Veðrið - 01.09.1962, Page 3
VEÐRIÐ
TÍMARIT HANDA ALÞYÐU UM VEÐURFRÆÐI
KEMUR ÚT TVISVAR Á ARI - VERÐ ÁRG. KR. 40.00
2. HEFTI 1962 7. ÁRGANGUR
RITNEFND: JON EYÞORSSON
FLOSl H. SIGURÐSSON
PÁLL BERGÞORSSON
HLYNUR SIGTRYGGSSON
AFGREIÐSLUSTJÓRI:
GEIR ÓLAFSSON
DRÁPUHLÍÐ 27 . SÍMI 15131
JÓN EYÞÓRSSON:
Stjörnutuminn á Lambhúsum og Rasmus Lievog
Árið 1779 skipaði Kristján konungur 7. svo fyrir, að einn a£ aðstoðarmönnum
stjörnuturnsins í Kaupmannahöfn skyldi setjast að á íslandi til þess að gera þar
stjörnumælingar og veðurathuganir. Sá hét Rasmus Lievog, norskrar ættar. Hann
dvaldist hér á landi í 26 ár (1779—1805), en sneri þá heim aftur.
Samtíðarmenn íslenzkir kölluðu hann stjörnuskoðara.
Embættistitill hans var Observator Lievog.
í Landsbókasafni (I. B. 234 A, 4to) eru skráðar veðurathuganir Lievogs fjórum
sinnum á sólarhring hverjum:
Frá 10. ágúst 1779 til 24. des. s. á. á Bessastöðum.
Frá 25. des. 1779 til 30. júní 1780 á Lambhúsum.
Frá 1. júlí 1780 til 30. júní 1785 á Lambhúsum.
Næst kemur stutt yfirlit yfir athuganir 1. júlí 1787 til 31. des. 1788 á Lambhús-
um. Er þar tilgreint í hverjum mánuði liæsta og lægsta loftvægi og hitastig. Því
næst kemur kafli með stjörnumælingum, þá veðráttuyfirlit yfir árið 1789 og loks
stjörnumælingar til bókarloka. — í öðru bindi I. B. 234 B, 4to eru eingöngu
stjörnumælingar.
í Konungsbókhlöðu er til heill árgangur af daglegum athugunum Lievogs,
1789. Eins og sakir standa, veit ég því um 6i/2 Áfgang af veðurbókum Lievogs.
Þær eru vandlega skráðar og virðast vandlega gerðar. Þrátt fyrir talsverða fyrir-
höfn hefur mér ekki tekizt að rekja upphaf eða æviferil Lievogs, en oft er hans.
og stjörnuturnsins á Lambhúsum getið í Lovsamling for Island og í embættisbréf-
um stiftaintmanna.
I bréfum þessum endurspeglast greinilega hin landsföðurlega stjórnsemi oss
til handa frá kóngsins Kaupinhöfn og hins vegar hin erilsama og smámunalega
nákvæmni i embættisstörfum stiftamtmanna, en þeir skyldu hafa eftirlit með
stjörnuskoðaranum og verkum hans. Yrði of langt mál að rekja þær lieimildir
VEÐRIÐ -- 39'