Veðrið - 01.09.1962, Síða 20
svo knappt, að það kom ekki að sök. Byggingarlag allra brezku kirknanna er
svipað og ævafornt að sögn, ekki ólíkt því, sem er á Skálholtskirkju. Næsta dag
skoðaði ég aðalveðurstofu bandaríska flughersins í Englandi, en hún er til húsa
í High Wicombe.
Mánudaginn níunda apríl voru tvö erindi flutt. Fyrra erindið flutti dr. R. S.
Scorer um fjalla-bylgjur, en liið síðara fjallaði urn háloftsrannsóknir með flug-
vélum, og flutti það dr. R. J. Murgatroyd. Eftir liádegi var íarið í heimsókn til
Farnborough, þar sem liinar frægu flugsýningar eru haldnar. Við skoðuðum
rannsóknardeild Brezku veðurstofunnar þarna og flugvélarnar, sem notaðar eru
til rannsóknanna. Þetta svæði flugvallarins er bannsvæði, og varð hver og einn
að sýna vegabréf eða önnur álíka skilríki til þess að fá inngöngu, einnig voru
myndavélar forboðnar. Þarna var inargt forvitnilegt að skoða. Veðurstofan hefur
þrjár flugvélar til umráða, tvær eru notaðar til rannsókna á neðri loftlögunum
eða frá yfirborði jarðar og upp í 7 km hæð, en sú þriðja er notuð til Jicss að
rannsaka loftlögin í 10—15 km hæð. Því miður hafði siðastnefnda vélin, sem var
Jrota af Canberra gerð, farizt i lendingu skömmu áður, svo að ekki var hægt
að skoða liana. Yfirmaður rannsóknardeildarinnar dr. R. J. Murgatroyd, sýndi
okkur síðan ýmis viðfangsefni, sem unnið var að þarna á deildinni. Einn veð-
urfræðingurinn fékkst t. d. við að rannsaka atriði, sem mér fannst mjög at-
hyglisvert. Árin 1952 og 1957 kom í ljós, að mikil „upphitnun" hafði átt sér
stað í liáloftunum síðari liluta vetrar. Þetta gerðist í 30 til 40 knt hæð. Nú var
búist við, að hið sama mundi gerast í ár (1962), en það reyndist ekki svo, a. m. k.
ekki yfir Bretlandi. Þegar ég kom lieim, rannsakaði ég háloftaathuganir frá
Keflavíkurflugvelli og komst að raun urn, að þessi „upphitnun" í báloftunum var
sýnileg hérna, en samt ekki nærri því eins greinileg og árið 1952 eða 1957. Við
athugun virtist sem þessi „upphitnun" yfir íslandi hefði 5 til 7 daga sveiflu-
bundna tíðni. Þetta og annað vekur margar spurningar, sent girnilegt væri að
geta rannsakað betur.
Þriðjudaginn tíunda apríl flutti dr. R. Fritb erindi um rannsóknir í háloftun-
um í 30 til 100 km hæð. Síðan var farið í heimsókn til Kew-stjörnuturnsins. Kew
er mjög merkur staður, en lifir nú á fornri frægð. Yfirmaður þar er R. H.
Collingbourne, og fylgdi hann okkur um staðinn og sagði frá rannsóknum Jreim,
sem þar eru framkvæmdar. Um kvöldið hélt Britisli Council hól fyrir gestina,
og var þar mættur G. L. Hitchcock, aðalforstjóri stolnunarinnar, svo og fleira
starfsfólk ásamt fyrirlesurunum og konum Jieirra.
Miðvikudaginn ellefta apríl voru tveir fyrirlestrar, annar um þann Jrátt veður-
fræðinnar, er nefnist meso-veðurfræði, og flutti hann W. D. McCaifery, en hinn
fjallaði um veðurjrjónustu fyrir almenning og var fluttur af N. B. Marshall.
Sir Graliam Sutton bauð gestum og deildarstjórum til hádegisverðar þennan dag.
Var þetta hin skemmtilegasta máltíð, þar sem menn ræddu í gamni og alvöru
um ýmis vandamál veðurfræðinnar. Auk þess sem sir Graham er mikilvirkur
vísindamaður og aðalforstjóri veðurstofunnar, hefur hann ýmsum öðrum borg-
aralegum skyldum að gegna. Hann er t. d. friðardómari í Bracknell, og vegna
56
VEÐRIÐ