Veðrið - 01.04.1959, Blaðsíða 23

Veðrið - 01.04.1959, Blaðsíða 23
brestir urðn vegna þurrks um gróðurtímann eða stórrigninga um uppskerutím- ann? Ef tii vill yrði ltægt að gera eyðimerkur að gróðurlendum og beina óveðri frá þettbýlum svæðunt eða eyða því með öllu. Margir gerðu sér glæstar vonir í þeim efnum um þessar mundir. Mennirnir itafa reyndar lengi talið sig geta haft nokkur áhrif á verðið. Sem dæmi má nefna, að Plutarkos kvað menn hafa tekið eftir, að miklar rigningar geri eftir stórorustur. Mun þá vopnagnýrinn hafa átt að valda rigningunni. Ekki ntun þessi tilgáta hafa við rök að styðjast, en lifði þó lengi, og ltefur lík- lega styrkzt á ný, er fallbyssur og sprengikúlur kontu til sögunnar. Ekki er með öllu útilokað, að snöggar og sterkar loftþrýstingsbreytingar frá sprenging- um geti liaft einhver álirif á regnský, komið úrkomu af stað til dæmis, en ósannað er það. Árið 1871 setti verkfræðingur í Bandaríkjunum fram þá kenningu, að mikil notkun sprengiefna í orrustum ylli rigningu. Hann hélt skoðun sinni fram nreð slíkum sannfæringarkrafti, að árið 1891 lagði Bandaríkjaþing fram 9000 dollara til að gerðar væru regngerðartilraunir að forsögn hans. Var þetta allrífleg fjár- upphæð í þá daga, því „the almighty dollar" hefur ekki sloppið algerlega við gengisrýrnun hinna síðustu og verstu tíma, l'rekar en annar góður gjaldmiðill. Enginn jákvæður árangur varð af þessum tilraunum. Eftir að flugvélar komu til sögunnar, voru margar aðferðir og uppástungur reyndar til að konia af stað regni. Skýjunum var gætt á alls konar „leynileg- um“ samsetningi, rafhlöðnum sandi og sápuspónum, en árangurslaust. Ýmsir vísindamenn stungu upp á, að í skýin væru borin köld efni, svo sem fljótandi kolsýra og fljótandi loft. Þessi efni áttu að þétta rakann í loftinu, en hug- myndir manna um myndun úrkomu voru fremur óljósar í þá daga. Aðalefni þeirra var, að vatnið gufaði upp úr höfunum, vatnsgufan bærist upp í háloft- in, kólnaði þar og þéttist, yrði þar að regni eða snjó og félli aftur til jarðar. Menn gerðu sér ekki grein fyrir, að neinir örðugleikar væru á, að vatnsgufan yrði að regni, heldur álitu, að kælingin ein nægði til Jress. Þá var einnig eðli- legt að álykta, að rigna myndi, ef rakt loft eða ský væru kæld með eitthverju móti. Málið er J)ó ekki svo einfalt, enda misheppnuðust tilraunir, sem byggðar voru á Jtessum liugmyndum. Vatnsgufan í loftinu Jréttist venjulega, þegar Jrað er mettað, sem kallað er, Jrað er Jregar Jrrýstingur vatnsgufunnar liefur náð vissu marki. Mark Jretta er mjög háð liitastigi, hækkar ört með vaxandi liita. Vatnsgufan Jréttist þó ekki, nema liún hafi eitthvað til að setjast á, en oftast er nóg í loftinu af örsmáum saltkristöllum, sem orðið hafa til úr særoki. Á þá þéttist vatnsgufan, og mynd- ar örsmáa vatnsdropa, 1—2 hundruðustu hluta úr millimetra að Jrvermáli. Má geta nærri, hvílíkur urmull Jreirra er í litlum skýhnoðra, hvað þá í stórum skýjabreiðum. Sé loftið hins vegar alveg hreint, þéttist vatnsgufan ekki, loftið verður „ofmettað", og gufuþrýstingurinn í því rneiri en svarar til venjulegs mettunarþrýstings. Slíkt kemur Jró sjaldan fyrir í náttúrunni svo nokkru nemi. Smádroparnir í skýjunum lalla ekki til jarðar, því Jreir eru svo léttir, að 22 VEÐRIÐ

x

Veðrið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Veðrið
https://timarit.is/publication/369

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.