Fréttablaðið - 30.11.2009, Blaðsíða 8

Fréttablaðið - 30.11.2009, Blaðsíða 8
8 30. nóvember 2009 MÁNUDAGUR Rúðuþurrkur NeoForm. Ný þurrkublöð frá Trico NÝ ÚTGÁFA af rúðuþurrkum frá D Y N A M O R E Y K JA V ÍK Bræðraborgarstíg 9 Hetjudáðir hinna snauðu „Heillandi bók.“ Kolbeinn Óttarsson Proppé, Fréttablaðinu „Lætur vart nokkurn, sem hana les, ósnortinn.“ Ólafur Arnarson, Pressan.is D Y 1 Hver var kjörinn oddviti Framsóknarflokksins í Reykja- vík um helgina? 2 Hvað heitir nýútkomin skáldsaga Steinunnar Sigurð- ardóttur? 3 Söngkonan Kylie Minogue mun klæðast íslenskum skóm og fylgihlutum á næsta ári. Hvað heitir hönnuðurinn? SVÖRIN ERU Á SÍÐU 30 SVEITARFÉLÖG Heimili sem þáðu fjárhagsaðstoð frá félagsþjón- ustu sveitarfélaganna voru um 17,5 prósentum fleiri árið 2008 en árið á undan. Þetta kemur fram á vef Hagstofu Íslands. Alls þáðu 5.029 heimili fjár- hagsaðstoð í fyrra. Það er þó ekki metfjöldi, því árið 2003 voru þau 6.312. Þeim fækkaði jafnt og þétt til ársins 2007, samtals um 32 prósent, en hefur nú fjölgað að nýju. Fjölmennasti hópurinn sem þiggur fjárhagsaðstoð er nú sem fyrr einstæðir, barnlausir karl- ar, en þeir nema 39 prósentum þeirra heimila sem aðstoð þiggja. Einstæðar konur með börn voru á 32,8 prósentum þeirra heimila sem þáðu aðstoð. - kóp Félagsþjónusta sveitarfélaga: Fleiri þiggja fjárhagsaðstoð ÖRYGGISMÁL Ef áætlanir stjórnvalda ganga eftir verður nýr sjóvarnar- garður við Vík í Mýrdal fjármagn- aður úr Ofanflóðasjóði. „Ég hef spurt sjálfan mig að því af hverju flóðasjóður er ekki not- aður til að verja byggð vegna sjó- flóða – vegna þess að snjóflóð og sjóflóð eru ótrúlega lík. Það er ein- ungis brottfall á einu n-i – þá erum við farin úr sjóflóði yfir í snjóflóð,“ sagði Kristján L. Möller samgöngu- ráðherra á Alþingi á miðvikudag. Heimamenn í Mýrdalshreppi hafa undanfarin misseri krafist betrumbóta á sjóvörnum við Vík vegna mikils landbrots. Samgöngu- ráðherra sagði landbrotið nú komið inn fyrir tiltekna eftirlitslínu á um 750 metra kafla og komið að ögur- stundu. Í undirbúningi væri því að bjóða út gerð nýs 750 metra langs og 7,7 metra hás varnargarðs eftir áramót. Áætlað er að í hann fari um 400 þúsund tonn af grjóti og sprengdum kjarna og að kostnað- urinn verði um 230 milljónir króna. Fyrir þessu væri hins vegar ekki gert ráð í fjárlögum næsta árs. „Ef ekki verður ráðist í þessa framkvæmd og stórbrim verður líkt og kom á árinu 1990 má reikna með miklu sjávarflóði sem hefði í för með sér mörg hundruð milljón króna tjón á mannvirkjum í eigu sveitarfélagsins og húseignum einstaklinga,“ sagði samgönguráð- herra sem ítrekaði að fjármögnun- in væri enn ekki tryggð þótt hann hafi rætt við umhverfisráðherra um þátttöku ofanflóðasjóðs í verk- efninu. Fram kom við umræðuna að um sex milljarðar króna eru í Ofanflóðasjóði. Hann var settur á fót eftir mannskæð snjóflóð á Vest- fjörðum fyrir hálfum öðrum ára- tug. Björgvin Sigurðsson, þingmað- ur Samfylkingar, líkti landbrotinu við hamfarir. „Mýrdælingar hafa sýnt einstakt langlundargeð meðan fjörutíu hektarar af landi hafa horfið beint fyrir framan þorpið,“ sagði Björgvin, sem var upphafs- maður umræðunnar á Alþingi með fyrirspurn til ráðherra. „Við erum fullvalda þjóð og það er alveg sama hversu illa árar hjá okkur í efnahagsmálunum - þetta mál verðum við að leysa,“ sagði Unnur Brá Konráðsdóttir, þing- kona úr Sjálfstæðisflokki. Unnur kvaðst vonast til að Ofan- flóðasjóður kæmi að málinu. Hún var hins vegar ósammála saman- burði samgönguráðherra á sjó- flóðum og snjóflóðum. „Það er grundvallarmunur á snjóflóðum og sjóflóðum,“ sagði Unnur. Eygló Harðardóttir úr Fram- sóknarflokki sagði Alþingi mundu leysa málið. „Hvort sem það munar einu n-i til eða frá,“ undirstrikaði þingkonan. gar@frettabladid.is Fé úr ofanflóðasjóði til sjóvarna við Vík Samgönguráðherra býst við útboði á nýjum sjóvarnargarði við Vík eftir áramót. Peninga vantar en það munar aðeins einu n-i á sjóflóðum og snjóflóðum, segir ráðherra sem vinnur að því að Ofanflóðasjóður taki þátt í fjármögnun verksins. EYGLÓ HARÐARDÓTTIR UNNUR BRÁ KONRÁÐSDÓTTIR BJÖRGVIN G. SIGURÐSSON KRISTJÁN L. MÖLLER VIÐ VÍK Óttast er að mannvirki fyrir hundruð milljóna skemmist ef ekki verður hið fyrsta byggður nýr sjóvarnargarður við Vík. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM LÖGREGLUMÁL Tveir menn eru í haldi lögreglunnar á höfuðborg- arsvæðinu grunaðir um að hafa framið vopnað rán í verslun 10- 11 við Engihjalla á laugardags- kvöld. Annar mannanna ógnaði starfsfólki og viðskiptavin- um verslunarinnar með hníf og komst á brott með einhverja fjármuni. Hinn beið í bíl fyrir utan verslunina á meðan. Mennirnir komust undan en lögregla handsamaði þá skömmu síðar. Þeir voru á stolnum bíl og voru báðir undir áhrifum lyfja þegar ránið var framið. Þeir eru fæddir árið 1978 og 1985. - þeb Tveir menn í haldi lögreglu: Frömdu vopnað rán í 10-11 Ofhlaðin ferja sökk Þriggja hæða ferja sökk með fimmtán hundruð manns innanborðs í Suður- Bangladess. Leitarmenn hafa fundið 37 látna en 80 er enn saknað. BANGLADESS Lögreglumenn drepnir Fjórir lögreglumenn voru skotnir til bana í nágrenni Seattle í gærdag. Lögreglumennirnir sátu á kaffihúsi áður en vakt þeirra hófst í gær. Þeir drukku kaffi og voru í tölvum sínum þegar skotárásin hófst. BANDARÍKIN Bitni ekki á jafnrétti Félagsmálanefnd Borgarbyggðar hefur beint því til sveitarstjórnarinnar að gæta þess að sparnaðaraðgerðir auki ekki mismunun kynjanna. BORGARBYGGÐ LÖGREGLUMÁL Gæsluvarðhald hefur verið framlengt yfir tveimur af þremur sakborningum í umfangs- miklu þjófnaðarmáli. Átta eru ákærðir í málinu, allt ungt fólk af pólskum uppruna. Aðalmeðferð lauk á föstudag, en mennirnir sem sitja áfram í haldi kunna að verða dæmdir í 12 til 15 mánaða fangelsi. Gæsluvarðhald yfir þeim var framlengt þar til dómur fellur, þó ekki lengur en til 18. desember. Þriðji maðurinn var látinn laus. Allir hafa mennirnir setið í haldi frá því 13. ágúst. Refsirammi í máli þess sem látinn var laus heimilar ekki þyngri dóm en sex mánuði. Tekinn var fyrir í Héraðsdómi Reykjaness í morgun sá ákærulið- ur sem snýr að þátttöku þess sem látinn var laus í innbroti í leigubíl við Garðastræti í sumar. Vitni sá til hans og annars manns flýja af vettvangi. Annar þeirra sem áfram situr í haldi játaði innbrotið í bílinn, en sá sem var sleppt neitar sök. Honum lenti saman við hinn í gæsluvarð- haldinu. Í málflutningi fulltrúa lög- reglunnar á höfuðborgarsvæðinu kom fram að sá sem áfram situr í haldi hafi breytt framburði sínum eftir að hafa lent saman við hinn. Hann neitaði að tjá sig um málsat- vik fyrir dómi í gærmorgun. - óká Í HÉRAÐDÓMI Ákært er fyrir fjölda þjófn- aða í margvíslegum innbrotum og aðild- ar að brotum í umfangsmiklu máli sem er fyrir Héraðsdómi Reykjaness. Dóms er vænst á næstu vikum. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Gæsluvarðhald framlengt að hluta yfir meintum þjófum frá Póllandi: Tveir af þremur áfram í haldi LÖGREGLUMÁL Fíkniefnadeild lögreglunnar á höfuð- borgarsvæðinu tók 105 grömm af kókaíni í húsnæði í Grafarholti um helgina. Efnin fundust í einbýlishúsi í Grafarholtinu. Þar búa þrír karlmenn um þrítugt. Margar kvartan- ir hafa borist til lögreglu vegna hávaða frá húsinu og partíhalds þar að undanförnu. Þá höfðu tíðar mannaferðir til og frá því vakið athygli. Um helgina lét lögreglan svo til skarar skríða að fengnum dómsúrskurði og gerði húsleit á staðnum. Í herbergi eins mannanna þriggja fannst kókaínið og eitthvað af maríjúana. Fyrrnefnda efnið var ekki komið í söluumbúðir þegar lögreglan haldlagði það, heldur geymt í dós. Samkvæmt verðkönnun SÁÁ á fíkniefnum kost- ar grammið af kókaíni um fimmtán þúsund krónur. Maðurinn hafði því undir höndum efni fyrir rúm- lega 1,5 milljónir króna í götusölu. Maðurinn sem um ræðir verður boðaður til skýrslutöku hjá lögreglu í dag. Þremenningarnir hafa komið við sögu hjá lögreglu og eru allir þekktir að því að hafa verið viðloðandi fíkniefni. - jss Fíkniefnadeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu: Tók kókaín fyrir 1,5 milljónir KÓKAÍN Grammið af kókaíni kostar um fimmtán þúsund krón- ur í götusölu. Myndin er sviðsett. VEISTU SVARIÐ?

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.