Veðrið - 01.09.1962, Page 30

Veðrið - 01.09.1962, Page 30
Skammur dagur missir mátt, magnast skugga armur. Rammur slagur —, niðdimm nátt, nötrar glugga karmur. Risa boði Drafnar dátt drynur hærri stöfnum. Slysa voði brýtur brátt bátinn fjarri höfnum. Fleiri mættu senda Veðri dýrt kveðnar veðurvísur. Kápumyndin. Hvalfjörður er alræmdur íyrir misvindi og sviptibylji — eins og raunar allir þröngir og krappir firðir eða dalir, þcgar vindur stendur þvert á þá. Fá íslenzkir flugmenn sig oft fullkeypta á því, er þeir renna sér til lendingar inn eftir slík- um fjörðum eða hefja þaðan flug. Á myndinni sér út eftir Hvalfirði í N-átt og björtu veðri. Skýjaklakkur yfir firðinum virðist liafa lent í sviptibyl og vafizt í göndul. Myndina tók Björn heitinn Arnórsson stórkaupmaður fyrir allmörgum árum. Veðurstofan á Keflavikurflugvelli liafði starfað 10 ár um síðustu áramót. Hún er aðal-llugveðurstofa íslands, og veitir Hlynur Sigtryggsson frá Núpi í Dýraíirði henni forstöðu. Þar starfa nú 6 veðurfræðingar og 17 aðstoðarmenn. Af þeirn eru 7, sem hafa það starf með liöndum að gera háloftamælingar, það er að segja mæla hita, vinda, loftþrýst- ing og loftraka frá jörð og allt upp í 20—40 km liæð fjórum sinnum á solar- hring. Þeir eru því allréttilega kallaðir hálóftamenn. Um háloftamælingar cr góð grein í 1. árg. Veðurs (1956), 54.-57. bls. eftir Borgþór H. Jónsson. Veðurathuganir i óbyggðurn. í sumar (júlí og ágúst) voru gerðar veðurathuganir á Hveravöllum hjá sælu- húsi Ferðafélagsins, og annaðist þær Guðmundur S. Hofdal, sem hafði á hendi umsjón með húsinu og hinu friðlýsta hverasvæði á vegum Ferðafélags Islands. Um sama leyti dvaldist starfsmaður Atvinnudeildar Háskólans í Hvítárnesi bæði til veðurathugana og til eftirlits með gróðurreitum þeim er dr. Sturla Friðriks son hefur komið upp allvíða á liálendinu. Virðist jurtagróður hafa mun betri þroskamöguleika á heiðum uppi en búizt var við. Áhugi fyrir veðurathugunum þar fer því mjög vaxandi. Raforkumálastjórnin hefur sett nokkra úrkomumæla (safnmæla) á lieiðum uppi. Hinn fyrsta setti Jöklarannsóknafélagið hjá Jökul- heimum við upptök Tungnár. Hinn síðasta setti Sigurjón Rist nýlega hjá Vað- öldu í Ódáðahrauni. Má mikið vera, ef þar er ekki þurrviðrasamasti staður landsins. J. Ey. 66 VEÐRIÐ

x

Veðrið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Veðrið
https://timarit.is/publication/369

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.