Veðrið - 01.09.1962, Page 9
cr að reisa barnaskóla samkv. crfðaskrá [Jóns] rektors Þorkelssonar, og mér þætti
æskilegt að liaf'a hann hér í grenndinni, — ætla ég að gera þá tillögu, að hann
verði hafður á Lambhúsum og látinn kosta endurbætur á jörðinni að einhverju
leyti. Jafnframt hef ég í huga að fá stjörnuskoðarann til þess að veita skólanum
íorstöðu, þar eð hann hefur allfanga reynslu að baki sem skólahaldari í Noregi,
en setja honum til aðstoðar kennara, sem hann gæti einnig æft í stjiirnufræði,
og mætti þá bæta laun stjörnuskoðara svo, að hann fengist lil þess að lengja
dvöl sína við stofnunina, en síðan þegar kennarinn hefur hlotið nægilega kunn-
áttu í stjörnufræði, má láta einn og sama mann gegna báðum þessum embætt-
um. Skyldi hið konunglega danska kanzellí fallast á þessa tillögu, óska ég auð-
mjúklega eftir konunglegri tilskipun þar að lútandi".
Vorið eftir fær Thodal konungsbréf ds. 18. apríl 1781. Lýsti konungur ánægju
sinni yfir framkvæmdum hans á Lambhúsum, en vill ekki fallast á, að þar verði
reistur barnaskóli, með því að jörðin sé of lítil fyrir tvær slíkar stofnanir, og
auk þess gæti það truflað störf stjörnuskoðarans. í stað þess skal veita honum
20 rd launaviðbót á ári eða 100 rd alls, og á hann þá að geta lilað áhyggjulaus.
Að lokum er stiftamtmanni tilkynnt, að konungur vilji láta reisa stjörnu-
turn á Lambhúsum „samkvæmt meðfylgjandi teikningu,1) sem prófessor Bugge
hefur vinsamlegast látið í té. Skal turninn vera 10 álna langur að innanmáli,
8 álna breiður og 6 álna hár. Skal húsið vera með tvennum rifum á: önnur fyrir
Rota meridiana og hin fyrir qvadrantinn. Skulu rifur þessar lokaðar nauðsynleg-
um hlerum eða speldum. Til þessara framkvæmda sendast hér með 400 rd, sem
þú skalt síðar gera grein fyrir.“
Um haustið, 7. sept., skrifar Thodal enn, og virðist bréfið stílað til rentu-
kammersins. Undri niðri er hann sár yfir því, að tillögu hans um barnaskóla á
Lambhúsum hefur verið hafnað og þykir ærið orðið umstang sitt. Eftir að hafa
viðurkennt móttöku 400 rd kúrant myntar bæði fyrir útlögðum kostnaði og til
þess að reisa stjörnuturn, segist hann munu þegnsamlegast fara eftir þeini fyrir-
mælum, svo fljótt sem auðið verði, „en frant til þessa hefur reynzt ógerlegt að
útvega trésmiði, ])ví að allir voru fastráðnir, en óvíst að þeir, sem hér kynnu
að fást [þ. e. íslenzkir], væru færir um að ganga sæmilega frá smíðinni, einkum
þessurn tveimur rifum eða geilum, er eiga að kljúfa liúsið þversum, án nokkurra
samtengsla á þakinu, en vegna þeirra og hæðarinnar er ekki liægt að nota torf-
veggi. Verður því að byggja eingöngu úr timbri og þilborðum, en kostnað er
ekki unnt að áætla fyrir fram að svo stöddu. Úr því að ekki var fallizt á tillöguna
um barnaskóla á Lambhúsum og ekki er skýrt tekið fram, hvort halda eigi áfrarn
túngarðshleðslu sunnan við bæinn, leyfi ég hér með að spyrjast fyrir um, hvort
svo skuli eigi gert á kostnað hans hátignar."
Mér hefur ekki tekizt að finna skýrslu stiftamtmanns unt byggingu stjörnu-
turnsins, en honum hefur verið komið upp, því að löngu seinna, 12. febr. 1790,
leggur Levetzow stiftamtmaður til, að Lievog verði gerður að kennara við
Hólavallaskóla og stjörnuturninn fluttur frá Lambhúsum til Reykjavíkur og
1) Bréf þetta er til í Þjóðskjalasafni, en því miður hefur teikningin ekki geymzt með því.
VEÐRIÐ 45'