Veðrið - 01.04.1959, Qupperneq 27

Veðrið - 01.04.1959, Qupperneq 27
Ritfregnir SkÝJABÓK. Veðurstofa íslancls ga£ út. Reykjavík 1950. í Jtessari bók eru 72 skýjamyndir, forkunnar vel prentaðar í eðlilegum litum. Eru myndirnar prentaðar í Svisslandi á vegum Aljtjóðaveðurfræðistofunnar í Genf, en myndatextar á íslenzku hafa verið settir við Jtær. Framan við myndirnar er ýtarlegur formáli. Að efni til er hann þýðing úr hinum enska inngangi, sem fylgir skýjabók Alþjóðaveðurfræðistofunnar í Genf, en þýðinguna liefur Páll Bergþórsson veðurfræðingur annazt. Auk Jsess ritar liann bókarauka um veðurjyrirbœri og stuttan kafla Um ský og veðurspár. í innganginum er lýst helztu ættum og tegundum skýja, afbrigðum Jteirra, auðkennum og myndbreytingum. Til hægðarauka er skýjum skipt í 10 ættir, og ntunu nöfnin ein gefa lesend- um nokkra hugmynd urn sérkenni þeirra: 1. klósigar, 2. maríutásur, 3. blika, 4. netjuský, 5. gráblika, 6. regnþykkni, 7. flákaský, 8. þokuský, 9. bólstraský, 10. skúraský. — En svo eru fjöldamargar teg- undir og afbrigði innan hverrar ættar, sem oft er erfitt að greina í sundur með vissu eða ættfæra. í veðurfræði eru yfirleitt notuð latnesk skýjaheiti, og er Jrað mikill kostur í samskiptum Jtjóða í milli, t. d. við flugspár á langleiðum. Það kemur í veg fyrir misskilning, og sömuleiðis má þá nota sömu skammstafanir eða einkennisstafi um illar jarðir. Klósigi lieitir t. d. Cirrus á latínu, jafnan skammstafað Ci. Þcssi skýjabók er fyrst og fremst ætluð veðurathugunarmönnum til leiðbein- ingar. Þess vegna kom varla til mála að hafa skýjanöfn á erlendu máli, og j)ví síður dugði að nota framandi lýsingarorð til þess að lýsa útliti skýja. — Allt hið latneska nafnakerfi hefur því verið fært til íslenzks máls og samræmt svo sem bezt mátti verða. Hér eru ekki ýkjamörg nýyrði, en þýðandinn hefur graf- ið upp býsna mikinn gamlan orðaforða, valið úr honum og fellt inn í liið fast- mótaða orðakerfi í stað latínunnar. Til þess hefur að vísu Jmrft víða að hnika til eða teygja merkingu orðanna, eins og þýðandinn segir í formála sínum. Blika er t. d. gamalt og gott orð, sem allir kannast við. „Nú lízt mér ekki á blikuna". En í raun og veru hefur merkingin verið á reiki. Nú — og raunar fyrir löngu — hefur merking þess verið bundin við Cirrostratus, þunna ljósleita skýja- hulu, sem oftast boðar veðrabrigði. Fyrir mörgum árum var ég að leita að íslenzku heiti á Allo-stratus, en það, er gráleitt skýjaj.ykkni, sem oftast fylgir í kjölfar blikunnar. Mér datt í hug stef Einars Benediktssonar: „Gráblikur yzt fyrir landi lýsa ... “ Auðvitað hefur Einar ekki haft neina sérstaka skýjategund í huga, en nú hefur nýyrði hans verið tekið traustataki og merkingin afmörkuð sem heiti á Altostratus. Er ekki að orðlengja það, að Páll Bergþórsson hefur leyst verk sitt prýðilega 26 — VEÐRIÐ

x

Veðrið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Veðrið
https://timarit.is/publication/369

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.