Veðrið - 01.04.1961, Blaðsíða 5

Veðrið - 01.04.1961, Blaðsíða 5
leiðu og endingarlitlu járnrennur. Nú orðið ber mjög á Jrví, að Jressar steyptu bríkur molni og líti út sem fúaraftar. Sums staðar hefur orðið að höggva [jær upp með ærnum kostnaði. íslenzk veðrátta er mikið eyðingarafl. Hún mylur fjöll og kletta; og hví skyldi hún Jrá ekki einnig bitna á handaverkum manna? Að minnsta kosti verður mjög að vanda til þeirra, ef vel á að fara. Járnbent múrbrík verður fyrir miklum aðsúg veðra, regni, frostum og sólarhita á víxl. Lítil og lítt sýnileg sprunga er nóg til Jtess, að loft og vatn komist að styrktar- járnum, ekki sízt ef Jtau eru óvandlega lögð og liggja yzt í steypunni. Ef járn- in byrja að ryðga, tærast Jxiu smásaman og verða haldlaus með öllu, en bleyta og frost fylla holurnar og hraða eyðileggingunni. Mér virðist sem hvorki arkitektar né byggingameistarar geri sér Jiessar hættur fyllilega Ijósar, og oft skortir stórlega á vandvirkni við steypuvinnu. Henni er sums staðar blátt áfram sóðað af, — en af miklu kappi. Byggingamenn Jnirfa að hafa íslenzka veðráttu í huga, jafnvel þótt þeir nemi sín fræði suður í sólarlöndum. Þeir verða að hugleiða, hvort erlendar fyrir- myndir muni duga „íslenzkt í veður“, áður en þeir taka Jrær upp og mæla með Jreim. Fyrir svona 30 árum gaus upp sú skoðun, að öll Jtessi ris með viðum og þakklæðningu væru ójiörf. Einfaldast væri og smekklegast að steypa slétta plötu yfir allt saman — og Jrar með basta! Nokkur hús voru reist á Jrennan hátt. — Nú er búið að setja ris á þau öll, að ég held. Næst skyldi þakhalli vera örlítill — til sparnaðar. En þau þök leka flest innan tíðar, því að hér fylgir stormur oft regni svo fast eftir, að hann drífur það upp í móti og inn undir samskeyti á þakplötum, enda Jtótt ríflega sé skarað. — Enn meiri hætta er búin rislitlum þökum með asbestskífum. Járnið er sjálfsagt bezta Jj.akklæðning í okkar veðr- áttu. Við skulum Jjví hætta að kippa okkur upp við Jjað, Jjótt vinir okkar danskir fitji upp á nefið og tilkynni drýgindalega, að Jjeir noti bárujárn aðeins á fjós og hlöður. Hitt er annað mál, hvort allt þakjárn Jjarf að vera báru- járn. Mætti ekki hafa bárurnar smærri og slétta fleti á milli — eins og á almín- plötum? STEYPUGALLAR. Mörg hús í Reykjavík bera þess menjar, að þau liafa verið steypt í frosti. Eftir hverja rigningu koma fram dökkar rákir á veggjum Jjeirra, duldar sprung- ur, Jjrátt fyrir vandaða múrhúðun. T. d. má nefna suma veggi stýrimannaskól- ans, þeirrar veglegu byggingar. Sums staðar sjást láréttar, dökkar línur á hús- veggjum, Jjar sem gólfplata og veggur mætast. Þetta er eins oft af sóðaskap eins og frosti. Sag og tréspænir hafa setið á plötunni og verið steypt ofan á — og síðan múrhúðað utan yfir allt saman. í rigningu drekkur sagið vætuna í sig — og verkið lofar meistara sinn! Af þessum Jjankaljrotum dreg ég þá ályktun, að ýmsir iðnaðarmenn, arkitektar og verkfræðingar þyrftu að vita meira um veðrið og eyðingarmátt þess en Jjeir virðast almennt gera, ef dærna skal af verkum Jjeirra. /• Ey. 4 --- VEÐRIÐ

x

Veðrið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Veðrið
https://timarit.is/publication/369

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.