Veðrið - 01.04.1959, Síða 24
mjög lítið uppstreymi nægir til að lylta þeim. A£ þessum sökum héldu einstaka
vísindamenn því fram fyrir aldamót, að droparnir væru holir að innan. Aukist
vatnsmagnið í loftinu, stækka droparnir freniur lítið, heldur fjölgar þeim —
skýin þéttast og stækka. Eins og áður er sagt, er þvermál þeirra einn til tveir
liundruðustu hlutar úr millimetra, en litlir regndropar eru um einn millimetra
í þvermál, eða allt að milljón sinnum stærri að rúmmáli. Eitthvað þarf að
koma fyrir, til að nokkrar milljónir smádropa í skýjunum renni saman í einn
regndropa. Menn gætu látið sér detta í hug, að smádroparnir frysu, e£ þeir
bærust upp fyrir frostmarkshæð, og rynnu þá saman í snjófiyksur. Svo er þó
ekki. Fái þeir að vera í friði, geta þeir haldizt ófrosnir, þótt frost sé 25 stig eða
meir. Sagt er, að vatn, sem ófrosið er fyrir neðan frostmark, sé ofkælt, og sama
heiti er einnig notað um ský, sem myndað er úr vatnsdropum, en er þó kaldara
en 0° C. Ofkældur vatnsdropi frýs strax og hann rekst á ískristall. Sama verð-
ur einnig, ef hann rekst á rykagnir, sem þyrlazt hafa upp í loftið, en þó því
aðeins, að frost sé 10—15 stig.
Ef ískristallar myndast í ofkældu skýi eða berast inn í það, má búast við, að
það breytist mjög ört. Smádroparnir frjósa um leið og þeir snerta ískristallana,
mynda nýja kristalla og svo koll af kolli. Ekki er einu sinni nauðsynlegt, að
snerting verði milli vatnsdropanna og ískristallanna. Svo vill til, að mettunar-
þrýstingur vatnsgufu er minni yfir ís en vatni. Loftið í skýinu, sem var full-
mettað, meðan í því voru vatnsdropar aðeins, verður þá ofmettað miðað við
ísinn. Vatnsgufan þéttist því á ískristallana, loftið verður þá vanmettað miðað
við vatnsdropana, og þeir gufa upp. Rakinn úr þeim þéttist svo fljótlega á ís-
kristallana. Innan skamms hafa þeir stækkað og myndað snjó, sem fellur til
jarðar sé kalt í veðri, en ef frosmarkshæðin er nokkur hundruð metra yfir jörðu,
bráðnar snjórinn á leiðinni og verður að rigningu.
Tilgátur þær um myndun úrkomu, sem lýst hefur verið lauslega hér að fram-
an, voru að mestu settar fram á árunum 1933 til 1937. Höfundar þeirra voru
Svíinn Tor Bergeron og Þjóðverjinn Walter Findeisen. Rannsóknir, sem síðan
hafa verið gerðar, hafa staðfest þær í öllum meginatriðum. Samkvæmt þessum
tilgátum lá nokkuð nærri að álykta, að vöntun á ískristöllum gæti oft komið
í veg fyrir úrkomu, þótt önnur skilyrði til hennar væru fyrir hendi. Ef til vill
gætu þá mennirnir aðstoðað náttúruna og lagt til ísinn.
Á stríðsárunum síðustu fól Bandaríkjastjórn General Electric félaginu að
gera ýmsar rannsóknir varðandi myndun reyks og þoku, er nota mætti til að
dylja liernaðaraðgerðir. Vincent Schaefer, vísindamaður í þjónustu félagsins,
vann ásamt fleirum að þessunt tilraunum. í sambandi við þær bjó hann eitt
sinn til ofkælda þoku í írystikistu, og sáldraði síðan þurrísmolum á hana. Mynd-
aðist þá urmuli ískristalla í slóð þeirra, og innan skamms voru allir vatnsdrop-
arnir í þokunni frosnir. Schaefer datt í liug, að á líkan liátt mætti „frysta" of-
kæld ský og fá úr þeim rigningu eða snjó, samkvæmt kenningum þeirra Berger-
ons og Findeisens. Velja þyrfti ský, sem næði allhátt upp fyrir frostmarkshæð,
og dreifa á það þurrís úr flugvél. Tilraun þessari og árangri hennar var lýst
VEÐRIÐ — 23