Fréttablaðið - 30.11.2009, Blaðsíða 46

Fréttablaðið - 30.11.2009, Blaðsíða 46
30 30. nóvember 2009 MÁNUDAGUR „Ég held að ég sé bara að minna á að þessi lög séu til. Þetta er gert til heiðurs lagaflórunni sem við eigum,“ segir myndasögumeistar- inn Hugleikur Dagsson. Hugleikur gefur út bókina Íslensk dægurlög í dag. Bókin er hluti af Litlu sætu-seríu útgáfunn- ar Ókei bóka, en Hugleikur tekur fyrir og myndskreytir íslensk- an dægurlagatitil eða textabrot á hverri síðu. „Ég sný út úr eða tek eitthvað of bókstaflega. Það er oft- ast hægt að finna eitthvað fyndið,“ segir Hugleikur. Skopmyndir Hugleiks eru oft ansi grófar og hann heldur upp- teknum hætti í Íslenskum dægur- lögum. „Í Tunglið tunglið, taktu mig er mynd af manni sem er í rauninni að biðja tunglið um að ríða sér,“ segir hann og játar að fígúrurnar séu þær sömu og í „okkur“-bókaröðinni. „… Og við lagið Draumur að vera með dáta er mynd af mjög langri dátabiðröð sem liggur úr bragga.“ Hugleikur ræddi ekki sérstak- lega við höfunda laganna áður en hann hóf að teikna myndasög- urnar. Hann vísar þó í heimildir og hefur engar áhyggjur af því að uppátækinu verði tekið óstinnt upp. „Ég talaði ekki við höfund- ana, en höfundarréttur á ekki að vera brotinn á þennan hátt,“ segir Hugleikur. „Þetta eru tilvitnanir í lögin. Svo tek ég svo rosalega lítil textabrot að ég er öruggur.“ Lögin sem Hugleikur mynd- skreytir eru frá ýmsum tímabil- um tónlistarsögunnar og með þeim nýrri er væntanlega Is it True?, framlag Íslands og silfurhafi Eur- ovision-keppninnar í ár. „Ég er strax búinn að fatta að ég gleymdi nokkrum lögum,“ segir Hugleik- ur. „Ég á jafnvel efni í aðra bók einhvern tíma seinna. Ég fattaði til dæmis að ég er ekki búinn að teikna mynd við lagið Þér er ekki boðið. Ég er með ákveðna pælingu við það.“ Litla sæta-sería Ókei bóka stend- ur undir nafni þar sem bækurnar eru prentaðar á A6-pappír. Ásamt bók Hugleiks kemur bókin Alhæft um þjóðir, eftir Lóu Hjálmtýsdótt- ur, út í sömu seríu í dag. atlifannar@frettabladid.is 1 6 7 8 10 13 119 12 15 16 18 21 20 17 14 19 2 3 4 5 LÁRÉTT 2. framagosi, 6. eftir hádegi, 8. skjög- ur, 9. garðshorn, 11. mun, 12. kraum, 14. yfirstéttar, 16. rás, 17. skref, 18. kvabb, 20. sjó, 21. nabbi. LÓÐRÉTT 1. viðartegund, 3. fyrir hönd, 4. vandræði, 5. svelg, 7. holdlaus, 10. hestaskítur, 13. kóf, 15. tísku, 16. espa, 19. tveir eins. LAUSN LÁRÉTT: 2. uppi, 6. eh, 8. rið, 9. kot, 11. ku, 12. krakk, 14. aðals, 16. æð, 17. fet, 18. suð, 20. sæ, 21. arða. LÓÐRÉTT: 1. tekk, 3. pr, 4. pikkles, 5. iðu, 7. horaður, 10. tað, 13. kaf, 15. stæl, 16. æsa, 19. ðð. HVAÐ SEGIR MAMMA? „Lóa hefur verið svona skapandi alveg frá því að hún var lítil og var oft að teikna og búa til litlar fígúrur úr leirnum sínum. Í mínum huga var hún alltaf fyrst og fremst myndlist- arkona svo það kom mér mjög á óvart að hún skyldi fara að syngja, en ég er mjög stolt af henni og væri það líka þótt hún væri að gera eitthvað annað.“ Anna Kristín Kristjánsdóttir, móðir Lóu Hjálmtýsdóttur sem er söngkona í FM Belfast og gefur á mánudaginn út myndasögubókina Alhæft um þjóðir. „Tónlistin er ekkert lík Jeff Who? alla vega. Ef ég væri að gera þannig tónlist myndi ég gera hana með hljómsveitinni,“ segir Bjarni Lárus Hall, söngvari hljómsveitar- innar Jeff Who? Bjarni lauk nýverið við sína fyrstu sólóplötu, The Long Way Home. Hann vonast til að geta gefið plötuna út í byrjun desem- ber, en það veltur á hvenær hún kemur úr framleiðslu, sem hófst fyrir helgi. „Ég veit ekki hvernig ég á að lýsa tónlistinni, þetta er mjög lág- stemmd plata,“ segir Bjarni og bætir við að andrúmsloftið á plöt- unni sé gott. „Ég sótti innblástur í tónlist áttunda áratugsins.“ Bjarni fær hjálp frá Adda G og Nóa úr hljómsveitinni Leaves á plötunni. Nói trommar og Addi spil- ar á það sem Bjarni spilar ekki á sjálfur. „Ég syng, spila á gítar og á bassa í einu lagi,“ segir Bjarni, sem er mjög ánægður með útkomuna. Elstu lög plötunnar eru frá 2005 og þau nýjustu voru samin í ár. Platan kemur eins og þruma úr heiðskíru lofti, en ekkert hafði spurst út um plötuna þangað til hún var tilbúin. „Upphaflega ætl- aði ég að gera plötuna fyrir mig,“ segir Bjarni. „En fyrst að hún er tilbúin og flott þá ákvað ég að gefa hana út.“ - afb Bjarni Hall gefur út sólóplötu BJARNI HALL Fer nýjar leiðir á sinni fyrstu sólóplötu. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI HUGLEIKUR DAGSSON: VIRÐINGARVOTTUR VIÐ ÍSLENSK DÆGURLÖG Teiknar skopmyndir við íslenskar dægurlagaperlur „Auðvitað er þetta mikill heiður. Það er gaman að fá viðbrögð við því sem maður gerir,“ segir hönnuðurinn Þorbjörn Ingason hjá Íslensku auglýsingastofunni. Breska viðskiptablaðið Financial Times birti nýlega lista yfir það frumlegasta, frísk- asta og traustasta í ferðaheiminum. Þar er nýr spilastokkur Icelandair valinn það besta sem hægt er að taka með sér úr flugvélum. Tyler Brúlé, stofnandi og ritstjóri tímaritanna Wallpaper og Monocle, tók listann saman og er hann birtur í heild sinni í nýjasta tölublaði þess síðarnefnda. Spilin eru afar þjóðleg, eru í víkingaþema og vísa í goðafræði. „Það var kominn tími á að gera nýtt upplag að spilastokki fyrir Icelandair,“ segir Þor- björn um tildrög þess að stokkurinn var hann- aður. „Það var á óskalistanum hjá mér að gera spilastokk og við ákváðum að eyða aðeins meiri tíma í þetta en til var ætlast og reyna að gera eitthvað flott og sérstakt. Auðvelda leið- in hefði verið að gera venjulegan spilastokk og breyta bakhliðinni.“ Þorbjörn segir að forsvarsmenn Icelandair hafi strax verið mjög ánægðir með stokk- inn og til marks um það var engin breytinga- tillaga lögð fram. „Það er frekar sjaldgæft,“ segir hann. Viðbrögðin hafa verið góð, en Monocle er dreift í 150.000 eintökum um allan heim og er mjög virt á sínu sviði. Sjálfur er Þorbjörn ekki mikið fyrir að spila og kíkir í mesta lagi í einn og einn póker- leik. - afb Mælt með spilastokki Þorbjörns MIKILL HEIÐUR Þorbjörn er ánægður með viðbrögðin við nýja spilastokknum. VÍKINGAR Spilastokkurinn vísar í goðafræðina. VEISTU SVARIÐ Svör við spurningum á síðu 8 1 Einar Skúlason. 2 Góði elskhuginn. 3 Sigrún Lilja Guðjónsdóttir. Tónlistarmaðurinn Pétur Ben hefur lokið upptökum á tónlist sinni við kvikmyndina Bjarn- freðarson í leikstjórn Ragnars Bragasonar. Athyglisvert verður að heyra hvernig þessi færi tónlistar- maður tæklar verkefn- ið. Hann fékk Íslensku tónlistarverðlaunin fyrir tónlist sína í For- eldrum, sem Ragnar leikstýrði einnig, og hver veit nema hann endurtaki leikinn á næsta ári. Bjarnfreðarson verður frumsýnd annan í jólum og bíða hennar margir með mikilli eftirvæntingu, enda hafa þættirnir um þá Georg, Ólaf Ragnar og Daníel, notið mikilla vinsælda. Og eins og Fréttablaðið hefur greint frá halda gagnrýnendur vart vatni yfir nýjustu kvikmynd Sigurjóns Sig- hvatssonar, Brothers. Myndin fékk nánast fullt hús stiga í Screen Daily en góður dómur frá þeim bænum þykir ákaflega mikilvægt. Og nú hefur myndin eignast annan aðdáanda, sjálfan David Letterman. Spjall- þáttastjórnandinn, sem hefur átt fremur erfiða daga að undanförnu vegna framhjáhalds, lýsti því yfir í síðustu viku að Brothers væri besta myndin sem hann hefði séð í 20 ár. Kannski hefur það haft einhver áhrif að ein af aðalleikkonum myndarinnar, Natalie Portman, var meðal gesta hans í umræddum þætti. - fb/fgg FRÉTTIR AF FÓLKI GRÓF NÁLGUN Á DÆGURLAGAPERLUR Hugleikur vísar í tónlist á sinn hátt í bókinni Íslensk dægurlög sem kemur út í dag. Meðal þess er ansi skondin nálgun á lagið Draumur að vera með dáta og Þú komst við hjartað í mér sem Hjaltalín gerði svo frægt.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.