Veðrið - 01.04.1961, Side 11

Veðrið - 01.04.1961, Side 11
Marz. Mánuðurinn var mjög umhleypingasamur. Fram um þ. 20. kom hver lægðin af annarri suðvestan úr hafi og fór norður Grænlandshaf. Á Arnarstapa er tíðar- farinu lýst á þessa leið: „Það hefur verið umhleypingasamt allan mánuðinn, næst- um komið á öllum áttum sama sólarhringinn. Mun kaldara eftir þ. 13. Allar skepnur á fullri gjöf.“ Á Lambavatni er talið reglulegt vetrarveður, umhleypinga- samt og stórgert, en oftast kuldalítið. I lok mánaðarins var þar töluverður snjór. Veðurlag á Suðurlandi var mjög svipað því sem lýst hefur verið á Vesturlandi. Frá Leirubakka á Landi barst þessi veðurlýsing: „Framan af mánuðinum eða til þ. 14. var suðlæg átt ríkjandi, éljagangur og hlákublotar. Þ. 5. var þó norðan and- vari. — 14. til 16. Vindátt hvarflaði milli norðurs og austurs, síðan lygnt og hæg suðlæg átt með þoku og lilýindum. — 23. til 31. skiptast á norðvestan og suðaustan áttir með snöggum hitabreytingum. Norðanáttin varð að lokum ofan á, jtað létti til og jafnframt herti frostið. Tíðarfar mánaðarins yfirleitt milt, úrkomusamt og óstöðugt. Hagi lengst af afleitur." Norðan lands og austan voru veður yfirleitt hæglátari framan af. Frá Sandi í Aðaldal er skrifað: „Tíðarfar var óstöðugt og dálítið úrkomusamt. Milt með snjókomu og hláku til skiptis til 22. Snjór stóð ekki við á láglendi til lengdar fram að þeim tíma. Eftir þ. 22. var kalt í veðri og töluverð snjókoma öðru livoru.“ Á Austurlandi er fyrri hlutinn talinn mildur og á Skriðuklaustri var gróður farinn að sjást meðfram húsveggjum þ. 20. Síðustu viku mánaðarins snjóaði um allt land og jafnvel á Suðurlandi var færð tekin að þyngjast á vegum. April. Framan af mánuðinum var kuldatíð og mjög vetrarlegt um land allt, en upp úr sumarmálum breytti mjög um til hins betra. Fyrstu viku mánaðarins voru víða mestu frost vetrarins og alls staðar var snjór á jörðu. Suður á Bergþórshvoli var sérstaklega vetrarlegt í byrjun mánaðarins og þar setti niður óvenju mikinn snjó. Á Skriðuklaustri eru hörku éljaveður í byrjun mánaðar mikið frost og strekkingur. Heldur hlýnaði í annarri viku mánaðarins og snjó leysti sunnan lands, en norðan lands hélt álram að snjóa, og þ. 14. var mikil snjókoma um allt land. Norðanlands batnaði tíðin ekki teljandi fyrr en um ]t. 20., og jafnvel suður í Kalmanstungu er „linnulaus ótíð fram að 20. og haglaust með öllu.“ Á Hólum í Hjaltadal voru „viðvarandi skörp frost frá upphafi mánaðar til 21., öðru hvoru dálítil snjókoma og Iremur leiðinlegt tíðarfar," og frá Húsavík er skrifað: „Fram til 20. var meiri og minni snjókoma og nokkurt frost. Setti niður mikla fönn. Hciðarvegir ófærir og um tíma illfært í byggð.“ Veðriti hafa verið harðari eftir því sem austar dró á Norðurlandi, og á Þorvaldsstöðum er „versta tíð, mjög stormasamt og snjókoma oft dag eftir dag." Fyrsta sumardag bar að þessu sinni upp á 20. apríl og lrá þeim degi ríkja vor- hlýindi um allt land. Snjóa leysir og gróðurnál kemur í tún á flestum veður- 10 --- VEÐRIÐ

x

Veðrið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Veðrið
https://timarit.is/publication/369

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.