Veðrið - 01.04.1959, Page 8
tíð vita menn, að svipað gerist í lofthjúpnum umhverfis jörðina. Og þegar
bændur voru orðnir ójjreyjufullir vegna langvarandi votviðra eða margra mán-
aða innistöðu og uppiskroppa með hey, vonuðust þeir eftir, að hver tunglkoma
og jafnvel kvartilaskiptin færðu Jieim hinn langþráða þurrk eða hláku. Og
hér var auðvelt að láta blekkjast. Einu sinni í viku eru tímamót í myndbreyt-
ingum tungls: Nýtt — kvartilaskipti — fullt. Veðurbreytingar má jrví auðveld-
lega rekja til næstu tímamóta á undan eða eitir, jjó að stundum skakki ef til
vill 2—3 dögum.
Rækilegar rannsóknir hafa verið gerðar á verkunum hita, kulda, mismun-
andi rakastigs, mismunandi loftþynningar á líkama og lífsstörf manna og dýra.
Þessar rannsóknir hafa sýnt, að efnasamsetning blóðs, starf hjarta og lungna,
efnaskipti og önnur lífsstörf fara mjög eftir loftslagi og taka breytingum, ef
menn flytja búferlum í loftslag mjög ólíkt því, er þeir áður bjuggu við. Hins
vegar mun minna vera um athuganir á jieim breytingum á líðan og háttum
manna og dýra, er getið var um í upphafi þessa máls. Þó munu Jjað vera rann-
sóknir í þessa átt, sem dr. Helgi Tómasson, yfirlæknir á Kleppi, hafði haft með
höndurn um margra ára skeið, er hann féll frá, en ekki er vitað, hve langt þær
voru komnar eða að hve miklu leyti unnið er úr þeim.
Reyndir læknar hérlendis hafa veitt jtví eftirtekt, að oft korna kvartanir frá
mörgum gigtarsjúklingum svo að segja á sönut stundu. Þeir hafa verið verkja-
litlir um tíma, en versnar svo allt í einu, mörgurn samtímis, Jjannig að varla
getur verið um tilviljun að ræða. Væri ekki ófróðlegt að safna um jjetta skýrsl-
um frá sem flestum læknum, líkt og safnað er skýrslum um farsóttir. Hér hefur
þetta ekki verið gert. Reynsla erlendra lækna gengur mjög í sömu átt og hér.
Þeirri tilgátu hefur verið varpað fram, að það sé lækkun loftjjrýstings, sem
þessu veldur. Eftir jjví er maðurinn — eða a. m. k. hinir næmu gigtarsjúklingar —
eins konar loftvog, sem finnur á sér veðurbreytingar mörgum klukkustundum
fyrirfram. Og það eru ekki gigtarsjúklingar einir, scm eru næmir fyrir þess-
um áhrifum. Þeir sem eiga vanda til höfuðverkjakasta, fá þau einna helzt með
fallandi ioftvog. Botnlangaköst eru tíðari þá en ella. Enn fremur iiefur athug-
un leitt í ljós, að þegar loftvog er fallandi, eru sjálfsmorð tíðari lieldur en þegar
loftvog er stöðug eða stígandi. Og ioftþrýstingurinn virðist verka á sálina, ekki
síður en á líkamann. í Tokyo í Japan hafa menn fundið, að menn verða gleymn-
ari, Jjegar loftvog fellur. Þetta uppgötvaðist við það að telja saman um lengri
tíma, hve mörgum piikkum og regnhlífum fólk gleymdi í strætisvögnum og
bera það saman við breytingu loftvogar á hverjum tíma. Enn fremur hefur jjað
sýnt sig, að slys verða fleiri með fallandi loftvog. Menn eru vanstilltari og skap-
styggari. Það gæti jjví komið sér vel að líta á loftvogin, áður en lagt er af stað
til manna í erindagjörðum, sem mikið veltur á, að vel sé tekið. Og í jjessu sam-
bandi er jjað ekki loftvogarstaðan, sem máli skiptir, ekki það, hvort loftvogin
stendur á góðviðri eða stormi, heldur hitt, hvort hún er stígandi eða fallandi.
Gigtarkastið eða ólundin er ef til vill rokin út í veður og vind, þegar óveðrið
er skollið á.
8 — VEÐRIÐ