Veðrið - 01.09.1962, Side 14

Veðrið - 01.09.1962, Side 14
BJÖRN L. JÓNSSON: Er hitabeltisloftslag eftirsóknarvert? Okkur Norðurlandabúum standa rnörg suðlægari hnattsvæði fyrir hugskots- sjónum sem óviðjafnanleg sæluríki, hvað loftslag snertir og náttúruleg lífsþæg- indi. Og íbúar allra kaldra landa öfunda meðbræður sína, sent búa við eilíft sum- ar hitabeltisins. Mönnum vill gleymast, að þar er veðursældin ekki fullkomin. Ofsahitar, langvarandi þurrkar, regntímar, fellibyljir, skæðir hitabeltissjúkdóm- ar, hættuleg skorkvikindi og önnur skaðræðisdýr eru þungbærar plágur margra hitbeltislanda. Hel/.t eru það úthafseyjar hitabeltisins, sem nálgast það að líkj- ast draumaríkinu. En þar með er ekki sagt, að íbúar þeirra séu >ælli en við liér á norðurhjara heims né standi okkur á nokkurn hátt framar, nema síður sé. Að vísu hefir siðmenningin umturnað öllum lífsháttum hjá þessum börnum náttúr- unnar, leitt' yfir þá alls konar sjúkdóma og spillingu, líkamlega og andlega, og harðnandi lífsbaráttu. Síðasttalda atriðið, harðnandi lífsbaráttu, er þó ekki nefnt hér menningunni til ámælis, því að vissulega stafar manninum hætta af Jjví að þurfa lítið fyrir lífinu að hafa, Jtar eð hæfileg áreynsla og tilbreyting eru nauðsynleg líkamlegum og andlegum Jtroska og Jjróun. Og frá Jiví sjónarmiði skoðað er líf'ið í jarðneskri paradís Jressara eyja allri þróun fjötur um fót. Mað- urinn hefir ekki náð Jteim Jrroska, að hann Jaoli slíkt líf án Jress að bíða tjón á sálu sinni — og líkama sínum. Það er staðreynd, að uppgötvanir og framfarir á sviði vísinda, tækni og lista hafa nær eingöngu orðið utan hitabeltisins. Þótt Jiau mál verði ekki krufin til mergjar hér, ætti Jtað sem fer hér á eftir að færa lesandanum heim sanninn um, að slíkt er ekki tilviljun ein. Flestir Jtekkja áhrif veðurfars á gigtarsjúkdóma og áhrif hita og kulda á líðan manna. Lítt kunn eru hins vegar áhrif mikilla og langvarandi hita á líkainann og lífsstörfin, bæði líkamleg og andleg. Verður hér á eftir lýst tilraunum og at- hugunum, sem sýna áhrif mismunandi loftslags á dýr og menn. Dýratilraunir. Gerðar hafa verið margvíslegar tilraunir á rottum og öðrum dýrum varðandi áhrif mismunandi lofthita á þau. Tveir rottuhópar eru allir á nákvæmlega sams konar læði, en í öðru rottubúrinu eru hitabeltisloftslag, í hinu líkur og í tempruðu beltunum. Eftir Jiriggja vikna dvöl í hitabeltinu eru rotturnar farnar að borða um helmingi minna en félagar Jieirra í hinu búrinu; þær vaxa seinna og ná seinna fullum Jiroska; meðal Jieirra er frjósemi minni, margar andvana fæðingar og nokkur ungadauði. En verði Jiessar rottur ekki smitsjúkdómum að bráð, en fyrir Jieim eru Jiær mjög viðkvæmar, cldast Jiær hægar ■og lifa lengur en rotturnar í hinum hópnum (allar fá rotturnar fullgilt fæði). Blóðrannsóknir sýna, að í hitabeltisrottunum fækkar hvítum blóðkornum, sem 50 --- VEÐRIÐ

x

Veðrið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Veðrið
https://timarit.is/publication/369

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.