Veðrið - 01.04.1959, Síða 29

Veðrið - 01.04.1959, Síða 29
JÓN EYÞÓRSSON: V eðurdagbækur ÞaS er kunnara en frá þurfi að segja, að fjölcli manns á landi hér hefur skrif- að dagbækur, einkum í sveitum. í fásinninu hefur veðrið, skepnuhöld og gesta- komur orðið helzta uppistaðan, veðrið þó langsamlega mest. Það er síbreytilegt og ræður auk þess mestu um daglega líðan manna og afkomu. „Ég er bóndi, allt mitt á undir sól og regni.“ Stöku maður hefur eingöngu haldið dagbækur yfir veðrið, byrjað ungfullorð- inn og haldið því áfram fram í gráa elli. Það þarf rnikla ástundun til að gera þetta, og mér hefur oft orðið til þess hugsað, hversu mikill skyldleiki er með þessum dagbókahöfundum og hinum nafnlausu sagnahöfundum. Enginn biður þá eða hvetur til að skrifa, engu er það launað, og óvíst er hvort verkið verður nokkurs metið eða varðveitt af erfingjunum. Mér hafa borizt sýnishorn af nokkrum sllkum veðurbókum. Þær eru einhæfar og lítill skemmtilestur. En ég ber mikla virðingu fyrir höfundunum, og vitan- lega geta þær veitt vitneskju um veðurlag í sambandi við einstaka atburði, vitneskju, sem hvergi verður annars staðar fengin. Margt veðurdagbóka eru miklu eldri en hinar skipulögðu veðurathuganir hér á landi. í þeim er geymt mikið orðasafn til veðurlýsinga. Þeir, sem eiga í fórum sinum gamlar veðurbækur úr tíð feðra sinna geta varla ráðstafað þeim á heppilegri hátt en að senda þær Veðurstofu íslands eða Þjóðskjalasafni til varðveizlu. Hér á eftir mun ég taka upp sýnishorn úr nokkrum veðurbókum, sem ég hef undir höndum. Fyrst verður fyrir mér stílabók, sem ég fékk úr handritum Pálma Hannessonar rektors. í þessa bók hefur Sigurður Ólafsson frá Kárastöðum í Skagafirði skrif- að: Ferðalög Gunnlaugs bónda og fræðimanns Jónssonar, síðast að Skugga- björgum í Deildardal. — Tckið samati eftir Ár- og Dagbóli hans á Lbs. nr. 1588. Dagbókin hefst árið 1807, er Gunnlaugur leggur land undir fót og labbar norðan úr Skagafirði suður í Keflavík. Hann er 15 daga á leiðinni, og nú skul- um við sjá, hve langar dagleiðir hans voru og hvernig tíðarfarið var um þær mundir. H. 5. marz leggur hann upp frá Tumabrekku í Óslandshlíð að Hofsstaðaseli. Þá er SV-átt, hvassviðri, úrkomulaust og frost. Þar er hann um kyrrt til h. 9., að suðurferðin hefst. M. 9. Farið frá Hofsstaðaseli að Víðimýri. S-átt, þíðviðrisþeyr, úrkomulaust og hiti. 28 — VEÐRIÐ

x

Veðrið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Veðrið
https://timarit.is/publication/369

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.