Veðrið - 01.09.1962, Page 17

Veðrið - 01.09.1962, Page 17
BORGÞÓR H. JÓNSSON: Englandsför I apríl síðastliðnum átti undirritaður þess kost að fara til Bretlands og hlýða á nokkra fyrirlestra um veðurfræði á vegum British Council. Brezki sendikenn- arinn, D. M. Brander, annaðist alla fyrirgreiðslu af mestu prýði. Ferðin til Lund- úna tók aðeins 4 klst. með DG7C flugvél frá Pan American flugfélaginu, og er þá meðtalin 20 mín. viðdvöl í Þrestwick í Skotlandi. Við vorum tíu talsins, er mættum þarna sem gestir British Council. Þarna voru veðurfræðingar úr ýmsum áttum, svo sem frá Hong Kong og Bandaríkj- unum, en feginn var ég að hitta þarna gamlan kunningja frá Stokkhólmi, dr. Berggren. Annars voru gestirnir þessir: dr. B. E. Knirsch frá Vínarborg, ungfrú I. Soini frá Helsingfors, dr. H. Scliweitzer frá Vestur-Þýzkalandi, prófessor P. P. Karapiperis frá Aþenu, G. J. Bell frá Hong Kong, I. Tolgyesi frá Budapest, dr. R. Berggren frá Stokkhólmi, A. Jeannet frá Genf, major R. S. Wheeler frá bandaríska ldughernum og undirritaður frá íslandi. Hópnum fylgdi og leið- beindi ungfrú U. K. Bell frá British Council af slíkra einarðlegri háttvísi, að það vakti virðingu allra meðlima. Okkur var fengið aðsetur í White Hart hótelinu í Windsor, sem er um það bil 100 þús. manna horg skammt frá Lundúnum. Það- an var ekið á hverjum morgni kl. 9 til Bracknell, sem er smáborg í grenndinni og tók ferðalagið tæpan hálftíma. I Bracknell, er brezka aðalveðurstofan og þar voru fyrirlestrarnir haldnir. Að kvöldi fyrsta apríls voru allir gestirnir mættir til kvöldverðar, að Grikkjan- um undanskildum. Þar voru einnig mættir W. Enislie, aðstoðarforstjóri British Council, og A. Gilchrist, sem var umsjónarmaður fyrirlestrahaldsins. Næsta dag var svo haldið.til Bracknell. Sir Graham Sutton veðurstofustjóri bauð okkur velkomin og útskýrði stjórn og hinar ýmsu deildir veðurstofunnar í megindráttum. Undir stjórn Sir Grahams eru tveir aðstoðarveðurstolustjórar. Annar stjórnar almennu veðurþjónustinni, en hinn stjórnar vísindalegum rann- sóknum, og virðist það engu minna starf en hitt. Ég minnist á þetta hér vegna þess, að vísinclalegar rannsóknir hjá Veðurstofu Islands er sama sem engar og stafar það, að minni hyggju, af fjárskorti. Næst flutti M. K. Miles fyrirlestur um vindrastir (Jet Streams), cn eftir hádegi var farið í heimsókn á flugvöllinn í Lundúnum. Þar tók J. C. Cummings, yfir- maður flugvcðurstofunnar á móti okkur af mestu alúð. Lét hann fylgja okkur um stofnunina og skoðuðum við allt, sem við vildum. Mismunurinn á flugveð- urstofunni í Lundúnum og flugveðurstofunni á Keflavíkurflugvelli er ekki svo- ýkja mikill, nema hvað allt er stærra í sniðum á þeirri brezku, enda er flug- vélaumferðin miklu meiri þar. VEÐRIÐ — 53

x

Veðrið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Veðrið
https://timarit.is/publication/369

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.