Veðrið - 01.09.1962, Síða 24

Veðrið - 01.09.1962, Síða 24
komið nokkuð langt sunnan að, og er þess vegna svona lilýtt í góðri hæð. En neðsta lagið hefur kólnað vegna snertingar við tiltölulega kaldan sjóinn fyrir vestan og suðvestan landið. Þann 9. og um 20. kemst hitinn í 500 m hæð upp fyrir 10 stig. Þá er það sólarhitinn, sem mest munar um, eins og bezt sést á því að í 1500 m hæð er ekki sérlega hlýtt á sama tíma. Um miðbik mánaðar- ins var löngum hæð yfir landinu og norðan við það, en lægðir fóru austur um langt suður í hafi. Veður var kyrrt, en lieldur svalt, því að yfir landið barst loft að norðan og norðaustan. í ágúst var veðurfarið svipað og í júlí. Engin stórviðri komu eins og stund- um vill verða í þessum mánuði. Nú fóru þau öll sunnar og skullu á löndum Vestur-Evrópu. Tíðin var stillt en heldur köld, sérstaklega norðan lands, því að skýjaflákar, saggi og sólarleysi fylgir að jafnaði lofti utan af Noregshafi með norðaustanáttinni. I september fer augljóslega að kólna og hausta. Um miðjan mánuðinn kem- ur frost í 500 m hæð, og þá gerði næturlrost um nær allt land. Seinni hluta mánaðarins er kominn vetrarsvipur á hitafarið. Þá er líka skipt um tíð. Stórar lægðir fara yfir landið eða rétt hjá því og draga að loft frá fjarlægum stöðum. Mesta veðrið gerði um helgina 23. september. Lægðin sem því olli fór norður hjá rétt undan vesturströndinni og sveiflaði norður á bóginn fyrir austan sig lilýju lofti sunnan úr höfum um leið. Það kemur frant sem „hitabylgja á línu- ritinu. Þegar lægðin var komin norður fyrir landið, beindi liún inn yfir það köldu lolti að vestan. Það keniur fram sem „kuldadalur“ á hitalínunum. KNÚTUR KNUDSEN: Vor og sumar 1962 April. Fyrri hluta mánaðarins var norðaustanátt ríkjandi. Norðan lands var illviðrasamt og víða fannfergi, en sunnan lands var fremur þurrt og nokkur frost. Um miðjan mánuðinn brá til hlýinda, og var síðan stillt og góð tíð til mán- aðarloka. Hitinn í mánuðinum var 1—2 stigum yfir meðallagi og úrkoma í meira lagi á Suður- og Vesturlandi. Maí. Fyrstu dagarnir í maí voru góðir, en mánuðurinn í lieild var ekki hag- stæður gróðri. Hann var í kaldara lagi um allt land og víða of þurr. Klaki í jörð var mikill og mun þar hafa ráðið nokkru, að febrúar og j)ó einkum marz voru óvenju kaldir. Júní. Fyrsta vikan var hlý víðast hvar á landinu, en eftir [)að var vindur norðaustanstæður og kalt fram að Jónsmessu. 60 --- VHÐRIÐ

x

Veðrið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Veðrið
https://timarit.is/publication/369

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.