Veðrið - 01.09.1962, Qupperneq 16
tempruðu beltanna. Þegar Evrópumenn dvelja langvistum í hitabeltinu, stillir
líkami þeirra sig smám saman inn á liægari efnaskipti í því skyni að draga úr
hitaframleiðslu sinni. Þetta tekur nokkrar vikur, en eigi að síður gengur mönn-
uin illa að venjast hitanum. Þeini er alltaf hættara við hinu lífshættulega hita-
slagi en innfæddum mönnum, vegna þess að efnabruninn er ör og hitafram-
leiðsla líkamans því meiri en skyldi.
Menn verða latir og værukærir í mikluin hitum. Tilraunir liafa sýnt, að þá
gengur mönnum illa að læra (Sbr. rottutilraunirnar sem lýst var hér á undan.),
og I sumarhitum eru einkunnir námsmanna lægri en ella.
Um ýmsa sjukdóma. Sjúklinga með æðakölkun og háan blóðþrýsting ætti að
vista í hitabeltinu, jiví að þar lier tiltölulega lítið, á þessum hættulegu kvillum.
Sama er að segja um bólgur í nef- og ennisholum, sem virðast tíðast í löndurn
með stormsamt veðurfar, um liðagigt, sem versnar í illviðrum, og ýmsa sjúk-
dóma í öndunarfærum.
Oðru máli gegnir um ýmsa smitsjúkdóma. Eins og fyrr er sagt, reyndust rottur
aldar upp í hitabeltisloftslagi viðkvæmar fyrir sýklum. A sama hátt virðast t. d.
liermenn úr hitabeltislöndunum hafa litla mótstöðu gegn sjúkdómum eins og
lungnabólgu, kvefi og öðrum umferðarsóttum. Mótstaða gegn berklum er einnig
næsta lítil meðal hitabeltisbúa. Varast skyldi þó að flytja berklasjúklinga úr hita-
belti í veðrasöm lönd tempruðu beltanna, því að það mundi ríða þeim að fullu.
J tempruðu beltunum er Iioldsveiki hægfara sjúkdómur og lítt smitandi, öfugt
við það sem er í hitabeltinu.
Á hinn bóginn benda skýrslur fjölda lækna ótvírætt til þess, að krabbabein,
botnlangabólga, magasár og margir svonefndir „menningarsjúkdómar" séu sjald-
gæfari í hitabeltinu en í tempruðu beltunum. Athuganir hafa sýnt, að botnlanga-
bólga er tíðari en ella með fallandi loftvog. En um þessa sjúkdóma kemur þó
fyrst og fremst annað til greina en loftslagið, þ. e. mataræði og ýmsar aðrar lífs-
venjur. Einna greinilegast er þetta um tannskemmdir. En umræður um þau mál
mundu sprengja ramma jiessa greinarkorns — og ritsins — og verður jiví hér
látið staðar numið.
Niðurstaðan af framanrituðum hugleiðingum verður þá jressi:
Lífið í löndum hitabeltisins er háð mörgum augljósum hættum, ekki síður
en í tempruðu beltunum. Auk þess verka miklir hitar sljóvgandi á Iíkamleg og
andleg lífsstörf og veikla mótsstöðuafl gegn sýklum. Hitabreytingar tempruðu
beltanna virffast hins vegar örva líkamlegan og andlegan jrroska og skapa ein-
staklingum og þjóðarheildum hin ákjósanlegustu lífsskilyrði. Sennilega eru skil-
yrðin í kuldabeltinu og á köldustu hnattsvæðum miður hagstæð. Að öllu saman-
lögðu mega íbúar tempruðu beltanna prísa sig sæla og una glaðir viff sitt. A
jretta ekki hvað sízt við okkur Islendinga. Að vísu búum við á norðurmörkum
jtessa hnattsvæðis, en erum það vel settir, að við liöfum aldrei af miklum hit-
um og sjaldan af miklum kuklum að segja, en }jó yfrið næga tilbreytingu í veff-
urlagi. Enda mun Jiað ekkert jijóðargrobb að halda jjví fram, að íslendingar
jjoli samanburff við aðrar jjjóðir heims, hvaff snertir líkamlegt og andlegt atgervi.
52
VEÐRIÐ