Fréttablaðið - 30.11.2009, Blaðsíða 40

Fréttablaðið - 30.11.2009, Blaðsíða 40
24 30. nóvember 2009 MÁNUDAGUR sport@frettabladid.is www.kvikkfix.is Ferð á Kársnesið borgar sig! Vesturvör 30c Veigar Páll Gunnarsson mun mjög líklega skrifa undir þriggja ára samning við norska úrvalsdeildarfélagið Stabæk í dag. Hann var staddur í Noregi þegar Fréttablaðið náði tali af honum í gær en þar var hann staddur til að gangast undir læknisskoðun. „Ef allt gengur eftir ætti ég að skrifa undir á morgun,“ sagði Veigar Páll í gær. „Mér líður alveg óskaplega vel með þessa ákvörðun enda er ég nánast kominn heim,“ bætti hann við en Veigar Páll var á mála hjá Stabæk í fimm ár, frá 2004 þar til í janúar á þessu ári er hann var seldur til Nancy. Stabæk kaupir hann nú til baka fyrir lága upphæð, um 13 milljónir króna, sem er afar lítið miðað við það sem Nancy greiddi fyrir hann í fyrra. Hjá Nancy fékk Veigar Páll sáralítið að spila og hann hefur til að mynda ekkert fengið að koma við sögu hjá liðinu það sem af er tímabili í frönsku úrvalsdeildinni. „Þetta er eitthvað sem ég varð að gera. Það var örugg- lega ekki sárt fyrir þá að sleppa mér en það hefði vel geta verið sárt ef ég hefði fengið tækifæri til að sýna hvað ég get. Það tækifæri fékk ég aldrei.“ Veigar Páll segist engar skýringar hafa fengið á því af hverju hann hafi ekki spilað. „Áður en ég fór í frí síðasta sumar talaði ég við þjálfarann og hann sagðist vel vita hvað ég gæti í fót- bolta og að ég fengi mun meira að spila á næsta tímabili. Ég var svo á bekknum fyrstu tvo leikina en svo gerðist eitthvað. Ég var frystur og ég veit ekki af hverju.“ Veigar Páll efast ekki um að hann hafi haft getuna til að spila í frönsku úrvalsdeildinni. „Mér fannst ég standa mig vel á æfingum og ég hefði vel getað gert ágætis- hluti með þessu liði. Mér fannst þetta mjög furðulegt.“ Hann neitar því ekki að þetta sé búið að taka á. „Sjálfs- traustið hjá mér var í núlli. Eftir að þjálfarinn frysti mig hafði ég vitanlega engan áhuga á að vera þarna og ekki vera í fót- bolta yfirhöfuð. Hefði ég haldið áfram þessi tvö og hálft ár sem ég átti eftir hefði það gert út af við minn feril.“ Veigar Páll segir að það eina sem hafi haldið sér á floti hafi verið íslenska landsliðið. „Það var það eina sem stóð í vegi fyrir að maður varð ekki algjörlega geðveikur. Það var gríðar- lega gott að hitta strákana og ekki síður að fá að spila.“ VEIGAR PÁLL GUNNARSSON: SKRIFAR LÍKLEGA UNDIR ÞRIGGJA ÁRA SAMNING VIÐ STABÆK Í DAG Nancy var að drepa knattspyrnuferilinn minn HANDBOLTI Freyr Brynjarsson sá til þess að Haukar fengu stig gegn Val í Vodafone-höllinni í gær. Hann skoraði jöfnunarmark Hauka og kom svo í veg fyrir að Valsmenn næðu að komast aftur í sókn á loka- sekúndum leiksins. Freyr uppskar rauða spjaldið fyrir en niðurstaðan var jafntefli, 20-20. Eins og tölurnar gefa til kynna voru liðin langt frá sínu besta í sínum sóknarleik en varnarleikur og markvarsla var góð hjá báðum liðum. Staðan í hálfleik var 9-8, Hauk- um í vil, en gestirnir úr Hafnar- firðinum voru betri aðilinn í fyrri hálfleik og voru sjálfsagt svekkt- ir með að vera ekki með meiri for- ystu. Valsmenn byrjuðu seinni hálf- leik hins vegar af miklum krafti og skoruðu sex af fyrstu sjö mörkum hálfleiksins. Haukar náðu þó aftur að jafna metin og voru lokamínúturnar afar spennandi sem fyrr segir. „Við spiluðum frábæra vörn allan leikinn og Bubbi (Hlynur Morthens) er enn og aftur að sýna hversu mikill happafengur hann er fyrir okkur. Hann var frábær í ramm- anum,“ sagði Óskar Bjarni Óskars- son, þjálfari Vals, eftir leikinn. „En að við skyldum aðeins hafa skorað átta mörk í fyrri hálfleik er algjör skandall. Það jákvæða var að við náðum að halda sterku liði Hauka í 20 mörkum og sjálfum finnst mér við spila besta varnarleik allra liða í deildinni.“ Hann segir Valsliðið eiga þó mikið inni. „Sérstaklega í hraða- upphlaupunum og sóknarleiknum. Það kemur þó fyrir rest.“ Einar Örn Jónsson, leikmaður Hauka, var sáttur við að hafa náð í stig á heimavelli Vals. „Það er afar sjaldgæft að lið komi hingað og nái í tvö stig og miðað við hvernig leikurinn þróaðist erum við nokk- uð sáttir við að hafa náð einu stigi í dag.“ Hann sagði Haukaliðið hafa spilað óskynsamlega framan af í síðari hálfleik, þegar Valsmenn náði undirtökunum í leiknum. „Við vorum að taka óöguð skot og gefa lélegar sendingar. Þá náðu þeir að keyra áfram sín hraðaupp- hlaup sem er þeirra langsterkasta vopn. En það lagaðist þegar við fórum að spila af meiri skynsemi í sókninni og þá náðum við að koma okkur aftur í leikinn.“ Haukar eru sem fyrr enn taplausir í deildinni og segir Einar það góða tilhugsun. „Við stefnum auðvitað á að vera áfram taplausir en það er erfitt. Þetta var mikið basl í dag og í raun bara guðslukka að við náðum þó stigi hér í dag.“ eirikur@frettabladid.is Freyr tryggði Haukum stig Valsmenn eru enn á toppi N1-deildar karla og Haukar enn taplausir í deildinni eftir að liðin skildu jöfn, 20-20, í toppslag deildarinnar í gær. Það var Hauka- maðurinn og fyrrum Valsarinn, Freyr Brynjarsson, sem tryggði Haukum stigið. VALUR - HAUKAR 20-20 Mörk Vals (skot): Ernir Hrafn Arnarson 5 (10), Ingvar Árnason 4 (4), Arnór Þór Gunnarsson 4/1 (9/1), Fannar Þór Friðgeirsson 4 (11), Elvar Friðriksson 3 (9), Orri Freyr Gíslason (1). Varin skot: Hlynur Morthens 14 (34/3, 41%). Hraðaupphlaup: 2 (Arnór Þór 2). Fiskuð víti: 1 (Fannar Þór 1). Utan vallar: 6 mínútur. Mörk Hauka (skot): Björgvin Hólmgeirsson 5 (12), Freyr Brynjarsson 4 (4), Guðmundur Árni Ólafsson 3/2 (4/2), Jónatan Jónsson 3 (3), Einar Örn Jónsson 2 (2), Sigurbergur Sveinsson 1/1 (8/1), Heimir Óli Heimisson 1 (2), Þórður Guðmundsson 1 (1), Tjörvi Þorgeirsson (1). Varin skot: Birkir Ívar Guðmundsson 16 (36/1, 44%). Hraðaupphlaup: 3 (Freyr 2, Þórður 1). Fiskuð víti: 3 (Freyr 1, Sigurbergur 1, Þórður 1). Utan vallar: 4 mínútur. Dómarar: Anton Pálsson og Hlynur Leifsson, voru góðir í erfiðum leik. > Hanna skoraði átján mörk Hanna Guðrún Stefánsdóttir fór hamförum er Haukar unnu Fylki með átta marka mun í N1-deild kvenna um helgina, 30-22. Hanna skoraði átján mörk fyrir Hauka í leiknum en staðan í hálfleik var 15-12. Úrslit helgarinnar voru annars öll eftir bókinni. HK vann Víking í botnslag deildarinnar, 24-18, og Fram vann KA/Þór á laugardaginn, 35-21. Norðanstúlkur mættu svo Val í gær en máttu sætta sig aftur við stórt tap, 35-15. Valur er því enn taplaust og á toppi deildarinnar með sextán stig, einu meira en Stjarnan og Fram. Í STRANGRI GÆSLU Valsmennirnir Ingvar Árnason og Elvar Friðriksson reyna hér að stöðva Haukamanninn Einar Örn Jónsson. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI KÖRFUBOLTI Grindavík vann í gær- kvöldi sigur á Snæfelli, 95-94, í æsispennandi framlengdum leik í Grindavík. Það var Björn Steinar Brynjólfsson sem var hetja Grind- víkinga í leiknum en hann setti niður þriggja stiga skot þegar aðeins tæpar tvær sekúndur voru til leiksloka. Snæfell fékk boltann þegar um átján sekúndur voru eftir og Grindvíkingar misnotuðu skot. Heimamönnum tókst ekki að brjóta á Snæfellingum í kjölfar- ið en fengu þó boltann aftur eftir misheppnaða sendingu hjá Snæ- felli. Þá kom að þætti Birni Steinars sem skoraði sigurkörfuna mikil- vægu. Snæfellingar fengu þó eitt tæki- færi enn til að vinna leikinn en skot Hlyns Bæringssonar á loka- sekúndu leiksins geigaði. „Það var gríðarlega ánægju- legt að landa þessum sigri enda tvö jöfn lið þarna á ferð,“ sagði Friðrik Ragn- arsson, þjálfari Grinda- víkur, eftir leikinn. „Leik- urinn var í járnum allan tímann.“ Hann segir sína menn spila betur nú eftir erfiða byrjun á tíma- bilinu. „Stað- reyndin er bara sú að við erum á mjög svipuðu reiki og flest þessi lið í toppbaráttu deildar- innar. Þetta datt okkar megin í dag og var hluti af því smá heppni. Við tökum því fagnandi.“ Þrír leikir fóru fram í deild- inni í gær. ÍR vann Fjölni á heimavelli, 84-73, og Tinda- stóll vann stórsigur á botnliði FSu, 103-52. Snæfell er í fimmta sæti deildarinnar með tólf stig, Grindavík í sjötta með tíu og ÍR í sjöunda með átta stig. Tindastóll er nú með sex stig en Fjölnir enn með fjög- ur og FSu stigalaust á botninum. - esá Mikil spenna í Grindavík í Iceland Express-deild karla í gærkvöldi: Grindavík vann í framlengingu ARNAR FREYR JÓNSSON Skoraði níu stig, tók átta fráköst og gaf sjö stoðsend- ingar í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN KÖRFUBOLTI KR vann í gær- kvöldi öruggan sigur á Hauk- um á Ásvöllum, 81-62, í Iceland Express-deild kvenna. KR er þar með enn með fullt hús stiga á toppi deildarinnar. Margrét Kara Sturludóttir fór á kostum í leiknum í gær og skor- aði 34 stig auk þess sem hún tók sjö fráköst. Yfirburður KR voru miklir en liðið náði fjórtán stiga forystu strax í fyrsta leikhluta. Staðan í hálfleik var 42-23, KR í vil. Hjá Haukum var Heather Ezell stigahæst með 23 stig en mikið munaði um að Telma Björk Fja- larsdóttir er frá vegna meiðsla. KR er með átján stig á toppi deildarinnar en Haukar í sjötta sætinu með sex stig. - esá KR enn taplaust í Iceland Express-deild kvenna: Öruggur sigur KR 34 STIG Margrét Kara Sturludóttir, til hægri, fór mikinn í leiknum. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.