Veðrið - 01.04.1959, Síða 30
I>. 10. Frá Víðimýri að Auðkúlu í Húnaþingi. S-átt, þeyviðri, úrkomulaust
og hiti.
M. 11. Farið frá Auðkúlu að Auðunarstöðum. Veður eins og daginn áður.
F. 12. Frá Auðunarstöðum að Melstað. Veður eins og tvo undanfarna daga.
F. 13. Frá Melstað að Stað í Hrútafirði. Logn, þoka, rigning. Norðanátt og
frysti um kvöldið.
L. 14. Verið um kyrrt að Stað. N-átt, snjófjúkél og frost.
S. 15. Farið frá Stað að Kvíum. Logn, hreinviðri (léttskýjað), úrkomulaust
og frost.
M. 16. Frá Kvíum að Ey. Logn, þykkskýjað loft, úrkomulaust og frost.
Þ. 17. Frá Ey að Geitabergi. N-átt, harðviðrisveður, úrk.l. og gaddfrost.
M. 18. Farið frá Geitabergi yfir Hvalfjörð á ísi yfir í Hvammshöfða og að
Meðalfelli. Logn, hreinviðri (léttskýjað), úrk.l. og frost.
F. 19. Frá Meðalfelli að Esjubergi. Sama veður og daginn áður.
F. 20. Frá Esjubergi að Sviðholti. Sama veður og d. áður.
L. 21. Frá Sviðholti að Straumi. Logn, rigning, hiti.
S. 22. Frá Straumi að Þórustöðum. Logn, rigning og hiti.
M. 23. Frá Þórustöðum til Keflavíkur. SA-átt, stormur, stórrigning og hiti.
Gunnlaugur reri í Keflavík til aprflloka og fékk til hlutar 43 fiska af neta-
þorski. Um sumarið stundaði liann sjó á Skagafirði með öðrum verkunt og
fékk 377 fiska til hlutar.
Heimleiðis hélt hann 29. apríl og var þá einnig 15 daga frá Keflavík norður
í Óslandshlíð. Þá dagana lýsir hann veðri á þessa leið:
M. 29. Logn, þykkskýjað loft, hægviðri, úrkl. og frost.
F. 30. A-átt, sólskin, úrk.laust og hiti.
F. 1. A-átt, slormur, dágott veður, úrk.laust og hiti.
L. 2. A-átt, hvassviðri, sólskin, úrk.laust og hiti.
S. 3. Logn, sólskin, úrk.laust og hiti.
M. 4. Logn fyrst, N-átt síðdegis, úrk.laust og hiti.
Þ. 5. N-átt, ofviðrishvass, úrk.laust og frost.
M. 6. N-átt, ofviðrisstormur, úrk.laust og frost.
F. 7. til S. 10. Sama veðurlýsing.
M. 11. Logn, hægviðri, sólskin, úrkomulaust og frost.
Þ. 12. N-átt, snjóéljagangur og frost.
M. 13. Logn, sólskin, gott veður, úrk.laust og hiti.
Alls er þarna skráð 41 ferð fram og aftur milli landsfjórðunga. Þar af eru
28 verferðir (suður og sunnan), liitt eru lestaferðir og sendiferðir.
Gunnlaugur var fæddur 1786 og dó 1866. Hann ólst að miklu leyti upp að
Hofstaðaseli hjá Halldóri Hjálmarssyni rektor og hefur það sennilega átt þátt
í áhuga hans fyrir ritstörfum og fræðimennsku. Búi sínu bjó hann að Skugga-
björgum í Deildardal.
I næsta hefti VEÐURS munu fleiri sýnishorn veðurdagbóka birtast.
VEÐRIÐ — 29