Veðrið - 01.04.1961, Blaðsíða 4

Veðrið - 01.04.1961, Blaðsíða 4
VEÐRIÐ TÍMARIT HANDA ALÞYÐU UM VHÐURFRÆÐI KEMUR ÚT TVISVAR Á ÁRI - VERÐ ÁRG. KR. 30.00 1. HEFTI 1961 6. ÁRGANGUR RITNEFND: JON EYÞORSSON FLOSl H. SIGURÐSSCIN PÁLL BERGÞÓRSSON HLYNUR SIGTRYGGSSON AFGREIÐSLUSTJÓRI: GEIR OLAFSSON DRÁPUHLÍÐ 27. SÍMI 15131 Ur ýmsum áttum „ER ÓHÆTT AÐ STEYPA í DAG.“ Þessari spurningu er oft beint til veðurstofunnar að vetrarlagi. Oft er erfitt að leysa úr henni með nokkurri vissu, einkum í umhleypingatíð, þegar sæmileg þíða getur verið annað dægrið, en frost og snjóhreytingur hitt. Steypumaður þarf lyrst og fremst að fá vissu fyrir, að hitastig sé ekki undir vissu marki, meðan verkið er unnið, og auk þess þarf hann helzt að hafa tryggingu fyrir því, að ekki hlaupi í verulegt frost næstu 2—3 daga, meðan steypan er að harðna. Stund- um er ógerlegt að vita þetta fyrir, en oft má segja það með sæmilegri vissu. Það fer eftir veðurlagi í það og það skiptið. 1 samhandi við svona fyrirspurnir hef ég orðið var við furðanlega mismun- andi sjónarmið hjá steypumönnum, — jteir segja sjaldan til nafns sins. Sumir segja allt í lagi að steypa í 2 st. frosti, aðrir hafa sama svar, þótt frostið sé 4 st. Sumir spyrja eiginlega alls ekki um hitastigið, en vilja blátt áfram svar við því, hvort þeim sé óhætt að steypa — eða ekki. Ef þeim er ráðið frá því, eiga þeir til að þjarka svolítið um það! Þetta gæti allt verið gott og blessað, ef nokk-. ur trygging væri fyrir því, að veðurfræðingar hæru nokkurt skyn á steinsteypu og veðurskilyrði, sem útheimtast til þess að steypa nái fullri liörku og styrk- leika. — Oft hef ég fyrir mitt leyti efazt um, að byggingamenn, sem spyrja, geri sér sjálfir verulega grein fyrir, hvað megi hjóða steinsteypu — og hvað ekki. Nú hafa ýmisleg hjálparráð komið tif greina hin síðustu ár, sem gera vetrar- steypu áhættuminni en áður, einkum heitt vatn úr Hitaveitunni. Það úti- lokar fyrst og fremst |>á hættu, að steypuefni sé frosið eða svo kalt, að það éti upp talsvert af hinum kemiska varma, sem myndast við bindingu sements í steypunni. Stundum er yljað upp innan veggja með glóðakerum, og loks má slá upp heilu skýli utan um nýbygginguna, ef ekki þarf að liorfa í krónuna! FLÖT ÞÖK OG STEYPT ÞAKSKEGG. Fyrir 20—30 árum, að ég ætla, var sá siður upp tekinn hér á landi, að steypa bríkur undir þakrennur á húsveggi, og þótti framfiir að losna við hinar hvim- VEÐRIÐ --- 3

x

Veðrið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Veðrið
https://timarit.is/publication/369

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.