Veðrið - 01.04.1961, Side 27

Veðrið - 01.04.1961, Side 27
Dökkleitur snjór í textaþýðingu við ameriskan jólasöng er talað um „hvítan jólasnjó". Þetta orða- lag hljómar ankannalega í eyrum íslendinga, sem ekki kannast við annan lit á snjó, samanber orð eins og mjallhvitt og snjóhvitt um það, sem hvítast verður. Raunar vill bregða út af þessu, Jtegar föl hefur legið lengi og óhreinkast smám saman af foki úr moldarbörðum eða umferðarryki í bæjum og við vegi. En nýfall- inn snjór á þó að vera hvítur samkvæmt öllum reglum. Undantekning varð J)ó frá þessu í sumum sveitum Þingeyjarsýslu í vetur, og urðu um það bréfaskrif og athuganir, sem hér fara á eftir „Hvítafeili við Laugaskóla, 24. febr. 1961. Góði vinur. Hér hefur verið sunnan og suðaustan átt og þíðviðri undanfarna daga, eins og annars staðar á Norðurlandi, enda var í gærmorgun næstum alautt. N. 1. kl. 16 í gær tók að rigna mjög mikið og var þá yfir 10° hiti. Með kvöldinu brá til norðaustanáttar og í nótt sem leið snjóaði nokkuð. I morgun kl. 845, er ég fór í skólann til kennslu, var úrkontulaust en jafnfall- inn rösklega ökladjúpur snjór, með þunnu hagllagi efst og höglin smá. Veitti ég því þegar athygli, að snjórinn var allur mjög dökkur, nánast grár á litinn. Eg lét þegar taka sem svarar einum hnefa af snjó og bræða á hvítum diski. Innan á diskinn settist svart lag. Eftir að ég hafði lokið kennslu kl. 1230, athugaði ég Jietta nánar. Þá var brugðið til þíðviðris og sunnanáttar á ný. Snjór var mjög blautur og var það jiegar í morgun. Er liann Jiegar byrjaður að síga töluvert. Snjódýpi er nl. 15 cm, jafnfallið. Við Jtverskurð kemur í ljós, að efstu þrír cm eru gráir, en þar fyrir neðan er snjórinn með venjulegum hvítum lit. Nýtt sýnis- horn, brætt á hvítum diski, sýnir mjög verulegt magn af grásvörtu efni, mjög líkt sóti (ekki kornótt, að mér virðist). Ekki þarf að taka fram, að öll hús hér og í nágrenni eru hituð með lauga- vatni og alls staðar eldað við rafmagn. Hér er ])VÍ ekki um sót frá reykháfum húsa á staðnum að ræða. Ég hugsa mér, að hér sé um sót að ræða, sem borizt hafi í háloftunum vegna langvarandi sunnan og suðaustanáttar frá verksmiðjuborgum Bretlands og ann- arra iðnaðarlanda. Þætti mér gaman að heyra, hvort sú tilgáta er sennileg. En hvernig stendur Jtá á því, að aðeins efsta lag nýsnævisins er með sóti? Og lita- skiptin svo snögg og afgerandi? Ég mun taka sýnishorn af snjónum og setja í frystingu, sem þó ef til vill hefur ekki þýðingu. Með beztu kveðju. Páll I~I. Jónsson." \ 26 --- VEÐRIB

x

Veðrið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Veðrið
https://timarit.is/publication/369

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.