Fréttablaðið - 30.11.2009, Blaðsíða 2
2 30. nóvember 2009 MÁNUDAGUR
STJÓRNMÁL „Það kom fram skýr
vilji til breytinga og það var auð-
vitað í takt við það sem ég hafði
fundið í aðdragandanum. Þetta
var svipuð stemning og á flokks-
þinginu í janúar, menn vildu breyt-
ingar og fara í meiri sókn,“ segir
Einar Skúlason, sem leiðir lista
Framsóknarflokksins í Reykja-
vík í sveitarstjórnarkosningunum
í vor.
Kosið var á milli Einars og Ósk-
ars Bergssonar, formanns borg-
arráðs. Sigur Einars var nokkuð
afgerandi; hann hlaut 62 prósent
atkvæða en Óskar 38 prósent. Alls
greiddu 488 atkvæði á fundinum.
Einar segir ákveðna áherslu-
breytingu verða með tilkomu sinni.
„Ég lagði mikla áherslu á velferð-
armálin í mínum málflutningi og
fannst ég fá mjög góðar undirtekt-
ir. En auðvitað er það grasrótin
sem ræður för og við munum móta
áherslurnar á næstunni.“
Einar vann áður fyrir Reykja-
víkurlistann, en bendir kjör hans
til nýs samstarfs á vinstri væng?
„Fyrst og fremst hyggjum við
að okkar málum og þetta verður
okkar barátta. Svo þarf að koma í
ljós hvað kjósendur taka undir það
og við skoðum niðurstöðuna eftir
kosningar í vor.“
Einar segir flokkinn stefna að
því að ná inn tveimur mönnum,
en hann hefur einn núna. Guðrún
Valdimarsdóttir skipar annað sæti
listans og Valgerður Sveinsdóttir
þriðja. - kóp
Einar Skúlason lagði Óskar Bergsson í oddvitakjöri Framsóknar í Reykjavík:
Segir fólk vilja breytingar
Jakob, verður klippt og límt í
jólaþorpinu?
„Jólaskrautið hjá okkur verður að
sjálfsögðu bæði klippt, skorið, límt,
handmálað og bróderað í anda
rammíslenskra jóla.“
Jakob Frímann Magnússon er fram-
kvæmdastjóri Miðborgarinnar okkar. Jóla-
þorp Hafnarfjarðar hefur vænt jólaþorp
Reykjavíkur um að herma eftir sér og
stela hugmyndum.
FRAMKVÆMDIR 11,2 milljarða tap var á rekstri
Orkuveitu Reykjavíkur fyrstu níu mánuði ársins.
Fjárhagsáætlun fyrirtækisins var samþykkt á
fundi á föstudag. Líkt og Fréttablaðið greindi frá
mun Orkuveitan greiða 800 milljónir í afgjöld til
eigenda, en ekki þá 2,3 milljarða sem vonast var
eftir.
Á næsta ári er fyrirhugað að framkvæmt verði
fyrir 18 milljarða króna. Guðlaugur G. Sverris-
son, stjórnarformaður fyrirtækisins, segi að ekki
verði farið í nýjar framkvæmdir í Hverahlíð fyrr
en kaupendur orku eru tryggðir og einnig nægt
fjármagn.
Þá muni menn komast langt með fimmta áfanga
Hellisheiðarvirkjunar, en því verki verði skilað
á þriðja ársfjórðungi árið 2011. „Með Hellisheiði
4 og 5 verðUR heitavatnslögn lokið og við eigum
nægt heitt vatn fyrir næstu árin og getum annað
eftirspurn í töluverðan tíma,“ segir Guðlaugur.
Framkvæmdir við fráveitu á Vesturlandi halda
áfram og segir Guðlaugur að þær séu á hálfum
hraða. Íbúar verði þó ekki varir við hægagang, en
einhver dráttur geti orðið á dælubúnaði.
„Við reynum að halda uppi eins háu atvinnustigi
og við getum. Við vildum gera meira, en því miður
leyfir ástandið það ekki.“ - kóp
Orkuveita Reykjavíkur framkvæmir fyrir 18 milljarða á næsta ári:
11 milljarða tap hjá Orkuveitu
HELLISHEIÐARVIRKJUN Haldið verður áfram með fimmta
áfanga virkjunarinnar en honum á að vera lokið á þriðja árs-
fjórðungi 2011. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM
SVISS, AP Svisslendingar sam-
þykktu í gær bann við byggingu
fleiri múslimskra bænaturna í
landinu. Alls 59 prósent kjósenda
kusu með banninu í þjóðarat-
kvæðagreiðslu.
Svissneski Þjóðarflokkur-
inn stóð að baki þjóðaratkvæða-
greiðslunni en svissneska
stjórnin hafði mælst til þess að
almenningur greiddi atkvæði
gegn banninu.
Um 400 þúsund múslimar búa
í Sviss, flestir frá ríkjum fyrri
Júgóslavíu. Aðeins eru fjórir
bænaturnar í landinu og lög gegn
hávaða á almannafæri koma í veg
fyrir að þeir séu notaðir. - þeb
Þjóðaratkvæðagreiðsla í Sviss:
Bygging bæna-
turna bönnuð
NÝR ODDVITI
Einar lagði
sitjandi borgar-
fulltrúa, Óskar
Bergsson, í
kosningum um
helgina.
FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR
LÖGREGLUMÁL Fíkniefnadeild
Lögreglu höfuðborgarsvæðis-
ins tók hálft kíló af kókaíni og
300 grömm af amfetamíni síð-
astliðinn fimmtudag í húsnæði í
Grafarvogi. Maður og kona voru
handtekin og úrskurðuð í gæslu-
varðhald fram á miðvikudag.
Samkvæmt upplýsi ngum
Fréttablaðsins var kókaínið sem
fannst mjög sterkt. Gert er ráð
fyrir að söluandvirði þess hefði
numið um 30 milljónum króna í
götusölu.
Lögreglan hafði fylgst með
þakíbúð í Staðarhverfi í Graf-
arvogi vegna gruns um að hús-
ráðendur stæðu í innflutningi á
sterkum fíkniefnum. Það var svo
um hádegisbil á fimmtudag sem
átta lögreglumenn fóru í húsleit
að fengnum dómsúrskurði.
Húsráðandi, karlmaður um fer-
tugt, kom út í flasið á þeim þegar
þeir komu að húsinu og var sam-
stundis handtekinn. Sambýliskona
hans, sem er rúmlega tvítug, var
einnig handtekin þegar hún kom
út úr íbúðinni skömmu síðar.
Fíkniefnalögreglan fékk tvo
fíkniefnaleitarhunda og starfs-
menn frá tollinum lánaða til leit-
arinnar. Tollverðirnir voru að
gera úttekt á hundunum, sem
báðir eru nýþjálfaðir, og sjá
hvernig þeir reyndust í verkefn-
inu.
Í húsinu fundust samtals 800
grömm af fíkniefnum, vandlega
falin. Húsleitin var með þeim
lengri sem gerðar hafa verið.
Húsnæðið er stórt, en einnig
er húsráðandi sagður reyndur í
fíkniefnaheiminum og kunni að
fela efnin. Það vafðist ekki fyrir
hundunum, sem fundu svo til öll
fíkniefnin sem falin voru í húsinu.
Óvíst er að meira en brot af efn-
unum hefðu fundist hefði hund-
anna ekki notið við.
Húsleitin skilaði meiru en fíkni-
efnunum einum, því út frá umbúð-
um sem fundust á staðnum áttuðu
lögreglumenn sig á innflutnings-
leið eigenda efnanna.
Umræddur karlmaður hefur
lengi verið undir smásjá lögreglu
vegna fíkniefnamála, en hefur
ekki náðst fyrr en nú.
Á föstudag fór fíkniefnalög-
reglan ásamt sérsveit ríkislög-
reglustjóra í húsleit í Vogahverfi
í Reykjavík, í framhaldi af hús-
leitinni í Grafarvogi. Þar fundust
um 50 grömm af amfetamíni. Þar
var par handtekið og yfirheyrt,
karlmaður á fertugsaldri og rúm-
lega tvítug kona. Þeim var sleppt
að yfirheyrslum loknum, en bæði
hafa komið við sögu hjá lögreglu.
Samtals tók lögreglan rúmlega
kíló af kókaíni og amfetamíni, og
kíló af kannabisefnum í vikunni
sem leið. jss@frettabladid.is
Tóku um 800 grömm
af sterkum efnum
Tvennt situr í gæsluvarðhaldi eftir að lögregla fann mikið magn af kókaíni og
amfetamíni við húsleit í Grafarvogi. Fíkniefnahundar tollgæslunnar sýndu
mikilvægi sitt í langri húsleit. Lögregla leitaði í fleiri húsum í kjölfarið.
BANDARÍKIN Osama Bin Laden var
innan seilingar Bandaríkjahers
í lok ársins 2001. Þetta kemur
fram í nýrri
skýrslu öld-
ungadeildar
Bandaríkja-
þings.
Bandaríkja-
stjórn hafði
nægar upplýs-
ingar til þess að
handsama Bin
Laden í desem-
ber árið 2001, að því er fram
kemur í skýrslunni. Beiðni um
fjölgun hermanna í landinu var
hins vegar hafnað, sem gerði Bin
Laden kleift að komast óáreittur
frá felustað sínum í Tora Bora og
til Pakistan. George Bush, þáver-
andi Bandaríkjaforseti, er harð-
lega gagnrýndur í skýrslunni og
þessi mistök sögð hafa lagt grunn
að því ástandi sem nú ríkir í
Afganistan. - þeb
Mistök Bandaríkjanna 2001:
Bin Laden var
innan seilingar
OSAMA BIN LADEN
FÍKNIEFNAHUNDAR Tveir fíkniefnahundar sönnuðu gildi sitt í húsleit í Grafarvogi um
helgina. Myndin er úr safni. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM
BANDARÍKIN, AP Skötuhjúin sem
gerðust boðflennur í hátíðar-
kvöldverðarboði Hvíta hússins á
dögunum eru nú að falbjóða frá-
sögn sína fyrir hundruð þúsunda
dollara.
Að sögn bandarísks sjón-
varpsstjóra hafa umboðsmenn
Michaelu og Tareq Salahi sett sig
í samband við þarlenda miðla og
hvatt þá til að „taka þátt í uppboð-
inu“. Til eru myndir af Michaelu
þar sem hún heldur báðum hönd-
um um framrétta hendi Obama og
brosir blítt til hans. Ekki er vitað
hverju hjónin lugu til að kom-
ast inn í veisluna án þess að vera
á gestalista en það vilja Banda-
ríkjamenn ólmir vita. - nrg
Boðflennur í forsetaveislu:
Selja sögu sína
fyrir fúlgur fjár
FORSETAHEILSAÐ Michaela Salahi tekur
í hönd Baracks Obama í Hvíta húsinu.
STJÓRNMÁL Ríkisstjórnin hefur
skipað starfshóp til að kanna
breytingar sem kunna að hafa
orðið á eignarhaldi í sjávarútvegi
og landbúnaði í kjölfar banka-
hrunsins. Hópurinn var skipaður
eftir að Jón Bjarnason, sjávarút-
vegs- og landbúnaðarráðherra,
lagði fram minnisblað um málið á
ríkisstjórnarfundi.
Þar kemur fram að erlendir
aðilar hafi falast eftir skipum til
kaups og mikilvægt sé að glata
ekki atvinnutækjum þjóðarinn-
ar. Þá megi búast við tilfærslu
aflaheimilda komi til gjaldþrota
útgerðarfyrirtækja. Þá séu jarð-
eignir og nýting hluti af atvinnu-
stefnu stjórnvalda og fæðuöryggi.
- kóp
Starfshópur skipaður:
Breytt eignar-
hald athugað
SVISS, AP Kvikmyndaleikstjórinn
Roman Polanski fær að dvelja í
svissneskum fjallakofa meðan
hann bíður ákvörðunar yfirvalda
um hvort hann verði framseldur
til Bandaríkjanna.
Polanski þarf auk þess að bera
ökklaband sem gerir lögreglu
kleift að fylgjast með ferðum
hans. Yfirgefi Polanski landar-
eignina tapar hann hálfum millj-
arði króna sem hann hefur reitt
fram í tryggingargjald.
Húsið er ekki af verri sortinni,
þriggja hæða og með góðu útsýni
yfir Alpana. - nrg
Bíður ákvörðunar um framsal:
Polanski fluttur
í fjallakofa
SPURNING DAGSINS