Veðrið - 01.09.1962, Qupperneq 13
mann, sem liefði numið kennslugreinar sínar, eðlisfræði og stærðfræði, frá rót-
um, en ekki aðeins kynnt sér þær í hjáverkum."
Stiftamtmaður treystir sem sé Lievog til þess að rækja störf lektors gegn (>U
rd. greiðslu á ári, en vill gjalda varhug við því að fela lionum embættið með
fullum launum.
Ekkert hefur þó orðið úr þessari ráðagerð, og fara litlar sögur af Lievog
næsta áratuginn. Þó getur Sveinn Pálsson þess í Ferðabók sinni, að sér hafi ásamt
fleirum verið boðið að Lambhúsum til Lievogs stjörnuskoðara 11. október
1791 til þess að horfa á tunglmyrkva, en loft var skýjað, svo að lítið sást.
Lievog kvartaði um skort á nothæfum áhöldum, og fengi liann litla áheyrn,
þótt hann kvartaði.
I ársyfirliti sínu 1797 segir Sveinn, að viturlegra mundi að skipa kennara í
náttúrufræði við Latínuskólann og láta hann gera veðurathuganir en halda
stjörnuskoðara á Bessastöðum til þess.
Um aldamótin er fyrir alvöru hafizt handa um strandmælingar liér við
Iand. Árið 1803 er mælingamönnum sett nákvæmt erindisbréf, og áttu þeir
m. a. að gera stjörnumælingar og staðarákvarðanir. Kom þá enn til tals að
flytja stjörnuturninn og Lievog frá Bessastöðum, en af því varð ekki, enda
hafði stjórninni þá nýlega borizt skýrsla Ludvig Erichsen, þar sem sagt er, að
athugunarstöðin á Lambhúsum sé í mestu niðurníðslu enda í höndum manns,
sem í engu væri að treysta. Sú varð niðurstaðan, að byggður var (1803—1804) at-
hugunarkofi á Hólavelli úr þjappaðri mold undir umsjón þeirra Wetlesens og
Frisaks, mælingamanna. Kostaði hann 415. rd og 73 sk. (Sbr. Lovsaml. VI:775).
Árið eltir (1805) hefur verið hætt við athuganir á Lambhúsum og Lievog lát-
inn fara utan.
Lievog hafði reiknazt hnattstaða Lambhúsa 24° 24' 15" vestan Parísar. Löngu
seinna (1820) er þess getið í bréfi frá prófessor Schumacher til P. Lövenörns,
að mælingar Lievogs séu áreiðanlegri en strandmælingamanna á Hólavelli o. v
(Landfrs. III : 272 neðanm.) París er 2° 20' 13,5" austan Grw., og Lambhús.
samkvæmt því 22° 4' 1.5" vl. 1., og mun það vera um 4 mín of vestarlega: Horre-
bow reiknuðust Bessastaðir á 25° vestan Lundúna, en það var um 4° austar en
sjókort sýndu í þann tíð. Mæling I.ievogs hefur því verið rnjög nærri lagi.
Verð ég að sinni að Iáta staðar numið með starfsferil Lievogs stjörnuskoðara,
og er þá komið að veðurbókum hans. 1 formála, sem liann ritar framan við
fyrstu bók, hefur hann gert glögga grein fyrir áhöldum sínum og aðferðum,
Verður það að bíða næsta heftis.
VEÐRIÐ -- 49