Veðrið - 01.04.1959, Page 25

Veðrið - 01.04.1959, Page 25
liér í upphafi greinarinnar, og nægir aðeins að minna á, að hún heppnaðist franiar ölfum vonum. Skömmu siðar fann samstarfsmaður Scfiaefers, Vannegut að nafni, upp aðra aðferð til að búa tif ískristalla. Hér að framan liefur verið sagt, að smágert ryk geti fryst ofkælda þoku, ef frost væri 10—15 stig. Vannegut uppgötvaði, að krist- allar úr silfurjoðíð breyttu vatnsdropum í ís, þótt frostið væri ekki nema 3—8 stig. Silfurjoðíðkristalla er hægt að framleiða með því að leiða örlítið af silfur- joðíðupplausn inn í heitan loga, og láta síðan reykinn leggja upp i skýið, sem á að láta rigna úr. Einnig er hægt að setja silfurjoðíðið í rakettu og skjóta því upp í skýið. Aðferð Vanneguts er ódýrari en hin, jiar sem á annað borð er hægt að koma henni við. Strax og árangur tilrauna þeirra Schaefers og Vanneguts var birtur, hófu margir aðrir regngerðartilraunir, en um leið liófust einnig miklar deilur um hagnýtt gildi þeirra. Ekki var dregið í efa, að ský breyttust við tilraunirnar, og tekizt hefði að fá úrkomu úr sumum þeirra. En ýmsir álitu, að þegar skilyrði væru til regngerðar, myndi einnig rigna af náttúrlegum orsökum, án aðgerða af manna liálfu. Regngcrðarmennirnir stóðu liins vegar á því íastar en fót- unum, að þeir gætu aukið úrkomuna. Deilur um þetta urðu allharðar og ekki alltaf sem vísindalegastar. Regngerðartilraunir urðu þó fremur almennar, og settu regngerðarmenn upp 2—20 cent á ekru fyrir starf sitt (1 ekra er um 4000 fermetrar). Landeigendur, borgir, sveitarfélög og rafveitur í Bandaríkjunum vörðu um tíma 3—5 milljónum dollara árlega tii regngerðartilrauna. Þegar hér var komið, þótti stjórnarvöldum Bandaríkjanna rétt að láta rann- saka eins nákvæmlega og tök voru á, hver árangur væri að regngerðartilraun- um. Nefnd var stofnuð í þessu skyni seint á árinu 1953, og skilaði hún áliti sínu í árslok 1957. Hún hafði þá safnað gögnum víðsvegar að og fylgzt með mörgurn tilraunum, sem gerðar voru á starfstíma hennar. Niðurstaða nefndar- innar varð, að árangur regngerðartilrauna væri mjög mismunandi eftir stað- arliáttum. Við vesturströnd Bandaríkjanna myndast ský jafnan, er rakur loft- straumur fer yfir Klettafjöllin og aðra fjallgarða þarna. Skýin verða oft þykk, en ekki verða þau alltaf að úrkomuskýjum, því þau eru staðbundin við fjall- garðana, og loftið i jteim hlýnar, þegar það er komið yfir fjöllin og leitar niður aftur. Rakinn, sem þéttist í því meðan það fór yfir fjallið, verður þá aftur að ósýnilegri vatnsgufu. En sé þurrís eða silfurjoðíði dreift í skýin yfir fjöllunum, heppnast oft að „veiða“ rakann, og gera hann að úrkomu, áður en liann kemst alla leið yfir. Á þessum slóðum gáfu regngerðartilraunirnar allgóða raun að áliti nefndarinnar, juku meðalúrkomu á ýmsum svæðum um 10—15 prósent. Ekki er alls kostar rétt að tala um regngerð x þessu sambandi, því oft varð lnin snjór, sem féll í fjalllendi. Landbúnaðurinn hafði því lítið gagn af þessum til- raunum, en úrkoman jókst á vatnasvæðum virkjaðra fallvatna, enda stóðu raf- veiturnar oftast fyrir tilraununum. Stöðvarnar, sem framleiða silfurjoðíðreykinn, jxurfa oft að vera uppi í óbyggð- um, og hal'a því verið gerðar fjarstýrðar í seinni tíð. Þær eru þá settar af stað 24 — VEÐRIÐ

x

Veðrið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Veðrið
https://timarit.is/publication/369

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.