Veðrið - 01.04.1961, Page 10

Veðrið - 01.04.1961, Page 10
skriíar: „Þ. 26. gerði hér feikna mikla snjókomu og var svo mánuðinn út, nema breyttist í slyddu og rigningu síðustu dagana. Snjókomu man ég ekki svona mikla á jafnskömmum tíma um margra ára skeið." Sömu daga slitnuðu raf- og símalínur í Eyjafirði og á Fljótsdalshéraði undan krapajtunga og staurar brotn- uðu. Tvo síðustu daga ársins var austanátt og hláka á láglendi. Janúar. Flestir veðurathugunarmenn telja mánuðinn góðan. Valgerður Kristjáns- dóttir í Stykkishólmi lýsir honum svo: „Frostlaust var til þ. 3„ en þá hvessti af norðri og gerði dálítið frost. Norðanáttin varaði ekki nema rúman dag, en frostið hélzt til Jr. 11., þá hlýnaði og mátti heita frostlaust úr því út mánuð- inn, en oft voru umhleypingar. Heita má, að það hafi verið ágætistíð í þessum mánuði, snjólaust að kalla í byggð og fjallvegir greiðfærir bilum" Frá gagnstæðu landshorni barst mjög svipuð veðurlýsing: „Janúar hófst með hægri austanátt, þíðviðri og rigningu. Þ. 4. brá til norðan- og norðaustanáttar með snjókomú, frysti og hélzt Jrað til hins 11., en þá skipti um, gerði sunnanátt, sem síðan hélzt óslitið til mánaðamóta. Þ. 14. var jörð orðin alauð á láglendi, og þ. 18. fann ég hvergi frost í jörð.“ Þetta skrifar Halldór Víglundsson á Dalatanga. Þeir Norð- lendingar, sem á láglendi búa, tala um einmuna tíð, en uppi á Hólsfjöllum urðu aðeins skammvinnir spilliblotar. Á Suðurlandi er tíðarfar einnig gott. „Hlýindi og veðursæld voru einkenni þessa mánaðar. Snjólaust að kalla mánuðinn út,“ er skrifað frá Brjánsstöðum i Grímsnesi. Ekki var þó mánuðurinn án storma. Landssynningsrok gekk yfir Suðurland aðfaranótt þ. 11., og þ. 15. gerði hvassviðri af suðri og vestri með þrumum um vestanvert landið. Það veður stóð stutt, en þau óvenjulegu tíðindi gerðust að eklingu laust niður í bæ, með þeim afleiðingum, að bæjarhús brunnu og nokkrar kýr fórust í fjósi. Var þetta á Neðra-Hóli í Staðarsveit. Febrúar. Tíð var góð um allt land. Frá Hamraendum í Dalasýslu barst þessi veðurlýs ing: „Tíð var smáviðrasöm og góð. Engir stormar og má það teljast óvenjulegt í febrúarmánuði. Úrkoma var þó nokkur, mest þ. 22.-23., þá urðu töluverðir vatnavextir og dálitlir skemmdir á þjóðvegum." Norðar á Vesturlandi nefna menn aftur á móti einn hvassviðrisdag, þ. 19. Norður á Húsavík var „nokkurt frost fyrstu dagana, en síðan milt veður, oft líkara sumartíð en vetrar. Úrkoma flesta daga, en aldrei mikil. Veðurhæð aldrei mikil, en sjaldan logn“. Á Þor- valdsstöðum í Skeggjastaðahreppi var kalt og nokkur snjókoma framan af mán- uðinum, en einmuna veðurblíða eftir miðjan mánuð: „Þ. 17. gekk í sunnan átt og hlýnaði og gerði lilákur miklar. Frá þeim degi var hver dagurinn öðrum hlýrri fram til mánaðamóta. Sunnanátt, sólskin og blíðviðri, en að jafnan nokkuð hvasst, jörð rnarauð og þíð, aurbleyta á vegum og ár og lækir ruddu sig sem á vordegi." Sunnan lands var lítils háttar frost og stillt veður fyrstu vikuna, en frostlítið úr því. Dagana 19,—21. gerði þar suðaustan- og suðvestanhvassviðri með slyddu og rigningu, en annars voru veður meinlaus. VHÐRIÐ --- 9

x

Veðrið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Veðrið
https://timarit.is/publication/369

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.