Veðrið - 01.09.1962, Page 27

Veðrið - 01.09.1962, Page 27
Á Norðurlöndum, Þýzkalandi og víðar kornst sá siður á að prenta veðurspá við sérhvern dag ársins í almanökin. Þetta hélzt fram uni síðustu aldamót í Noregi, og hörmuðu víst margir, þegar því var lia;tt. Hér á landi er margt skráð af veðurspeki í handritasöfnum, en fátt prentað. Auk Atla eru prentaðir fyrirboðnr um veðráttufar í Þjóðsögum Jóns Árna- sonar og Þjóðháttum sér Jónasar á Hrafnagili, og er sumt af því sprottið úr alíslenzkri rót. Hins vegar eru margar veðurreglur og fyrirboðar svo ævaforn, að þau rnega heita alþjóðaeign. Til Forn-Grikkja má rekja þá reglu, að rosabaugar um sól og tungl boði úrfelli. Rauða tunglið vottar vind, vætan ldeiku hlýðir. Skíni ný með skærri mynd, skírviðri það þýðir. er þýðing á latnesku veðurspakmæli. — Skotar, Manarbúar og Frakkar vita vel, að heiðskírt veður og himinn klár á helga Pálusnressu veit á gott árferði. — Rómverjar, Frakkar, Þjóðverjar og Bretar höfðu illan bifur á allri sólarsýn á kyndilmessunni — engu síður en íslendingar. íslenzkri veðurspeki hefur aldrei verið safnað í sérstaka heild. En í skozkri bók um veðurspeki (Weather Lore) rekst ég á eitt veðurspakmæli, sem kvað vera ættað frá íslandi: „Gott ár er jafnan góður gestur“ (A good year is ahvays welcome). Ekki hef ég Iieyrt það né séð annars staðar, og sjálfsagt hefur höf- undinum (R. Inwards) sézt yfir Jrað, að ensk útlegging (eftir Ólaf Pálsson dóm- kirkjuprest) á veðráttumerkjum Atla er prentuð í tímariti Skozka veðurfræði- félagsins 1861. ☆ Fyrir allmörgum árum skrifaði ég upp garnlan veðráttubækling eftir handriti I Lbs. (J. S. 74—8vo). Hann er eignaður Hallgrími Péturssyni og efalítið Jtýddur úr dönsku, að minnsta kosti megnið af honum. Dr. Páll Eggert kvaðst þó ekki viss um, að bæklingurinn væri með rithönd Hallgríms. Hvað sem um Jrað er, ætla ég að birta hér fyrsta kaflann sem sýnishorn. Óneitanlega er þar margt, sem minnir á veðráttureglurnar í Atla. VEÐRAATTU Bœklingur Innehalldande Vita og Merkingar jrær eð Gamler Skynsamer menn hafa aðgiætt og eptertekið af Soolu, Túngle og Stjörnum, vinde, Lopte og Skyum. It: Lifande og Dauðu(m) hlutu(m) uppaa Veðraattufar bæde Illt og Gott. I. Um sólina. 1. Nær sólin í sinni uppgöngu er aldeilis hrein og klár, og séu engin ský eður VEÐRIÐ -- 63

x

Veðrið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Veðrið
https://timarit.is/publication/369

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.