Veðrið - 01.04.1961, Qupperneq 24

Veðrið - 01.04.1961, Qupperneq 24
19 2 3. — Frá byrjun febrúarmánaðar og allt til suraars var óslidnn góðviðris- kafli. Flesta daga var þá hægviðri með hlýindum og kom varla dropi úr lofti. Fyrir miðjan marz var allt láglendi snjólaust orðið og ár íslausar. Jörð var far- in að gróa fyrir sumarmál og ailar skepnur, nema kýr, úr liúsi komnar. Úti- vinna var alls staðar hafin, og lokið við túnaávinnslu sums staðar. — 1 9 25. — Vorið var sólríkt, kyrrlátt, en fremur svalt jrar til vika var af júní, þá komu ákaflegir hitar, sem héldust síðan slitalítið fram á haust. Vatnavextir urðu óskaplegir, allt frá því að hlýindin byrjuðu og fram yfir miðjan júlí. Gras- spretta varð ákafJega ör og sláttur hófst fyrr en oftast endranaer. Ffver heytugga náðist af ljánum með ágætisverkun. Hafði þá ekki komið jafngott hey- skaparsumar frá aldamótum. Haustið var einnig rnjög gott, og var fé ekki tekið í hús fyrr en með jólaföstu. — 1 9 2 8. — Sumarið var mjög sólríkt, en fremur svalt. Var grasspretta fremur treg vegna oíþurrka.. Heyfengur varð vel í meðallagi og hver tugga óhrakin. Haustið var liið ágætasta og vetur veðragóður og jarðsæll til ársloka. — 1 9 2 9. — Veðurgæzka sú, sem var fyrrililuta vetrarins hélzt óslitið áfram og fram yfir sumarmál. Var jörð ])á oftast auð og góðviðri flesta daga. — 1 93 2. — Þá var beztur vetur síðan á aldamótum. Illviðri kom aldrei. Sunn- anátt var algerlega ríkjandi lengst af. Á þorra og góu var sumarveðrátta, eink- um var góan hlý og veðragóð. — 1 9 3 3. — Er vika var af maí batnaði og var maí eftir j).að mjög hlýr og veðra- góður. Gróður óx ört, og í fardögum var betur gróið en oftast endranær. Júní var votur nokkuð, júlí lilýr og þurr, og hélzt það veðurfar allan sláttinn til gangna. Var sumar þetta hið ágætasta bæði að grasvexti, heynýtingu og upp- skeru garðávaxta. Hret kom um miðjan október og snjóaði þá nokkuð, en fljótlega tók snjó j>ann aftur. Að öðru leyti var fágæt árgæzka um liaustið allt fram yfir jól. Þá, á jólum, var snjólaust til efstu tinda, og þá hafði enn ekki sézt skör við á. Fé gekk úti til jóla og var allt af í bata. — 19 3 9. — Fyrir sumarmál hófst slitalaus góðviðrakafli, sem entist fram í október. Vindátt var oftast úr suðri með hlýindum og hægð. Þurrkar voru nógir, og votviðri hæfileg til að gras sprytti ágætlega. Aldrei hvessti eða rigndi svo mikið, að lil skemmda yrði. Eftir veturnætur var jörð enn þurr sem um hásum- ar væri. Grasvöxtur var mikill, einkum háarspretta, og útengjar, sem slegnar voru eftir lok ágústmánaðar, grænkuðu aftur, og er fádæmi. 19 41. — Fyrir góulok gerði hlákur miklar, svo að snjóa leysti af láglendi öllu. I apríl voru stormar miklir og þíðviðri, og á sumarmálum var jörð öll, nema háfjöll, orðin örísa. Jörð greri fljótt, og fyrir miðjan maí var sauðgróður kominn í fremstu daladrögum og tún orðin hvanngræn. Síðan hélzt ágæt veðr- átta allt til jólaföstu. — Ár jjetta var með beztu árum, sem komið höfðu síðan um aldamót. Heyfengur var með bezta móti og kartöfluuppskera meiri en nokk- urn tíma fyrr. Um haustið var jöklanám meira en vitað var um að áður hefði orðið. Þá leysti að fullu jökulfannir í háfjöllum, þar sem enginn vissi til að snjólaust yrði áður. — (Síðan hefur jöklanám aldrei orðið eins mikið). 19 4 6. — Þá um veturinn sást aldrei héla á glugga. VEÐRIÐ --- 23

x

Veðrið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Veðrið
https://timarit.is/publication/369

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.