Veðrið - 01.04.1961, Qupperneq 31

Veðrið - 01.04.1961, Qupperneq 31
GEIR ÓLAFSSON: Um notkun segulbands í skipum I loftskeytadeild Veðurstofu Islands hefur um mörg undanfarin ár verið notað segulband sem einn þáttur við nóttöku erlendra veðurskeyta, og hefur sú til- högun reynzt vel. Þegar erlendu veðurskeytin voru eiugöngu send út á rnorse — en ekki eins og nú er orðið, að mestu leyti með sjálfvirkri fjarritvélasendingu — kom það iðulega fyrir, að æskilegt var að taka á nióti veðurskeytum frá fleiri sendistöðv- um samtímis lieldur en hægt var að anna. Móttaka þessara veðurskeyta var æski- leg og nauðsynleg, en sendingarnar það stuttar og strjálar, að þær gáfu ekki til- efni til að fjölga starfsmönnum. Til að geta hagnýtt þessi veðurskeyti voru þau tekin á segulband og síðan skrifuð af því aftur strax og tími vannst til. Að fenginni margra ára reynslu álít ég, að notkun segulbands um borð í hinum stærri fiskiskipum og J>á sérstaklega á togurum og stærri síldveiðiskipum mundi koma að miklum notum til aukinnar fréttaöflunar í sambandi við fisk- veiðar. Loftskeytamenn og aðrir, sem við hlustun fást, verða oft að sleppa gagnleg- um erlendum og innlendum fiskifregnum og veðurskeytum vegna þess að þeir eru bundnir við önnur störf, eða lilusta Jjarf eftir fregnum frá mörgum stöðvum í einu. Þessar fréttir mætti oft taka á segulband og hlusta á síðar og vinna úr þegar tlmi gæfist til. Þá má nota segulband sem aukinn lilustvörð og til að taka á móti orðsend- ingum á fyrirfram ákveðnum bylgjulengdum auk margs annars. Einnig korna þau að ómetanlegu gagni í varðskipum og björgunarskipum. Ég tel ástæðulaust að fara nánar út í Jjessi mál, því segulbönd eru það algeng, að almenningi eru Jjau vel kunn, Jjótt Jjau séu ekki ennjjá notuð i Jjeim tilgangi, sem ég hefi minnzt á. Vil ég að lokum beina Jjví til loftskeytamanna og annarra, er kynnu að hafa áhuga á þessu máli, að kynna sér Jjað nánar. 30 --- VEÐRIÐ

x

Veðrið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Veðrið
https://timarit.is/publication/369

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.