Veðrið - 01.04.1959, Side 21

Veðrið - 01.04.1959, Side 21
4. Ratsjármynd 4. febr. lil. 23,30. Kuldaskil á Faxaflóa. Töluhringurinn umhverfis myndirnar tilgreinir áttirnar og eru þær rétt- vísandi. Talan 360 merkir norður, 90 austur, 180 suður og 270 vestur. Skellan á miðri myndinni orsakast a£ því, að bylgjur ratsjárinnar endurkastast frá yfir- borði jarðarinnar í næsta nágrenni við ratsjána. Til norðurs sést Snæfellsnes- fjallgarðurinn. 1 norðnorðaustur eru Mýrafjöllin og þar næst koma Hafnar- fjall, Akrafjall, Esjan og í austur sést Reykjanesfjallgarðurinn. I vesturátt er ógreinileg rönd á myndinni, en það eru einmitt kuldaskilin, sem um getur í greininni. Ástæðan fyrir því, að skýin eru daufari á myndinni en fjöllin, er sú, að endur- urkastið frá fjöllunum er algjört, en frá skýjunum fer það eftir stærð og fjölda dropanna hve endurkastið verður mikið. Dropi, sem er 2.0 mm í þvermál endurkastar jafnmikið og 4096 dropar, sem eru hver um sig 0.5 mm í þvermál, þ. e. endurkastið er í réttu hlutfalli við sjötta veldið af þvermáli dropans. Þess vegna sjást skúra og éljaklakkar mjög vel á ratsjárskífunni, en þokuský sjást varla. Dæmi hliðstætt þessu er þegar bylgjurnar brotna á strönd landsins. Skelli bylgjurnar á samfellda hamraströnd sést samfelldur brimgarður, en skelli þær á skerjóttri strönd, rofnar brimgarð- urinn og endurkastið frá einstökum skerjum skerst úr. 20 — VEÐRIÐ

x

Veðrið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Veðrið
https://timarit.is/publication/369

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.