Fréttablaðið - 30.11.2009, Blaðsíða 12

Fréttablaðið - 30.11.2009, Blaðsíða 12
12 30. nóvember 2009 MÁNUDAGUR UMHVERFISMÁL Upplýsingum um seiðasleppingar í íslenskar ár hefur ekki verið haldið mark- visst saman síðan 1997. Veiði- málastofnun hefur ekki fengið nákvæmar upplýsingar um slepp- ingarnar þrátt fyrir að eftir því hafi verið leitað. Fiskistofa segir upplýsingaöflun um sleppingarn- ar í eðlilegum farvegi. Guðni Guðbergsson, sviðsstjóri auðlindasviðs Veiðimálastofnun- ar (VMST), segir að lengi vel hafi stofnunin fengið mjög góðar upplýsingar um seiðaslepping- ar. Hins vegar hafi lögum verið breytt árið 1997 og eftir það hafi verkefnið lent á vergangi. Guðni óttast ekki aukna sjúk- dómahættu þar sem seiðaeld- isstöðvar geti ekki flutt seiði á milli vatnasvæða án tilskilinna leyfa. Eins séu stöðvarnar undir eftirliti dýralækna þegar fisk- ur er tekinn inn í stöðvarnar og sýni tekin til að greina sjúkdóma. Hann segir að erfðafræðilegi hlutinn sé annað mál. „Ef menn fara að fikta í slíku, og fara með fisk á milli vatna- svæða, þá má fullyrða að slík inngrip eru óæskileg. Það er því fyrst og síðast út frá þeirri hættu sem menn eru að velta því fyrir sér hvort ekki sé rétt að fylgjast betur með sleppingum seiða en nú er gert,“ segir Guðni. Guðni minnist á sleppingar í Rangárnar í þessu sambandi og segir takmarkaða hættu þar á ferðum. Enginn eða lítill laxa- stofn hafi verið fyrir í ánum þó mjög skiptar skoðanir séu um sleppingar í ár sem eru fyrst og síðast silungsveiðiár. „Hins vegar þarf að fara varlega við að stunda miklar sleppingar þar sem fyrir er náttúrulegur stofn, hvort sem um er að ræða lax eða silung. Eru menn að taka áhættu? Ég held að svarið sé já,“ segir Guðni. Árni Ísaksson, forstöðumaður lax- og silungsveiðisviðs Fiski- stofu, segir að seiðasleppingar séu háðar fiskræktunaráætlunum sem veiðifélög gera til fimm ára í senn og upplýsingar um slepping- arnar berist stofnuninni í gegn- um ársskýrslur þeirra. „Þeir kaupa þessi seiði dýrum dómum úr eldisstöðvum svo það er auð- velt að finna þessar tölur.“ Hann telur að upplýsingaöfl- un um seiðasleppingar séu í eðli- legum farvegi en tekur fram að umræðan um að svo sé ekki hafi orðið til þess að stofnunin ætli að ganga lengra. „Ég reikna með því að við leitum til þeirra sem sleppa í árnar og fáum þessar tölur upp á borðið.“ svavar@frettabladid.is Ef menn fara að fikta í slíku, og fara með fisk á milli vatnasvæða, þá má fullyrða að slík inngrip eru óæskileg. GUÐNI GUÐBERGSSON SVIÐSSTJÓRI HJÁ VEIÐIMÁLASTOFNUN Alhliða uppskrift Pulsa (hituð í vatni, EKKI SOÐIN!!!) Pulsu- brauð og bara hvað sem þig langar að hafa með. (Nema grænar baunir. Grænar baunir í pulsu- brauði geta valdið öndunarerfiðleikum.) H V ÍT A H Ú S IÐ /S ÍA www.lapulsa.is Ringjarar fara inn á ring.is og óska eftir að fá MMS með tilboðum send í símann. Ringjarar þurfa ekki skæri. Við sendum tilboð beint í símann. Tilboð dagsins: Gott 2 MMS tilboð hjá Ring – ekki klippa þennan miða út 50% afsláttur af matseðli. Gos er ekki innifalið í tilboði Gott 1 MMS tilboð hjá Ring – ekki klippa þennan miða út 50% afsláttur af lítilli pizzu með 2 áleggstegundum. Dominos Serrano E N N E M M / S ÍA / N M 4 0 0 4 4 50% afsláttur af máltíð fyrir einn 50% afsláttur af máltíð fyrir einn Framlög til ÍSÍ og KSÍ Sigríður Ingibjörg Ingadóttir hefur lagt fram fyrirspurn til menntamála- ráðherra um framlög ríkisins til ÍSÍ og KSÍ. Vill hún vita hvað KSÍ hefur feng- ið mikið af opinberu fé síðustu fimm ár og hvað sambandinu er ætlað að fá á næsta ári. ALÞINGI DÓMSMÁL Karlmaður hefur verið ákærður fyrir að ráðast í fyrra- vetur á unnustu sína í iðnaðar- húsnæði í Hafnarfirði og ganga í skrokk á henni. Meðal annars barði hann hana með ljósaperu, sem brotnaði á höfði hennar. Maðurinn tók konuna kverka- taki, skellti höfði hennar utan í vegg, kýldi hana í andlitið, reif í hár hennar og færði hana með valdi inn á baðherbergi. Þar hélt hann ofbeldinu áfram. Konan hlaut talsverða áverka. Hún krefst miskabóta upp á 1,4 millj- ónir króna. - jss Iðnaðarhúsnæði í Hafnarfirði: Braut peru á höfði unnustu Neslistinn býður aftur fram Bæjarmálafélag Seltjarnarness hyggst bjóða Neslistann fram í bæjarstjórn- arkosningunum í vor. Listinn hefur frá 1990 verið sameiginlegt framboð allra flokka á Seltjarnarnesi að frátöld- um Sjálfstæðisflokknum. Samfylk- ingin ætlar hins vegar að bjóða fram eigin lista í næstu kosningum. SELTJARNARNES LÖGREGLUMÁL Fækkun varð í flest- um brotaflokkum í október síðast- liðnum miðað við október í fyrra. Fíkniefnabrotum fækkaði um 30 prósent, þjófnaðarbrotum um 28 prósent, hegningarlagabrotum um átján prósent og innbrotum um ellefu prósent. Í skýrslu Ríkislögreglustjórans um afbrotatölfræði í október segir á hinn bóginn að hraðakstursbrot- um hafi fjölgað mikið. Skýrist það meðal annars af tveimur stafræn- um hraðamyndavélum sem settar voru upp á Suðurlandsvegi í Ölf- usi og teknar í notkun í byrjun mánaðarins. Skráðu þær tæplega 2.000 hraðakstursbrot. Í skýrslunni segir að fíkni- efnabrot, sem töldust 98 í síðasta mánuði, hafi ekki verið jafn fá í októbermánuði síðustu fimm ár. Flest voru þau 2006; 175 talsins. Þá kemur fram að hraðaksturs- brot hafi verið 83 prósent allra umferðarlagabrota í októbermán- uði en þau eru að meðaltali 163 á dag. Þjófnaðarbrotum hefur fækkað þrjá mánuði í röð. - bþs Að meðaltali voru framin átta innbrot og tólf þjófnaðarbrot á dag í október: Afbrotum fækkar milli ára FJÖLDI BROTA Í OKTÓBER okt.´09 okt.´08 okt. ´07 Hraðakstursbrot 5.066 2.370 3.385 Þjófnaðarbrot 366 511 262 Eignaspjöll 238 238 250 Innbrot 262 293 156 Ölvun við akstur 118 133 150 Fíkniefnabrot 98 141 153 Áfengislagabrot 33 48 115 Líkamsárás 91 91 131 Nytjastuldur 28 37 31 Laxaseiðum sleppt án sér- staks eftirlits Sérfræðingur gagnrýnir slælegt eftirlit með slepping- um seiða í laxveiðiár. Upplýsingasöfnun hefur legið að mestu niðri í tólf ár. Erfðablöndun laxastofna er sögð aðalhættan við eftirlitslausar sleppingar. LAXVEIÐI Seiðasleppingar hafa tíðkast áratugum saman til að hjálpa náttúrulegum stofnum laxánna. Myndin tengist ekki efni fréttarinnar. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA DÓMSMÁL Lögreglustjórinn á Suð- urnesjum hefur ákært karlmann um fimmtugt fyrir Héraðsdómi Reykjaness fyrir kannabisrækt- un. Maðurinn var tekinn mið- vikudaginn 2. apríl á síðasta ári með 117 kannabisplöntur og 11 kannabisgræðlinga í vörslu sinni. Ræktunina stundaði hann á heim- ili sínu í Vogum, í vinnuaðstöðu sem sambyggð er húsnæðinu. Efnin vógu vel á annað kíló, eða rúmlega 1.625 grömm. Auk upptöku efnanna er þess krafist að maðurinn sæti upptöku tækja og tóla, sem hann notaði við ræktun efnanna. - jss Héraðsdómur Reykjaness: Kannabisrækt- andi fyrir dóm APAHÁTÍÐ Árleg apahátíð fer nú fram í Lopburi í Taílandi og þessir apar tóku þátt í hátíðarhöldunum um helgina. FRÉTTABLAÐIÐ/AP

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.