Veðrið - 01.04.1961, Page 20

Veðrið - 01.04.1961, Page 20
Nú verða skýrð fyrstu orðin í skipaskeytunum. Vikudagur (í skipaskeytum): 1 Sunnudagur 5 Fimmtudagur 2 Mánudagur 6 Föstudagur 3 Þriðjudagur 7 Laugardagur 4 Aíiðvikudagur Hnattstaða (í skipaskeytum): 0 Frá 0° til 90° vesturlengdar á norðurhveli 3 Frá 0° til 90° austurlengdar á norðurhveli. Breiddargrdða (í skipaskeytum) er tilgreind í heilum gráðum og tíunduhlut- um. Þannig þýðir 615 í skipsskeytinu hér á undan, að breidd staðarins sé 61.5°. Lengdargráða (í skipaskeytum) er tilgreind á sama hátt og breiddin. 243 þýðir t. d. 24.3°. Timinn (í skipaskeytum) er tilgreindur með tveim stöfum eftir Greenwicli meðaltíma. í öllum skeytunr frá klukkan 6 eru þessir stafir því 06. Nú er búið að skýra staðsetningu í skeytunum á bæði strandstöðvum og skip- um. Er þá komið að sjálfu veðurskeytinu og hvernig færa má það á kortið. Skýjamagnið er tilgreint í þeim áttunduhlutum himins, sem huldir eru skýjum. 0 þýðir heiðskírt, 4 hálfskýjað, 8 alskýjað, en 9 táknar, að ekki sjáist til lofts. Má skrifa skeytastafinn fyrir skvjamagnið á stöðina og setja hring utan um. Vindátt er táknuð með tveim stöfum, sent tilgreina áttina í tugum gráða. 09 þýðir austanátt, 27 vestanátt og 36 norðanátt, en 00 logn. Vindátt má teikna á kortið sem strik út frá stöðvarhring í þá átt, sem vindurinn kemur úr. Vindhraði er tilgreindur í hnútum, þ. e. sjómílum á klukkustund. 09 þýðir 9 hnútar, 18 þýðir 18 hnútar o. s. frv. Nærri lætur, að breyta rnegi hnútum í vind- stig með því að deila með 5 og bæta svo einum við, ef útkoman er minni en 8. A kortinu má tákna vindhraða með skástrikum á vindáttarstrikið. Þýðir þá hvert langt strik 10 hnúta, en helmingi styttra strik 5 hnúta. Sést þetta betur á kortinu. Skyggnið er tilgreint í kílómetrum eftir vissum reglum. 00—50 þýðir 0.0 til 5.0 kílómetrar: lélegt skyggni. 56—80 þýðir 6—30 kílómetrar: sæmilegt skyggni. 81—89 táknar meira en 35 kílómetrar: ágætt skyggni. Einnig eru stundum aðeins notaðar tölurnar 90—99 til þess að tilgreina skyggni. Þá þýðir: 90 0-50 metrar 95 2-4 kílómetrar 91 50-200 — 96 4-10 — 92 200-500 — 97 10-20 — 93 500-1000 — 98 20-50 — 94 1-2 kílómetrar 99 yfir 50 — VEÐRIÐ 19

x

Veðrið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Veðrið
https://timarit.is/publication/369

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.