Veðrið - 01.09.1962, Side 21

Veðrið - 01.09.1962, Side 21
þessa starfa síns þurfti hann að yfirgefa okkur áður en máltíðin var á enda. Hann varð sem sé að mæta á nefndarfundi, þar sem ákveða skyidi, hvenær öl- krár héraðsins skyldu vera opnar og hvenær lokaðar, en það er, eins og áður er á minnzt, flókið og vandasamt verk. Síðan var farið í heimsókn til veðurstof- unnar í Lundúnum. Þar tók J. H. Bracell á móti okkur og útskýrði starfsemina. Veðurstofan er til húsa í hjarta borgarinnar nálægt Fleet Street, þar sem flest stórblöð Bretlands hafa aðalbækistöðvar sínar. Störf veðurstofunnar er marg- brotin, og yrði of langt mál að telja það allt upp liér, en geta má þess, að veð- urspár eru gerðar fyrir brezka útvarpið, sjónvarpsstöðvar, skipasiglingar og dag- blöð, svo að eitthvað sé nefnt. Að þessu loknu var lagt af stað til háskólaborg- arinnar Cambridge. Fimmtudaginn tólfta apríl var farið í þriggja klst. könnunarferð um liá- skólahverfið í Cambridge. Ekki er hægt að lýsa öllu því, sem fyrir augu bar í þessari ferð, en þó sáum við ekki nærri því allt merkvert í þessari fögru borg. Hugstæðust er mér Kings College kirkjan, sem er fallegasta kirkja, sem ég hef séð, þótt Westminster Abby sé sú tilkomumesta. Þarna sáum við súlna-göngin, Jjar sem Newton gamli mældi hraða hljóðsins með því að stappa fætinum og mæla tímann, Jrar til er bergmálið barst til hans aftur, en bergmálið í súlna- göngunum er óvenju skært og hvellt, og þarna litum við „Stærðfræðibrúna", sem þegar hefur eignazt sína eigin munnmælasögu. Trinity College er stærsta menntasetrið í Cambridge og ]>ar er líka stærsti grasvöllurinn (court), og á hon- um stendur mikill og yfirbyggður gosbrunnur. Flestir staðir og byggingar í há- skólahverfinu eiga sína sögu, og nöfn frægustu sona Bretaveldis eru oft fléttuð inn í þær. Byron lávarður er til dæmis þekktastur fyrir ljóðagerð og afskipti sín af frelsisbaráttu Grikkja gegn Tyrkjunr. Hann synti og yfir Hellusund, sem frægt er. Áðurnefndan gosbrunn hefur Byron einnig gert frægan. Hann tók sig nefnilega til og baðaði sig allsnakinn í Jressum brunni, en þá tók skólastjórnin í taumana og rák hana á brott. Líferni Byrons hefur verið furðulegt á margan m’áta, eða eins og fylgdarkona okkar orðaði það: „He had some rather peculiar tastes", og má segja, að Bretarnir geri ekki of mikið úr ldutunum. Cambridge er svo fögur og forvitnileg borg, að ]>að er ómaksins vert fyrir hvern Jrann ferðalang, sem kemur til Lundúna, að gera lykkju á leið sína og lieimsækja staðinn. Síðdegis var farið að skoða tilraunastöðina við Graveley í fylgd með N. E. Rider. Þarna var fyrsta tilraunin gerð til þess að eyða Jroku yfir flug- velli á stríðsárunum, og þarna eru enn ýmsar tilraunir framkvæmdar, svo sem mælingar á uppgufun úr jarðvegi o. fl. I Cambridge hlustuðum við á fvrirlestur um kviku og útbreiðslu reyks og misturs í andrúmsloftinu, en fyrirlesturinn flutti F. Pasquill. Föstudaginn Jrrettánda apríl var farið frá Cambridge til Rothamsted-tilrauna- stöðvar í Harpenden. Þar hlýddum við á fyrirlestur hjá L. P. Smith um veður- fræði fyrir landbúnað, en síðan bauð F. C. Bawden forstjóri tilraunastöðvarinn- ar til hádegisverðar. Síðan var staðurinn skoðaður, og var ]>ar margt merkilegt að sjá. Þarna var t. d. rannsakað, á hvaða árstíma sé heppilegast að úða gróður VEÐRIÐ --- 57

x

Veðrið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Veðrið
https://timarit.is/publication/369

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.