Veðrið - 01.04.1961, Qupperneq 29

Veðrið - 01.04.1961, Qupperneq 29
lyrir ofan eins km hæð er ekkert sót, það hefur ekki komið frá iðnaðarlöndum. En skömmu áður en styttir upp snjóar einmitt úr næstu loftlögum eða lágskýj- unum, en það er þetta loft, sem gæti verið komið beina leið frá liinum miklu sótframleiðendum Bretlands. Ég talaði við Jóhann Jakobsson, deildarstjóra á Atvinnudeild liáskólans, og hann er fús til að rannsaka sýnishorn af snjónum, ef þú getur komið því til hans með góðri ferð. Þinn einlægur. Jónas Jakobsson.“ „Hvítafelli við Laugaskóla, 12. marz 1961. Góði vinur. Ég naga mig i handarbökin fyrir að hafa ekki verið nógu viðbragðsfljótur með nánari athugun á sótsnjónum. Hlákan kom svo snögglega og var bráð. En eftir því sem ég hefi komizt næst, helir ekki orðið vart sóts, þegar kom norður í Aðaldal. Mun það einfaldlega stafa af því, að þar hefur fyrr hætt að snjóa, eða m. ö. o. ekki snjóað neitt síðari hluta nætur. Miklu meir snjóaði suður í Bárðar- dal en hér, eða n. 1. 50 cm. Þar var sótlagið þeim mun þykkra sem snjólagið var þykkra en hér. Ég mun við fyrsta tækifæri senda rannsóknarstofunni sýnishornið, sem ég tók. Ég tók það í bauk, sem ég þvoði vel. Vera kann þó að laggir hans hafi ekki verið nógu hreinar. Ég tók aðeins sótlagið í baukinn. Var það þá orðið mjiig blautt. Ég reyndi að þjappa jtví sem minnst í baukinn, til jtess að rúmmál í honum yrði sem næst réttu lagi, en vitanlega varð ekki komizt hjá að svo blautur snjór þjappaðist nokkuð, er við honum var hreyft. Skýring jjín á þessu fyrirbrigði er fyllilega sandiljóða |ní, sem ég hafði hugsað mér, nema livað ég hélt að sótið mundi vera úr hærri skýjalögum en ekki hinum lægri. Þinn einl. Páll H. Jónsson." Skýrsla Irá Atvinnudeild háskólans: Reykjavík, 25. apríl 1961. Verksvið: Elnarannsóknir. Rannsókn nr. E61/159. Sýnishorn: vatn (snjór). Móttekið: 20. 3. ’61. Sendandi: Páll EI. Jónsson Hvítafelli v/Laugaskóla. Aðrar upplýsingar: samkvæmt bréfi 12. marz s.l. Niðurstöður rannsóknar: „Sýnishornið var rannsakað með tilliti til óhreininda, gruggs, og voru niður- stöður jjessar: Óhreinindi (grugg) miðað við þurrefni, alls ................................ 2.2 mg Reykul efni í þurrefni (glæðing v/550° C) ...................... 1.6 mg Ólífrænt (ryðlitað) ............................................ 0.6 — Samtals 2.2 mg 28 — véðrið

x

Veðrið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Veðrið
https://timarit.is/publication/369

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.