Veðrið - 01.04.1959, Blaðsíða 31

Veðrið - 01.04.1959, Blaðsíða 31
Ur bréfum RAUÐ NORÐURLJÓS Þriðjudaginn h. 25. jan. 1938, kl. tæplega 5, þegar ég að vanda athugaði veðr- ið hér í Hólum var alheiður himinn, að eins ofurlítil skýjadrög við hafsrönd í suðri. Vindur var nv. 2 og 2.2° frost. Klukkan ca. 5i/2 kom einn af piltum inn í símaherbergið, og sagðist liafa séð einkennilega rautt norðurljós yfir austur- fjöllum. Ég var bundinn við símaafgreiðslu og gat ekki farið út til að litast um fyr en um sex leytið. Var þá dimmrautt belti á suðurloftinu; náði það frá Horni og allt til Öræfajökuls, breiðast vestast og austast, en smá mjókkaði til miðju. Ekki get ég vel greint frá því hvað belti þetta var hátt frá liaffleti, en mér virtist það vera hér um bil í þeirri hæð sem sól er hér í hádegis stað um þenna tíma árs. Neðan til við þetta rauða belti, var loftið mjög ljóst, líkt og þar væru dauf norðurljós, með vanalegum litblæ. Liturinn var dumbrauður um miðjuna, en ljósari, nær eldrauður, þar sem beltið var breiðast, við fjöllin. Var þetta fögur sjón og áhrifamikil. Klukkan lítið gengin 7 hringdi Jón Eiríksson hreppstjóri í Volaseli til mín og sagði, að þar væri eldrauður himinn, og í sömu mund sagði stöðvarstjórinn á Djúpavogi, að þar væri sömu rauðu norðurljósin, eða hvað það væri. Um sama leyti var símasamband við Brunnhól, Hala, Fagurhólsmýri og Klaustur, og sást þetta sama fyrirbrigði alls staðar og jafnvel allt til Miðeyjar. Um kl. 7 var hringt frá Seyðisfirði og talaði Snorri símritari við mig og sagði, að um allt Fljótsdalshérað, og allt norður til Vopnafjarðar, sæist afar mikill og óvanalegur roði á lofti, og sagði ég honum, að hér væri allt hið sama. Flaug mér snöggsinnis í hug, að Dyngjufjöll væri nú farin að keppa við félaga sína sunnan Vatnajökuls og byrjuðu með að skreyta himininn svona óvenju magnað. En hvarf strax frá því, þar sem ekkert mistur fylgdi, og allt virtist svo rólegt í náttúrunni, ekkert brak eða brestir fyrr en eftir kl. 8, að útvarpið færði okkur hergnýinn af kosningabaráttunni í Reykjavík! Þegar leið á kvöldið, fór þetta roðaband að leysast upp smátt og smátt, eink- um i miðju, en stórir sveipar héldust lengi fram eftir við austurfjöllin og vesturfjöllin. Stundum grisjaði mjög í gegnum hina rauðu slæðu, og virtist þá sjást í mjög bjartan liiminn, líkt og norðurljós væri á bak við. Eftir því sem lengra leið fram á, tók loft að þykkna, dró hulu nokkra frá norðri suður eftir, en bjart til hafsins. Kl. rétt fyrir 12 á miðnætti, þegar eg athugaði veðrið, var þykknið hula yfir mestallt loftið, og var þá liið rauða band horfið eðlilega. Þó sást enn í áttina til Öræfajökuls allstór rauður sveipur. Sennilegt er, að þetta rauða belti hafi verið allhátt frá jörðu, ])ótt það sýnd- ist nema við Hornið og Öræfajökul. Og ég gæti haldið, að það myncli hafa verið allmikið lægra en vanaleg norðurljós. Hólum, Hornafirði, 26. janúar 1938. Þorleifur Jónsson. 30 — VEÐRIÐ

x

Veðrið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Veðrið
https://timarit.is/publication/369

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.