Fréttablaðið - 30.11.2009, Blaðsíða 17

Fréttablaðið - 30.11.2009, Blaðsíða 17
Sölufulltrúi Jóna María Hafsteinsdóttir jmh@365.is 512 5473 PIPARKÖKUHÚS eru hið mesta stofustáss. Mis- mikil vinna liggur að baki húsunum. Þau er hægt að gera frá grunni en einnig má kaupa tilbúnar einingar sem límdar eru saman og skreyttar. „Þetta er hið vandræðalegasta allt saman því það er búið að taka af mér mynd og ég verð víst að halda mig við að tala um það sem hún er af,“ byrjar Sóley samtalið og lætur eins og allt sé í steik. „Af því þetta tengist heimilinu og uppáhaldi mínu þar þá hefði náttúrlega verið eðlilegast að fjalla um fjölskylduna mína sem er auðvitað það kærasta sem ég á, ástríkur eiginmaður og tvö prúð en kraftmikil börn. Þeim fannst eðlilega að sér vegið þegar ég fór að minnast á viðtalið. Þau eiga líka skilið falleg orð frá mér í blaðinu því ég elska þau mest af öllu.“ Eftir þennan formála snýr Sóley sér að veraldlegum gæðum eins og til stóð – sem eru þó ekki bara ver- aldleg því hún valdi stað á heimil- inu sem hún heldur mest upp á. Úti í horni inni í stofu lætur hún gjarn- an fara vel um sig með værðarvoð, tölvuna og köttinn sinn. „Þar líður mér best, þar vinn ég best og þar er ég mest, fyrir utan þegar ég sef eða borða,“ segir hún. „Sit þarna ósjaldan eftir að börnin eru sofnuð og jafnvel eiginmaðurinn, og und- irbý fundi, skrifa ræður og greinar og krúttast svolítið á fésbókinni.“ Hún kveðst kúra undir klassísku, íslensku ullarteppi úr Álafossi sem hún telur algerlega nauðsynlegt á hverju heimili. „Sérstaklega þar sem leðursófar eru,“ segir hún og kveðst reyndar helst vilja hafa ull nálægt sér alls staðar. Svo lýsir hún kátbroslegum aðstæðum við myndatökuna vegna óþekktar kattarins. „Ég settist á minn stað og hefði ekki verið búið að koma upp meðalstærð á stúd- íói í þessari litlu íbúð hefði köttur- inn eflaust viljað vera hjá mér og hjúfra sig upp að mér. En því var aðeins öðruvísi farið í þetta sinn og eftir myndatökuna var ég orðin loðnari en hann!“ gun@frettabladid.is Úti í horni með værðar- voð, tölvuna og köttinn Um leið og Sóley Tómasdóttir borgarfulltrúi hafði samþykkt viðtal um uppáhaldið á heimilinu var ljós- myndarinn mættur. Hún stillti sér upp en fékk svo bakþanka eins og eftirfarandi símtal ber með sér. „Hefði ekki verið búið að koma upp meðalstærð á stúdíói í þessari litlu íbúð hefði kötturinn eflaust viljað vera hjá mér og hjúfra sig upp að mér,“ segir Sóley hlæjandi. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Viðhaldsfríar ÞAKRENNUR Smiðjuvegi 4C Box 281 202 Kópavogur Sími 587 2202 Fax 587 2203 hagblikk@hagblikk.is www.hagblikk.is Varmaskiptasamstæður loftræstistokkar og tengistykki Hágæða Þegar hús eru klædd með „viðhaldsfrírri“ klæðningu er nauðsynlegt að nota „viðhaldsfríar“ þakrennur. Rennurnar frá Grövík Verk í Noregi eru gerðar úr 0,9 mm áli og tærast ekki, ryðga, né brotna. Fyrsta rennan var framleidd árið 1956 og er enn í notkun. Litir til á lager: Svartar, hvítar, rauðbrúnar og ólitaðar. A u g l. Þ ó rh il d a r 1 4 6 0 .2 4 Listhúsinu Laugardal, 581 2233 • Baldursnesi 6, Akureyri, 461 1150 Opið virka daga kl. 10.00 - 18.00 – laugardaga 12.00 - 16.00 Fyrst og fremst í heilsudýnum JÓLATILBOÐ á stillanlegum rúmum 6 mán. vaxtalausar greiðslur Söluaðilar.: Járn og gler hf - Garðheimar - Húsasmiðjan - Búsáhöld Kringlunni - Pottar og Prik Akureyri. www.weber.is Frábært úrval af gjafavörum frá Weber Auglýsingasími – Mest lesið

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.