Fréttablaðið - 30.11.2009, Blaðsíða 16
16 30. nóvember 2009 MÁNUDAGUR
greinar@frettabladid.is
FRÁ DEGI TIL DAGS
FRÉTTABLAÐIÐ Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík SÍMI: 512 5000, ritstjorn@frettabladid.is FRÉTTASTJÓRAR: Arndís Þorgeirsdóttir arndis@frettabladid.is, Kristján Hjálmarsson, kristjan@frettabladid.is Trausti Hafliðason trausti@frettabladid.is og Höskuldur Daði Magnússon (dægurmál) hdm@frettabladid.is
MENNING: Páll Baldvin Baldvinsson fulltrúi ritstjóra pbb@frettabladid.is HELGAREFNI: Anna Margrét Björnsson amb@frettabladid.is og Sigríður Björg Tómasdóttir sigridur@frettabladid.is ALLT OG SÉRBLÖÐ: Roald Eyvindsson roald@frettabladid.is og Sólveig Gísladóttir solveig@frettabladid.is
ÍÞRÓTTIR: Henry Birgir Gunnarsson henry@frettabladid.is LJÓSMYNDIR: Pjetur Sigurðsson pjetur@frettabladid.is FRAMLEIÐSLUSTJÓRI: Kolbrún Ingibergsdóttir kolbrun@frettabladid.is
ÚTGÁFUFÉLAG: 365 miðlar ehf. STJÓRNARFORMAÐUR: Ingibjörg S. Pálmadóttir FORSTJÓRI OG ÚTGÁFUSTJÓRI: Ari Edwald
RITSTJÓRI: Jón Kaldal jk@frettabladid.is AÐSTOÐARRITSTJÓRI: Steinunn Stefánsdóttir steinunn@frettabladid.is
Fréttablaðið kemur út í 90.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt
að fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu
formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Issn 1670-3871
Ríkisstjórnin hefur lagt fram tillögur sínar að réttlátara
tekjuskattskerfi. Meginmark-
mið þess er að tryggja réttláta
dreifingu skattbyrðanna sem
og að færa til baka þær byrðar
sem ríkisstjórnir undanfarinna
áratuga hafa velt af þeim tekju-
hæstu yfir á þá tekjulægstu.
Skattbyrði af tekjuskatti sem
hlutfall af heildartekjum óx úr
17% árið 1993 í 22% árið 2007
eða um 5 prósentustig. Þessi
aukning varð þrátt fyrir að skatt-
hlutföll hafi verið lækkuð og
sérstakur hátekjuskattur verið
lagður af. Auk þess að hækka
færðist skattbyrðin af þeim
tekjuhærri yfir á þá tekjulægri.
Á fyrrgreindu árabili hækkaði
skattbyrði tekjulægsta fjórðungs
hjóna um meira en 10% en innan
við 2% hjá tekjuhæsta fjórðungn-
um og lækkaði reyndar um 10%
hjá tekjuhæsta hópnum.
Lág skattlagning fjármagns-
tekna er, ásamt lítilli hækkun
persónuafsláttar, meginorsök
þessarar þróunar. Hlutdeild
þeirra í tekjum einstaklinga
hefur vaxið stöðugt, frá innan
við 5% heildartekna fyrir árið
2000 í nærri 20% síðustu árin.
Ástæðan er aukning peninga-
legra eigna og samþjöppun
þeirra á fáar hendur.
Megin breytingin í hinu nýja
tekjuskattskerfi er að tekin er
upp álagning með stighækk-
andi skatthlutföllum. Þannig er
lagður grunnur að sveiganlegri
skattlagningu þar sem unnt er
að stýra dreifingu skattlagning-
ar betur en áður var og ná fram
stígandi skattlagninu eftir því
sem sanngjarnt þykir. Með eins
þreps kerfi eins og verið hefur
er í reynd nær eingöngu hægt að
stýra dreifingu skattbyrði milli
lágra tekna og miðlungstekna.
Mismunur á skattbyrði miðlungs-
tekna og hárra tekna verður hins
vegar óverulegur og ekki hægt
að hafa veruleg áhrif þar á.
Í hinu nýja kerfi eru þrjú
þrep. Hið lægsta þeirra er fyrir
tekjur undir 200.000 kr. á mán-
uði. Næsta þrep tekur til tekna
frá því marki og að 650.000 kr.
á mánuði sem er verulega yfir
meðaltekjum og þriðja þrepið
nær til tekna yfir því marki.
Að þessu sinni reyndist ekki
unnt að lækka skatthlutfall
fyrsta skattþrepsins eins og
æskilegt hefði verið, en engu að
síður mun hækkun skattleysis-
marka leiða til lækkunar tekju-
skatts hjá einstaklingum með
mánaðartekjur undir 270.000
kr. Skatthlutfall á lægstu tekjur
verður óbreytt á meðan skatt-
hlutfall á aðrar tekjur hækkar til
að koma á móts við aukna tekju-
þörf ríkissjóðs. Nýja kerfið er
sveigjanlegt og standa vonir til
að þegar betur árar verði unnt
að ganga lengra í þessum efnum
og lækka skatthlutfall á lægstu
tekjur.
Á skattlagningu fjármagns-
tekna einstaklinga verður gerð
sú breyting að skatthlutfallið er
hækkað í 18%. Fyrstu 100.000 kr.
verða þó undanþegnar skattin-
um. Þannig mun fólk sem fyrst
og fremst hefur lágar vaxtatekj-
ur af launa- og sparireikningum
o.s.frv. ekki borga skatt af þeim
og meðal fjármagnstekjuskatt-
ur flestra verða til muna lægri
en 18%.
Á undanförnum árum auðgað-
ist tiltölulega fámennur hópur
fólks mikið á útþenslu fjármála-
kerfisins sem hrundi síðan með
alvarlegum afleiðingum fyrir
almenning. Af þessum ástæð-
um þykir nú sanngjarnt að taka
upp auðlegðarskatt og nýta tekj-
ur af honum til að verja barna-
bótakerfið og hækka vaxtabætur.
Auðlegðarskatturinn verður með
mjög háu fríeignamarki eða 90
m.kr. fyrir einstaklinga og 120
m.kr. fyrir hjón og sambúðar-
fólk. Hann mun fyrst og fremst
leggjast á tekjuberandi peninga-
legar eignir þannig að almenn-
ar eignir fólks svo sem íbúðar-
húsnæði, bílar o.þ.h. verða neðan
skattleysismarkanna. Samkvæmt
skattframtölum 2009 áttu um
1.400 hjón hreina eign sem nam
samtals 408 ma.kr. eða að með-
altali um 290 m.kr. á hjón. Þessi
2,2% hjóna áttu um fjórðung
hreinna eigna.
Á þeim miklu erfiðleikatímum
sem nú standa yfir er mikilvægt
að hlúa að meginstoðum velferð-
arkerfisins. Tryggja þarf grunn-
þjónustu heilbrigðiskerfisins,
viðhalda öryggisneti félagskerf-
isins og tryggja að skólarnir geti
veitt börnum og unglingum þá
menntun sem þeim og þjóðinni
er nauðsyn á. Þrátt fyrir stíft
aðhald í ríkisrekstri var hækkun
skatta óumflýjanleg. Skattheimta
verður þó minni en mörg undan-
farin ár var og það sem mestu
skiptir er að með nýja skattkerf-
inu verður þó tryggt að þessar
auknu byrðar leggist ekki á þá
sem höllustum fæti standa.
Höfundur er fjármálaráðherra.
STEINGRÍMUR J. SIGFÚSSON
UMRÆÐAN | Skattamál
Miðbæjarrotturnar
Sjómenn eru ekki ánægðir með
fyrirhugað afnám sjómannaafsláttar
og þarf það í sjálfu sér ekki að koma
neinum á óvart; fæstir eru ánægðir
þegar kjör þeirra eru skert. Sævar
Gunnarsson, formaður Sjómanna-
sambands Íslands, lét ráðamenn líka
heyra það í fréttum Ríkisútvarpsins á
föstudag. Hann hótaði slag ætti
að standa við þetta og gaf
ekki mikið fyrir að einhverj-
um þingmönnum í Reykjavík
101 hafi dottið þetta í hug
eina nóttina. Þar er hann
líklega að vísa í lattéþambandi
miðbæjarrotturnar Jón Bjarna-
son sjávarútvegsráðherra
og Steingrím J. Sigfússon
fjármálaráðherra.
Langt seilst
Forleggjarar eru vitaskuld duglegir að
leita uppi allt það góða og jákvæða
sem sagt er um bækur þeirra til að
birta í auglýsingum. Flest er það
hefðbundið en ekki allt. Í auglýsing-
um um bók Ingu Dóru Björnsdóttur
um Ásu Guðmundsdóttur Wright er
vitnað í Kristján Eldjárn sem
lést fyrir hátt í þrjátíu
árum. Hann talaði
fallega um Ásu. En
engin leið er að vita
hvaða álit Kristján
kann að hafa haft
á bókinni.
Góð hugmynd
Það segir sig sjálft að umræða um
stjórn- og þjóðmál væri á um það
bil helmingi lægra plani en hún er ef
AMX nyti ekki við. Það er jú fremsti
fréttaskýringavefur landsins sem auk
þess að stinga á kýlum býður upp
á pistla eftir núverandi, fyrrverandi
eða tilvonandi þingmenn Sjálfstæð-
isflokksins. Í fréttaskýringaflaumi
AMX-manna féll nýlegur pistill um
nýju ráðuneytanöfnin milli skips og
bryggju. Í honum var bent á að þau
væru óþjál og lögð til bragarbót.
Í stað langlokanna mætti tala um
menntaráðherra, efnahagsráðherra
og byggðaráðherra. Hér með er tekið
undir þetta.
kolbeinn@frettabladid.is
bjorn@frettabladid.is
UMRÆÐAN
Halldór Árnason skrifar um þrota-
meðferðir
Krafan var að allt skyldi upp á borð-inu við uppgjör eftir hrunið. Margir
óttast að bak við luktar dyr banka verði
miklar eignatilfærslur, þar sem innvígð-
ir fá samkeppnislaust að kaupa fyrir-
tæki, með afskrifuðum skuldum.
Í Bandaríkjunum er gengið fram með
öðrum hætti. Skiptastjóri fær DeCode í hendur,
með bindandi samningi um sölu á Íslenskri erfða-
greiningu, í samræmi við þarlend gjaldþrotalög.
Söluverðið myndar gólf. Samningurinn er háður
ýmsum skilyrðum, þar á meðal samþykki dómstóla
og að opinbert uppboðsferli á vegum gjaldþrota-
dómstóls sé gagnsætt.
Innleiða þarf svipaða aðferð hér á landi. Með
lögum þarf að skylda banka til að afskrifa ekki
skuldir fyrirtækja, nema staðið verði að málum
líkt og gert er í Bandaríkjunum, með gegnsærri
aðferð þar sem gætt er jafnræðis allra aðila.
Fróðlegt er að skoða þrotameðferð 1998 ehf. í
þessu ljósi. Þá semdi Arion um verð á Högum, með
sölu til núverandi eigenda 1998 ehf., eða til ann-
arra og sendi að því loknu 1998 ehf. í þrota-
meðferð. Þar með væri komið gólf á verð
fyrir Haga. Þeir sem vilja og geta fá kost á
að bjóða í eignir 1998 ehf., í samkeppni við
fyrirliggjandi bindandi tilboð, í gagnsæju og
opinberu uppboðsferli. Ef hærra verð býðst,
þá verða Hagar seldir hæstbjóðanda.
Slík meðferð banka á 1998 ehf. eða öðrum
fyrirtækjum í svipaðri stöðu, kemur að
sjálfsögðu ekki til greina ef fyrri eigend-
ur greiða skuldbindingar félagsins að fullu,
eða tryggja með fullnægjandi hætti að þær
verði greiddar.
Þannig getur banki afskrifað skuldir án þess að
vera sakaður um pukur í reykfylltum bakherbergj-
um. Aðferðin ætti einnig að tryggja að bankar
hirði ekki til sín, eða vina sinna, fyrirtæki á undir-
verði, ef aðrir eru tilbúnir að greiða hærra verð.
Þjóðfundur 2009 krafðist: Heiðarleika, rétt-
lætis og jafnréttis. Krafa fundarins beinist nú að
Alþingi og ríkisstjórn, sem þurfa að forða þjóðfé-
laginu undan fyrirséðum skaða, sem verður vegna
reiði og biturðar, ef almenningur telur að í upp-
gjöri bankanna sé verið að færa útvöldum eignir á
silfurfati.
Höfundur er efna- og hagfræðingur.
Gegnsæ þrotameðferð
HALLDÓR
ÁRNASON
Nýtt og réttlátara skattkerfi
N
ú þegar landsmenn standa frammi fyrir miklum
skattahækkunum og niðurskurði í rekstri hins opin-
bera er gríðarlega mikilvægt að skattgreiðendur hafi
það á tilfinningunni að allir séu að bera sinn hluta
af byrðinni. Landsmenn verða að upplifa að þeir séu
allir í sama liði – að allir séu að leggja sitt af mörkum eftir efni
og aðstæðum.
Frá hruninu sl. haust varð einkageirinn að bregðast strax
við breyttum aðstæðum þar sem tekjur drógust hratt saman og
allur tilkostnaður jókst. Niðurskurðarhnífurinn fór strax á loft
og hafist var handa við að draga úr öllum kostnaði og var launa-
kostnaður ekki undanskilinn. Dregið var úr yfirvinnu, ýmsar
aukagreiðslur afnumdar og mörg fyrirtæki fóru auk þess í beinar
launalækkanir hjá sínu starfsfólki. Hjá mörgum fyrirtækjum
dugði þetta ekki til og uppsagnir starfsmanna urðu staðreynd
sem hefur leitt til þess að í dag eru um 12.700 á atvinnuleys-
isskrá – að langstærstum hluta einstaklingar sem áður unnu í
einkageiranum.
Það er því ekki að undra að starfsfólki í einkageiranum finnist
að starfsfólk hjá því opinbera sleppi mun betur frá niðurskurð-
arhnífnum enda styðja tölur þessa skoðun. Frá lok árs 2007 hafa
laun opinberra starfsmanna hækkað mun meira en annarra en
hækkun launavísitölu frá þeim tíma og fram á 2. ársfjórðung
2009 sýnir að launahækkun á almenna markaðinum er 6,9% á
meðan hækkunin er 14,8% hjá hinu opinbera. Meira starfsöryggi
og betri lífeyrisréttindi opinberra starfsmanna hafa í gegnum
tíðina oft verið réttlætt með því að laun hjá hinu opinbera séu eitt-
hvað lakari en hjá einkageiranum. Því komu þær tölur töluvert á
óvart sem birtust í Viðskiptablaðinu fyrr í mánuðinum sem sýndu
að meðallaun hjá hinu opinbera er nú um kr. 530.000 á móti kr.
455.000 hjá einkageiranum. Sú goðsögn að opinberir starfsmenn
séu upp til hópa illa launaðir stenst því vart nánari skoðun.
Það er ljóst að fyrirhugaðar skattahækkanir á atvinnulífið
munu gera atvinnurekendum enn erfiðara fyrir að verja störf
sinna starfsmanna. Mörg fyrirtæki þola ekki hærri launakostnað
og því verða mörg þeirra að bregðast við umsömdum launahækk-
unum og hækkun atvinnutryggingargjalds með því að segja upp
starfsfólki á móti. Á sama tíma hefur ríkisstjórnin markað sér þá
stefnu að verja opinber störf. Eiginleg rekstrarútgjöld ríkissjóðs
verða 210 milljarðar á næsta ári og þar af eru laun um 60%. Það
er algjör fásinna að halda að ríkisstjórnin nái raunverulegum
árangri í niðurskurði ef horfa á að mestu framhjá þessum stóra
kostnaðarlið. Það vilja allir verja störf og enginn vill segja upp
starfsfólki – hvorki atvinnurekendur né ríkisstjórnin. Hins vegar
eru opinber störf hvorki merkilegri né ómerkilegri en störf á
hinum almenna vinnumarkaði. Þar hefur verið tekið rækilega
til hendinni – en ríkið dregur enn lappirnar og stefnumörkun
vantar. Ef nást á árangur á ríkisútgjaldahliðinni á sama tíma og
störf eru varin er óumflýjanlegt að líta til beinna launalækkana
hjá þeim opinberu starfsmönnum sem teljast til milli- og hátekju-
fólks. Þetta hefur einkageirinn gert í stórum stíl og hið opinbera
getur ekki látið sitt eftir liggja.
Markmið allra á að vera að verja störf og tekjur hinna lægst
launuðu. Eða erum við kannski ekki öll í sama liðinu?
Einkageirinn vs. opinberi geirinn
Gjá milli geira?
MARGRÉT KRISTMANNSDÓTTIR