Veðrið - 01.09.1962, Blaðsíða 10
settur þar upp, annað hvort sem sérstök bygging eða sem viðbót við eitthvert
útskot skólahússins. hurfi það ekki að kosta mikið, því að turninn sé úr borðviði.
Ekki verður séð í prestsþjónustubók Garða- og Bessastaðasókna, livenær Lievog
kemur þangað sumarði 1779, en 3. okt. um haustið er hann þar skráður skírnar-
vottur að skírn sveinsins Stefáns Oddssonar (Stefánssonar) ásamt Stefáni Steph-
ensen, Thodal stiftamtmanni o. fl. virðingarmönnum. Oddur Stefánsson notar-
ius, hálfbróðir Olafs Stephensens, var um þessar mundir skrifari Thodals.
Næst er Lievog getið í þeirri bók við 23. febr. 1780. Þá eiu observator Rasmus
Lievog og jungfr. Hedevig Andrea Morland egtavígð. Forlofarar hr. notarius
Stepliensen og hr. oberassistent Nyeborg. Vitni hr. stiftamtmand Thodal, lir.
cammerjunker Levetzov, hr. amtmand Stephensen, mons. Poltz og junker Klou.
Fínt fólk á Bessastöðum í þann tíð.
Fnn er Lievog skráður í Optagelser paa Folketallet i Bessestæds Sogn udi
Islands Sönder Amt, saaledes som det befandtes at være d. lste Febr. 1801, tillige-
med Forklaring om enhver Persons Stand, Embede og Næringsveie m. v. Stend-
ur þar m. a.:
Lambhús
Priviligeret
Gaard lil
Observator
Rasmus Lievog Husbonde 02 j begge i
Hedevig lians kone 66 J I. Ægteskab
Ingeborg Pultz Pige 19 ugivt
Observator
af de Lön
som ydes
af Hans
Maj. Kasse
og Viden-
skabernes
Selskab.
Af þessu kemur í ljós, að Lievog er fæddur 1739, hefur veriff fertugur, er hann
kom til íslands og því rúml. hálfsjötugur, er hann fór liéðan.
I Dœgradvöl sinni getur Benedikt Gröndal Lambhúsa á þessa leið: „Lamb-
húsatún er ekkert annað en partur af Bessastaðatúni. Lambhús var eitt hús með
torfveggjum og torfþaki, en timburgafli og svo einhver smáhýsi að auki; það hús
hefur h'klega verið byggt um 1779, þegar Rasmus Licovz1) settist þar að sem
stjörnumeistari, enda var það ærið ellilegt að sjá, en stofurnar samt ekki litlar;
þar bjó Lector [Jón Jónsson]. — Þar norðan við var hvannagarður mikill með
svo stórvöxnum hvönnum, að þær voru allt að mannhæð. Grjótgarður náði frá
Lambhúsatjörn og yfir [á] mýrina að norðanverðu, sem lá þar túngarðslaus saman
við Lambhúsatúnið."
Lambhús voru aflient Bessastaðaskóla 1831 skv. Jarðabók Johnsens. Óvíst er,
hvenær bæjarhúsin hurfu með öllu, en þau stóðu á túnbalanum norðan vegarins,
um 330 m suðvestur af dyrum Bessastaðakyrkju.
Eins og áður er tekið fram, verður ekki í margt ráðið um Lievog eða hagi
hans af hinum mörgu embættisbréfum, sem snerta starf hans og búsetu.
Fráleitt liefur hann verið neinn skiirungur, en vel viti borinn, allvel að sér
1) Ókunnugt, hvaðan Gröndal hefur þetta nafn. — J. Ey.
46 --- VEÐRIÐ