Veðrið - 01.04.1961, Page 30

Veðrið - 01.04.1961, Page 30
Ath. 1. Sýnishornið (snjórinn) var bráðið, er það barst rannsóknarstofunni. Atli. 2. Sýnishornið var í blikkbauk, og reyndist hann lekur. Er sýnishornið var tekið til rannsóknar hafði vatnsborð lækkað verulega frá því, sem var í upphafi. Ryðmyndun var og í botnlögg bauksins. Ath. 3. Baukurinn reyndist hafa rúmtak 500 ml. Samkvæmt því má gera ráð fyrir; að vatn hafi verið 250—300 ml, ef snjónum hefur verið þjappað í baukinn. (Samkvæmt upplýsingum Sigurjóns Rist). Aths. 4. Útlit þurrefnisins benti til þess, að það innihéldi sót, var sem næst svart, og reykur myndaðist við glæðingu. Samkvæmt ofanskráðu (sjá og aths. 3) verða reikul efni (sót) 5.5—6.5 mg/kg. Atvinnudeild Háskólans, iðnaðardeild. Jóhanri Jakobsson." Reykjavík, 29. apríl 1961, Góði vinur. Fyrir nokkrum dögum barst mér skýrsla Jóhanns Jakobssonar deildar- stjóra um gráa snjóinn, sem þú sendir honum, og sendi ég þér annað afritið. Af umsögn lians virðist ljóst, að hér er sót á ferðinni og ekkert annað. Er sótmagnið sí/t of hátt áætlað hjá honurn, þar sem snjórinn í bauknum hefur tæplega verið eins saman þjappaður og hann gerir ráð fyrir. En þetta magn, 6 millígrömm í hverjum lítra úrkomuvatns verður furðu mikið alls. Samkvæmt athugun þinni var sótmengaða snjólagið um morguninn 3 sm á þykkt, og má áætla vatnsgildi snjósins 20%, en það samsvarar 6 kg úrkomu á fermetra, eða 36 mg af sóti. Á ferkílómetra lands í Reykjadal er þá sótmagnið um 36 kíló en 120 í Bárðardal. Ekki er unnt að áætla, hve víða um norðaustur- hluta Jandsins Jtessi sótsnjór féll, en eflaust hafa Jtað verið nokkur liundruð ferkílómetra, og yrði þá allt sótmagnið sem kom úr loftinu yfir ísland þessa nótt í kring um 100 tonn. Hafa verður í huga, að sótið hefur safnazt saman af miklu stærra svæði en það féll á. Á meðan úrkoman var að myndast hafa nýir og nýir skýjaflákar kontið svífandi sunnan að og rennt sér upp eftir skilfletinum, sem þokast aðeins hægt undan, vegna þess að vindurinn er á austan og norð- austan í kalda loftinu fyrir neðan. Þanriig hefur sótloftið verið þvingað upp á við og snjókoman myndazt í jsví í talsvert meiri liæð en Jrað hefur borizt í yfir hafið. Með beztu kveðju. Jónas Jakobsson." VEÐRIÐ --- 29

x

Veðrið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Veðrið
https://timarit.is/publication/369

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.