Veðrið - 01.04.1961, Side 26
Suður- og Vesturlandi, en sumarið var lakast á Norðausturlandi. Var þar meira
að segja stirð heyjatíð í útsveitum, og í nálægum byggðum, svo sem Hörgárdal,
var þá heldur ekki hægt að telja árgæzkuna einstaka.
Hitamælingar Eiðs koma yfirleitt vel heim við mælingar á Akureyri. Þó verð-
ur að telja, að apríl 1960 hafi verið þar hlýr, en ekki kaldur eins og Eiður telur,
og nóvember var þar einnig mun hlýrri en í meðallagi. Öll sumurin 1925, 1933,
1939, 1941 og 1955 voru hlýrri en 1960, eins og Eiður telur að verið liafi, en
sumarið 1941 virðist ekki hafa verið alveg eins sólríkt og 1960, þó að Eiður
álíti, að það hafi verið. Þó var lítið eitt meira sólskin framan af sumri en 1960,
og raunar er furða, að Eið skuli ekki misminna meira í þessu efni, þar sem
hann hefur vitanlega ekki liaft tök á að rnæla sólskinið. Eftir mælingum á Ak-
ureyri voru bæði júlí og ágúst 1955 2.7 stigum hlýrri en 1960, og er það í góðu
samræmi við mælingar Eiðs. Maí 1933 var 1.7 stigum hlýrri en 1960 eftir mæl-
ingum á Akureyri, enda lækkaði kuldakastið um 20. maí 1960 mánaðarhitann,
Jrótt afar hlýir dagar kæmu í þeim rnánuði.
P. B.
100.000 úrkomustöðvar!
í Svíjrjóð Jjyrftu að vefa 100.000 mælistaðir fyrir úrkomu, til þess að unnt
væri að fá íullnægjandi upplýsingar um dreifingu liennar. Þessu hélt Tor
Bergeron prófessor fram í erindi, sem hann flutti á ráðstefnu veðurfræðinga í
Stokkhólmi s.l. vor. Samkvæmt því Jryrftu úrkomustöðvar að vera nálægt 20.000
á íslandi í stað þeirra 100, sem nú eru starfræktar! Prófessorinn taldi Jjó óhugs-
andi, að Svíar liefðu nokkur tök eða efni á slíkri fjölgun mælistaða þar í
landi. Hins vegar taldi hann, að mikilvæga vitneskju mætti fá um það,
hvernig landslagið hefur áhrif á úrkomuna, með tilraunum á takmörkuðum
svæðum. Sjáll'ur hefur Bergeron gert slíkar tilraunir með einföldum regnmæl-
um í mörg ár, einkum í Uppsalahéraði, og skýrði liann frá ýmsum athyglisverð-
um ályktunum, sem af þeim má draga. M. a. kom í ljós, að 20—30 m háar mis-
hæðir geta haft veruleg áhrif á úrfellið, jafnvel allt að nokkurra km fjarlægð.
VEÐRIÐ
25