Veðrið - 01.04.1959, Qupperneq 20

Veðrið - 01.04.1959, Qupperneq 20
3. Ratsjármynd 4. febr. kl. 20,15. Kuldaskil um 60 sjómílur vestur af Keflavili. Þann 4. febrúar 1959, kl. 17 ísl. tími, var víðáttumikið háþrýstisvæði yfir Bretlandseyjum og Norðurlöndum. Miðja háþrýstisvæðisins var yfir Norður- sjó, eins og sést á 1. myndinni. Yfir Grænlandshafi var grunn lægð og skammt vestur af Reykjanesi voru kuldaskil, sem hreyfðust hægt austur á bóginn. Aust- an við kuldaskilin var sunnanátt, 6—9 vindstig, með rigningu og þokusúld. Hiti var 7—8 stig. Vestan við skilin var hæg vestanátt, 1—3 vindstig, og smáél. Hiti var Jrar i—2 stig. Síðdegis fjórða febrúar fórum við að svipast eftir kuldaskilunum á ratsjánni og klukkan 17,30 sáust þau um 110 sjómílur vestur af Keflavík. Þá var byrjað að taka ljósmyndir af ratsjárskífunni. Alls voru teknar 8 myndir af skífunni á meðan skilin nálguðust Keflavík. Síðasta rnyndin var tekin klukkan 2 eftir miðnætti, en skilin þokuðust austur yfir Garðskaga og fóru yfir Keflavík rnilli kl. 4 og 5 um morguninn 5. febrúar. Á mynd nr. 3 sést, hvar skilin eru, um 60 sjómílur vestur af Keflavík, en sú mynd var tekin klukkan 20,15 um kvöldið 4. febrúar. Fjórða myndin var tekin klukkan 23,30 sama kvöld, en þá eru skilin komin inn á Faxaflóa. Til glöggvunar þeim, sem ekki hafa séð á ratsjárskífu skal nú reynt að út- skýra myndirnar nr. 3 og 4. VEÐRIÐ 19

x

Veðrið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Veðrið
https://timarit.is/publication/369

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.