindi lögreglu frá því að hún hafi þurft að nota golfkylfu til þess að brjóta afturrúðu bílsins og ná manni sínum út. Að öðru leyti segist Woods ekki ætla að tjá sig um málið. Hann segist þó skilja að fólk vilji vita hvað átti sér stað. - þeb Kylfingurinn Tiger Woods hefur frestað því að ræða við lögregluna í þrígang: Ætlar ekki að segja frá slysinu TIGER OG ELIN WOODS Kylfingurinn heimsfrægi ætlar ekki að tjá sig um hvað varð til þess að hann klessti bíl sínum á bruna- hana og tré við heimili sitt á föstudaginn. FRÉTTABLAÐIÐ/AP RÚSSLAND, AP 25 létust og 26 er enn saknað eftir mannskætt lestar- slys sem varð í Rússlandi seint á föstudagskvöld. Minningarathafn- ir voru haldnar víða í gær. Rússnesk stjórnvöld segja að um hryðjuverk hafi verið að ræða. Það hefur enn ekki verið staðfest. Lestin var á leið frá Moskvu til Sankti Pétursborgar þegar þrír síðustu vagnarnir fóru út af spor- inu. Því hefur verið haldið fram að sprengju hafi verið komið fyrir undir lestinni. Að sögn heilbrigðisráðherra landsins eru 85 manns enn á spít- ala, þar af 21 í mjög alvarlegu ástandi. - þeb Grunur um hryðjuverk: Minnst 25 látn- ir eftir lestarslys Vinnubúðir brunnu Vinnubúðir við álver Norðuráls á Grundartanga gereyðilögðust í eldi í gær. Þrjár gámaeiningar fyrirtækisins brunnu allar og allt sem í þeim var; verkfæri og skrifstofuaðstaða. Enginn slasaðist í brunanum og greiðlega gekk að slökkva eldinn. ELDSVOÐI GENGIÐ 27.11.2009 GJALDMIÐLAR KAUP SALA HEIMILD: Seðlabanki Íslands 236,3851 GENGISVÍSITALA KRÓNUNNAR 123,21 123,79 202,36 203,34 183,77 184,79 24,688 24,832 21,621 21,749 17,578 17,680 1,4226 1,4310 197,58 198,76 Bandaríkjadalur Sterlingspund Evra Dönsk króna Norsk króna Sænsk króna Japanskt jen SDR Ekta Egils Malt og Appelsín blandað að hætti íslenskra heimila

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.