Veðrið - 01.04.1959, Page 5
2. Veðurkorl 18. febr. 1959. „Lœgð út af Vestfjörðum“.
lands, en ennþá var frost austan lands. Var þetta upphaf umskiptanna, því að
daginn eftir gerði þíðu, regn og 4—7 stiga hita, jafnvel 9 stig í Vopnafirði.
Slóð lægðanna, sem áður lá austur Atlantshaf fyrir sunnan land, var nú kom-
in alla leið norður yfir Grænlandshaf. Um leið dró úr hæðinni yfir Grænlandi,
en aftur á móti myndaðist voldugt háþrýstisvæði yfir Norður-Evrópu. Streng-
urinn í háloftunum lá yfir lsland og flutti með sér hverja lægðina á fætur ann-
arri suðvestan úr hafi: umhleypingarnir voru gengnir í garð, og þeir stóðu út
allan febrúarmánuð og raunar lengur.
Eitthvert mesta veðrið, sem gekk yfir landið í þessari hrinu, kom aðfara-
nótt 18. febrúar, og er hér birt veðurkort frá því klukkan 5 þá um morguninn.
Er jrá djúp lægð út af Vestfjörðum á hraðri hreyfingu norðaustur. Þrýstilín-
urnar kringum lægðina eru geysiþéttar og sýnir það, að hvassviðri muni vera
mikið yfir landinu, enda var þetta morguninn, sem vitaskipið Hermóður fórst í
ofviðri út af Reykjanesi. Hæðin yfir Grænlandi er Jrarna lítt áberandi, en aftur
er mikil hæð yfir Evrópu. Þar eru stillur og þokuloft, og var svo löngum þetta
tímabil.
Annað kort frá þessu tímabili sýnir, hvernig lægðum var háttað þ. 8. febrúar,
en þann dag mun togarinn Júlí hafa farizt á Nýfundnalandsmiðum. Þá var
veður meinlítið hér á landi, en óvenju djúp lægð suður af Grænlandi olli NV-
ofviðri yfir hafinu norður af Nýfundnalandi, eins og ráða má af kortinu. Er
jrað ekki óalgengt, að lægðir, sem koma norðaustur um Nýfundnaland, dýpki
VEÐRIÐ — 5